Harmleikur handan stjórnmála

Atburðirnir í Osló og Útey verða ekki settir í samhengi við stjórnmálaumræðu eins og hún er stunduð á Norðurlöndum. Þar er hvorki hefð né áheyrendur fyrir orðræðu sem hvetur til eða stuðlar að fjöldamorðum.

Að slepptri umræðu um aðgengi að vopnum og drápstólum, sem lýtur iðulega staðbundnum rökum, er leit að pólitískum ástæðum fyrir fjöldamorðum ekki við hæfi.

Norðmenn munu vinna sig í gegnum harmleikinn og velta hverjum steini í leit að svari sem útskýrir hvað vakir fyrir þeim sem drýgja ódæði af þessu tagi.

Á Íslandi örlar á tilburðum að setja harmleikinn í samhengi við stjórnmál. Það er betur ógert.


mbl.is Margir sýna Noregi stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski verður þetta íslendingum tilefni til að íhuga hugtök á borð við umburðarlyndi.

En ég efast um það.

Karl (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 20:22

2 identicon

Ég óttast að fjöldamorðinginn sé þér engan veginn sammála.

Matthías (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 20:51

3 identicon

Fjöldamorðingi sem er öfgahægrimaður ræðst inn í uppeldisstöðvar norsks stjórnmálaflokks og byrjar að drepa framtíðarleiðtoga þess sama flokks og þú segir að þetta tengist ekki stjórnmálum. Hvað er þetta þá?

Einar Marel (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 21:32

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Skynsamlega mælt Páll!!

Gústaf Níelsson, 23.7.2011 kl. 22:23

5 identicon

Af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er augljóst að þessi fjöldamorð voru pólitísk. Morðinginn virðist hafa haft mjög skýrt, pólitískt agenda. Þetta er maður sem á marga skoðanabræður alls staðar á Norðurlöndum, líka hér, og hann er sprottinn upp úr jarðvegi sem pólitísk umræða hefur undirbúið. Þessi umræða hefur einnig grasserað hér á Íslandi og ætti Páll Vilhjálmsson að kannast við hana. Hér á landi hefur tiltölulega nýlega verið hvatt til þess að nafngreindir stjórnmálamenn yrðu teknir af lífi og pólitískir andstæðingar eru ítrekað kallaðir landráðamenn, en í hugum margra eru landráðamenn einmitt réttdræpir. Það er því í hæsta máta eðlilegt að þessi hörmulegi atburður sé settur í pólitískt samhengi.

Gísli (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 23:49

6 Smámynd: Elle_

Hvar hafa pólitískir andstæðingar verið kallaðir ´L-orðinu´, Gísli, hafi þeir ekki framið nein verk eins og föðurlandssvik eða landsölu sem sæma orðinu?  

Elle_, 24.7.2011 kl. 00:06

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Eins og talað út úr mínum huga Páll.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2011 kl. 00:19

8 identicon

ElleEricson, prófaðu að gúggla orðið "landráð / landráðamaður", þá verðurðu fljót að finna það.

Gísli (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 00:36

9 Smámynd: Sólbjörg

Fárskjúkt fólk á sinni, finnur alltaf einhver mótív eða andstæðinga til að fá farveg fyrir alvarleg geðræn veikindi sín. Stundum er það trúarofstæki eins og öfgakennd bókstafstrú eða fá frægt fólk á heilann sem þau svo ofsækja, aðrir eru blindaðir af stjórnmálaöfga skoðunum. Veikindi fólks verða ekki til vegna stórnmálaskoðanna - heldur er það stórbilað fólk sem leitar eftir að aðhyllast öfga "isma" af einhverjum toga.

Það er ekki síður alvarlegir harmleikir þegar andlega vanheilt fólk kemst í pólitíska valdastóla og gengur frá þjóð sinni, líka börnum - ekki með byssum heldur skelfilegum ákvörðunum, skeytingarleysi og lagabreytingum.

Sólbjörg, 24.7.2011 kl. 00:38

10 Smámynd: Elle_

Með fullri virðingu er ég ekki sammála svarinu, Gísli.  Veit ekki um neinn nema samfylkingarhópinn sem hefur verið kallaður ´L-orðinu´ og ekki út af engu. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 00:57

11 Smámynd: Elle_

Jú, fyrirgefðu, að vísu nokkra aðra landsölumenn sem eru sama sinnis og þau.

