Samfylkingin: landsbyggðin léleg útgáfa af Íslendingum

Flokkskúltúr Samfylkingarinnar er með rætur í 101 Reykjavík þar sem almannatenglar, embættismenn, háskólamenn og fjömiðlafólk rómar eigið ágæti og er sannfært um að landsbyggðin sé gömul og léleg útgáfa af Íslendingum.

Samfylkingin leggur fæð á bændur og sjómenn; um það vitna stefnumál flokksins og nú síðast yfirlýsingar trúnaðarmanna flokksins um landbúnað. Þar fer saman pólitísk sannfæring samfylkingarfólks og hagsmunir bitlingahjarðarinnar í flokknum. Hagsmunir bænda og sjómanna eru andstæðir grundvallarhagsmunum Samfylkingarinnar.

Samfylkingin er flokkur sem mótast á tímum útrásar og vandist því að vera á framfæri auðmanna. Þegar auðmenn hurfu með hruninu varð Samfylkingin að leita sér að nýjum bakhjarli. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var til að svala bitlingaþörf flokksmanna. 

Landsbyggðin er traustasta vígi andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Samfylkingin vinnur þess vegna markvisst að því að grafa undan hagsmunum landsbyggðarinnar.

 


mbl.is „Lyktar af pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin hefur verið með ESB á sinni stefnuskrá áður en svokallaða útrás byrjaði.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 10:42

2 identicon

Alhæfingar þínar í garð Samfylkingarinnar og samfylkingarfólks ber vitnis um að hugur þinn er ekki stöðugur. Að alhæfa að uppistaðan í samfylkingunni sé fólk úr 101, embættismenn, háskólamenn og fjölmiðlafólk sýnir að þú hefur ekki hugmynd hvaða fólk styður Samfylkinguna. Ég sjálfur er ómenntaður og fæddur og uppalinn á Vestfjarðarkjálkanum, og ég kem úr þeim kjarna samfylkingarfólks sem studdi Alþíðubandalagið á sínum tíma og sem betur fer snérist ég af þeirri ands. villutrú. Ef þú ert að vitna í grein Þorsteins Pálssonar(http://visir.is/vornin/article/2011707169999), sem ég hvet alla til að lesa, þá les ég það úr grein hans að það eina sem fyrir honum vakir er velferð bænda og ekkert annað.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 12:01

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mjög góð grein Helgi.

Hvet alla til að lesa.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 12:21

4 identicon

"...., þá les ég það úr grein hans að það eina sem fyrir honum vakir er velferð bænda og ekkert annað." 

Verðlaunasetning.... og ekki er verra að vitna í ládeyðuna Baugsstarfsmanninn Þorstein Pálsson þegar á að tuska til sveitavarginn.   Jóhanna og Steingrímur reyndu með hlálegum árangri að færa Icesave einkaskuldir gangstera yfir á þjóðina og gott ef ekki undir þeim formerkjum sem nokkrir 101 gáfumenn lásu út úr öllum fáránleikafarsa þeirra - að fyrir þeim vakti aðeins að gæta velferðar lands og þjóðar og ekkert annað, .... svo að innganga í ESB væri tryggð með Icesave aðgangseyrinum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 12:51

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hahaha

við erum að ræða um bændur og framtíðarstefnu landbúnaðar á Íslandi og þú kemur með icesave umræðu ENN OG AFTUR.

Þú ert alveg kostulegur Guðmundur.   :D

ég skellti uppúr.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 12:59

6 identicon

Hvernig væri að ræða bara það sem málið snýst um, vöruverð á búvörum, en sleppa því að ræða bændur, Gylfa, ASÍ, Framsókn, Samfylkinguna, ESB o.fl. svona til gamans?

Skúli (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 13:19

7 identicon

Sleggjan... ég sem hélt að þú værir fullkomlega húmorslaus eins og hinir í Baugfylkingunni... en það veit á gott.  En skeytið hefur hitt þig eðlilega illa fyrir.  Ég skal samt hjálpa þér með skemmtilega lítinn lesskilninginn sem þjakar þig og hina "beturvitana" og "grínarana" sem skrifa undir þessu þreytta Baugsfylkingarnikki.

Eini Baugsfylkingarnmaðurinn utan 101 Reykjavík sem fylgir eiganda flokksins í blindni hvað inngöngu í ESB varðar (og þarf væntalega ekki að "kíkja í pakkann" frekar en þú eða hinar evrópusambandsundirlægjurnar), leyfir sér að draga fram ummæli eins mesta tækifærissinna og ómerkilegasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar Þorstein Pálsson og gera þær að einhverjum "vinarorðum" til bænda.  Ég benti einfaldlega