Elle_, 24.7.2011 kl. 01:03

12 identicon

ElleEricson, þú kallar alla samfylkingarmenn "föðurlandssvikara", "landsölumenn" og "landráðamenn" án þess að færa nein rök fyrir máli þínu. Þú ert einmitt dæmi um það sem ég var að tala um. Það er svona umræða sem undirbýr jarðveginn fyrir menn eins og Anders Behring Breivik.

Gísli (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 01:25

13 Smámynd: Elle_

Ég kallaði engan L-orðinu sem þú notaðir sjálfur og hef aldrei notað það orð, vil ekki notað það, þannig að ég er ekki eitt af dæmunum þínum.  Hvað eru annars landsölumenn ef ekki föðurlandssvikarar?   Þú ferð með rangt mál og fullyrðir að pólitískir andstæðingar seu kallaðir ´L-orðinu´ sem þú ert alltaf að nota sjálfur og ætlar að klína upp á mig.  Þú ættir heldur að vera nákvæmari og segja satt: Það eru landsölumenn sem eru kallaðir það en ekki bara pólitískir andstæðingar.  Og ég tók á þessu þar sem ég skildi að þú færir að verja landsöluliðið í Samfylkingunni.  Það var og. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 01:37

14 Smámynd: Elle_

Og ég sagði lika hvergi ´ALLIR´ Samfylkingarmenn og þarna kemur ónákvæmnin aftur upp í málfutninngi þínum.  Kann ekki við að þú klínir þínum misskilningi upp á mann. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 01:51

15 identicon

ElleEricson, þú skrifar: “Veit ekki um neinn nema samfylkingarhópinn sem hefur verið kallaður “L-orðinu” og ekki út af engu.”

Þetta skil ég sem svo að “samfylkingarhópurinn” (enginn undanskilinn) hafi verið kallaður landráðamenn af því að þeir eigi það skilið. Það breytir engu þótt þú skrifir “L-orðið” í staðinn fyrir “landráðamenn”, það er augljóst við hvað þú átt.

Þú segir einnig: “Hvað eru annars landsölumenn ef ekki föðurlandssvikarar?” Af samhenginu er ljóst að þú átt við samfylkingarfólk (enn enginn undanskilinn).

Þú segir ennfremur: “Og ég tók á þessu þar sem ég skildi að þú færir að verja landsöluliðið í Samfylkingunni.”

Ég er ekki að “klína” mínum misskilningi upp á neinn. Þú hefur ítrekað, hérna í komenntunum, kallað samfylkingarfólk “L-orðið” (landráðamenn), landsölumenn og föðurlandssvikara. Ég er ekki samfylkingarmaður og ætla ekki að verja þá neitt sérstaklega. Ég er hins vegar að vara við hatursfullri umræðu sem málflutningur þinn er, því miður, gott dæmi um.

 

Gísli (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 02:32

16 identicon

Komið þið sæl; Páll - og gestir !

Gísli !

Hvaða hártoganir eru þetta; af þinni hálfu, gagnvart Elle ?

Reyndu bara; að vera maður til, að viðurkenna samsekt ''Samfylkingar'' , í hryðjuverkum stjórnmála aflanna, gagnvart samlöndum okkar, alfarið; dreng tetur.

Í hverju; liggur ''hatursfulla'' umræðan, að þínu mati, Gísli ?

Eru það kannski óþægindin af því, að flett skyldi rækilega, ofan af glæpum Íslenzku Mafíunnar, eins og verðugast væri, ágæti drengur ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 02:49

17 Smámynd: Elle_

Ég sagði ´L-orðið´ og var að vísa í það orð sem ÞÚ SJÁLFUR NOTAÐIR.  Sjálf hef ég ALDREI KALLAÐ NEINN ÞAÐ ORÐ.  Hvað skilur þú ekki?  Þú snýrð út úr öllu en kemst ekki upp með að segja mig kalla neinn orðum sem ég hef ekki kallað þá. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 03:10

18 Smámynd: Elle_

Og já, ég nota orðið LANDSÖLUMENN og neitaði því aldrei. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 03:13

19 identicon

Óskar Helgi, hvað áttu við með “hártoganir”?

 

Ég hef ekki snúið út úr orðum ElleEricson á nokkurn hátt. Ef þú lest kommentin hér að ofan sérðu að hún hefur ítrekað kallað samfylkingarfólk landráðamenn, landsölumenn og föðurlandssvikara. Ég hef bara bent á hið augljósa.

 

Það sem ég nefndi í upphaflegu innleggi mínu var að orðræða sem þessi, sem vissulega er hatursfull, undirbýr þann jarðveg sem menn eins og Anders Behring Breivik spretta upp úr. Og því miður er þitt innlegg sama eðlis.

 

Ef þú heldur að ég sé í Samfylkingunni eða einhverri ímyndaðri mafíu geturðu verið alveg rólegur. Ég er í hvorugum klúbbnum.

 

Gísli (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 03:14

20 identicon

ElleEricson,

Hvað áttu við með "L-orðinu" ef ekki landráðamenn? Hver er munurinn á föðurlandssvikara og landráðamanni? Þegar þú segir: “Veit ekki um neinn nema samfylkingarhópinn sem hefur verið kallaður “L-orðinu” og ekki út af engu,” áttu þá ekki við að samfylkingarfólk hafi verið kallað landráðamenn af því að það sé það? Ef ekki, hvað í veröldinni áttu þá við?

Gísli (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 03:19

21 identicon

Og; komið þið sæl, enn !

Gísli minn !

Hví; hrekkur þú svo skjótt, í varnar gírinn ?

Hvað er það; sem þú hefir að fela, fyrir okkur hinum, ágæti drengur ?

Og; hví skyldi ég ekki, nefna hlutina, sínum réttu nöfnum ?

Er þetta; eitthvað torskilið, fyrir þig, drengur ? : ''Sjálfstæðisflokkur'' - ''Framsóknarflokkur'' - ''Samfylkingin'' og ''Vinstri hreyfingin - Grænt framboð'' , auk Bankanna (Þjófabælanna) = ÍSLENZKA MAFÍAN, Gísli minn.

Vona; að þú skiljir íslenzku, þar sem EKKI er talað undir Rós. Ég kann það einfaldlega ekki, ágæti drengur !

Og; vinsamlegast, hættu að skenza Elle vinkonu mína, getir þú komið því við, Gísli minn. Hún er allt of dýrmæt; til þess að þurfa að sitja í ein hverjum innihaldslausum orðavaðli, svo; fram komi nú, Gísli minn.

Með; þeim sömu kveðjum - sem áður /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 03:31

22 identicon

Óskar Helgi, ég hef ekkert að fela, elsku kallinn minn. Farðu nú að lúlla, þú ert greinilega orðinn þreyttur. Góða nótt og sofðu vel. Þú verður vonandi orðinn skýrari í kollinum á morgun.

Gísli (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 03:46

23 identicon

Sæl, sem áður !

Gísli !

Enn; staðfestir þú, minn illa grun um, að þú farir um, sem Úlfur í Sauðar gæru, miðað við viðbrögð þín, við aðkomu minni, að umræðunni.

Vildi benda þér á; að ég er með sama skýrleika í kollinum - að nóttu sem degi, hvar; ég er Stúku maður, og þekki þar með ekki, til áfengis, né annarra göróttra efna, ágæti drengur. Þó svo; kaffi og Reyktóbak noti, að vísu.

Um svefnvenjur mínar; vil ég sjálfur ráðskast - líkt og; þú um þínar, ef að líkum lætur, Gísli.

Með; þeim sömu kveðjum - sem síðast /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 03:55

24 identicon

Óska hér með eftir því að þeir sem ekki vilja heyra á minnst á að öfga hægri skoðanir sé undirrótin að þessu hryðjuverki í Noregi, verði sjálfum sér samkvæmir og hætti að tala um öfgaislamisti sé valdur af hryðjuverkum þeim sem skakið hafa heiminn síðasta áratug eða svo. Það sé eingöngu um að ræða sjúka menn og drifkraftur ódæðanna hafi ekkert með málin að gera.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 06:44

25 identicon

Síðuhöfundur ætti kannski að líta veruleikann galopnum augum, því ekki bara er harmleikurinn þar sem hátt í hundrað vinstrisinnuð pólitísk aktíf ungmenni voru tekin af lífi á pólitískri sumarsamkomu, heldur var ódæðið framið af yfirlýstum pólitískum hægri (öfga)manni sem ofan í kaupið er Norðurlandabúi í húð og hár. Þar fyrir utan eru öfgaskoðanir sem hans hreint ekkert einsdæmi á Norðurlöndum. Þó svo að við verðum að vona að ekki séu margir svo langt leiddir í skoðunum sínum og trú að þeir sjái þörf á að beita ofbeldi eða myrða fólk í stórum stíl. En veruleikanum verður ekki afneitað, þó ekki séu öll kurl komin til grafar og einfaldast væri að sjálfsögðu bara að loka augunum.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 07:14

26 identicon

Það er náttúrulega afskaplega "PC" að andmæla öllu.  Og við munum að sjálfsögðu heira hversu þessi einmanna maður var stórklikkaður, og svo framvegis.

Síðan er það afskaplega ósynsamlegt að andmæla þeirri tengingu við Forsætisráðherran, tali hans á Utöy.  Þessi pólitíska tenging veitir þessari mynd allt annað samhengi, og er það afskaplega eðlilegt að Norska ríkið vilji "grafa" þetta í "una bomber" dæmi.  Það hefur tekist oft áður, að láta mál leggjast niður með því að "krossfesta" einstaklingana.  Við munum ábyggilega heira hvernig hann hefur verið með mömmu sinni, mömmu drengur ... allt þetta er þekkt, við vitum öll það bull sem rennur úr fjölmiðlum um dæmið.

En það þarf minst 4 til 7 manneskjur til að koma svona hlutum í framkvæmd.  Að einn maður gangi um með hríðskotabyssu á Utöy og drepi alla, er alveg ógerlegt.  Að hann síðan hafi líka sprengt torgið, er líka alveg ógerlegt.

Þetta er pólitískt vandamál, sem Noregur á við og tengist eftirfarandi.

Unglingar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Íslandi.  Hafa ekkert að takast við, enga vinnu að sækja, og verða að lifa meira eða minna á náð ríkissins, og veljvilja þess að veita þeim vinnu.  Lögreglan, í stað þess að veita almenningi lið, leggst til liðs við stórglæpamenn ríkisvaldsins, sem eins og Carl Bildt í Svíþjóð er þekktur sem "miljarðafólkmorðinginn".

Það sem gerðist í Noregi, er varúðarmerki ... og ættu menn að taka því alvarlega.  Þetta er ekkert einsdæmi, er að gerast um allan heim.  Og halda menn áfram á sömu braut með að hunsa vandamálin, verður bara úr því stærra vandamál.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 08:22

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,verði sjálfum sér samkvæmir og hætti að tala um öfgaislamisti sé valdur af hryðjuverkum"

þeir tala ekki aðeins um að ,,öfgaislam" sé orsakavaldurinn - heldur islam almennt! Að eðli islams sé þetta o.frv. o.s.frv. þetta virðast talsvert margir búnir að innprenta í sig og hamra og hamra fram útum allt.

Nú, svo fremur það sem norskir fjölmiðlar margkalla öfgahægrimann hryðjuverk - þá er það harmleikur ásamt geðveiki!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2011 kl. 09:35

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. nú liggja fyrir skrif morðingjans á netinu og fjölmiðlar í noregi eru búnir að tína aðalatriði fram. þar koma vel fram grunnskoðanir mannsins.

það er sláandi hve líkt þetta er skrifum sem mjög algengt er að sjá á íslandi. Alveg sjokkerandi sláandi.

Í stuttu máli er hugmyndafæðin að ,,þjóðin" sé eins og heilagt grunnprinsipp. Allt sem er öðruvísi er ógn og af hinu illa. það kallar hann ,,múltikúltúr". Gegn því er hann að berjast

Að hans mati er Verkamannaflokkurinn höfuðóvinurinn því að hans áliti er sá flokkur fylgjandi ,,múltikúltúr" o.s.frv.

Hann segir að sósíalismi og kapítalismi eigi ekki við lengur. Heldur sé það ,,þjóðhyggja" eða ,,alþjóðahyggja".

Hann hafnar því í skrifum sínum að skoðanir hans séu öfgakenndar eða rasismi o.s.frv.

Í stórumyndinni og heildarlínum - þá má sjá alveg nákvæmlega sömu hugmyndafræði hérna uppi - og oft setja menn og konur þessa hugmyndafræði sína fram í kommentum og sona - af furðulegri heift og reiði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2011 kl. 09:47

29 Smámynd: Elle_

Einu sinni enn.  Nei, ég hef ALDREI kallað neinn þessu orði, ég var að vísa í orð sem Gísli sjálfur notaði.  Ég hef meðvitað og viljandi passað að kalla engan þessu L-orði þó ég hafi kallað samfylkingarmenn landsölumenn.  Ég sagði að þau hefðu verið kölluð þessu L-orði, ekki að ég hefði kallað þau það.  Ég var upphaflega að svara honum að það væru ekki pólitískir andstæðingar sem hefðu ekki verið kallaðir þessu orði eins og hann hélt hélt fram fyrst.   Þú getur ekki haldið áfram að ljúga opinberlega að maður hafi kallað fólk orði sem maður hefur aldrei kallað það og skiptir engu máli hvaða túlkun þú leggur í orðin landsölumaður og föðurlandssvikari.

Elle_, 24.7.2011 kl. 10:57

30 Smámynd: Elle_

Og svo er það mín heitasta ósk að LANDSÖLUFLOKKURINN komist aldrei aftur í stjórnmál. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 11:01

31 Smámynd: Elle_

Og takk Óskar Helgi fyrir að koma þarna inn gegn Gísla sem er lyginn og túlkar sjálfur hvað maður meinar fyrir utan það að ljúga upp á mann orðanotkun.  Og ég held eins og þú að sé úlfur í sauðagæru.  Hvað getur verið skaðlegra en lygari? 

Elle_, 24.7.2011 kl. 11:08

32 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Elle !

Ekkert að þakka; sjálfsagður hlutur, þegar svona piltar - eins og Gísli, fara af stað, með innihaldslítið raus.

Nei; Elle, ekki vil ég ætla Gísla það, að skrökva vísvitandi, við skulum segja, að hann hafi farið ögn út af spori, að nokkru, drengurinn.

Sjáum; hvað setur, með framgang orðræðunnar, allrar.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 13:17

33 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, hann ítrekaði ósannindin hvað sem ég neitaði.  Getur það hafa verið óviljandi?  Nei, það kalla ég lygi á mannamáli.  Og hann var líka með dylgjur við þig og sem þú áttir ekkert skilið.

Elle_, 24.7.2011 kl. 17:01

34 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Elle !

Jú; hugsast kann, að Gísli sé hinn versti Hrappur - og mun þá dæmast sem slíkur, á efsta degi, fornvinkona góð.

Ég vildi þó; gefa honum tækifæri til málsbóta sinna þanka, en hann virðist ekki kæra sig neitt um það, sérstaklega.

Líklega rökþrota; drengurinn.

Með, þeim sömu kveðjum - og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 17:13

35 identicon

Norska þjóðin í sárum vegna hryllilegra voðaverka og fólk á Íslandi að rífast á blogginu um hvað fer í gegn um höfuðið á morðingjanum og hvers vegna hann framkvæmir slíka hluti.

Ég trúi því að fleirri en ég fái hroll við lestur bloggara sem tjáð hafa sig á þennan máta síðustu daga.

hey (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 21:57

36 identicon

ElleEricson, ég átta mig ekki alveg á þessu. Er það rétt skilið að þér finnist samfylkingarfólk vera landsölumenn og föðurlandssvikarar? En alls ekki landráðamenn? Gætirðu útskýrt, í stuttu máli, muninn?

 

Í upphaflegu innleggi mínu varaði ég við umræðu sem byggist á upphrópunum og sleggjudómum því úr slíkum jarðvegi geta sprottið hættulegir einstaklingar sem fremja ofbeldisverk eins og dæmin sanna. Því miður hafa viðbrögðin við þessu innleggi mínu í flestum tilfellum einkennst af upphrópunum og sleggjudómum. Sem er sorglegt dæmi um einmitt það sem ég varaði við.

 

Gísli (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 04:04

37 identicon

Samfylkingin hefur illilega svikist aftan að þjóðinni og gegn sjálfstæði landsins og á skilið alla harða gagnrýni. Það hefur aldrei verið bannað að gagnrýna stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn. Það ert þú sem hefur verið með sleggjudóma og upphrópanir, Gísli. Það ert þú sem sagðir fólk segja hluti og nota orð sem það notaði ekki og það ítrekað. Þú átt ekki skilið nein svör. 

Ólafur (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 11:56

38 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er skrítinn pistill Páll.
Heimurinn er fullur af fólki sem hefur annaðhvort átt erfiða æsku, barist við geðsjúkdóma, lent í eyturlifjum, verið misnotað og fátækt og jafnvel allt þetta í senn. Engu síður grípur það ekki til svona aðgerða. Hvað telur þú að útskýri þetta?

Sævar Finnbogason, 28.7.2011 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband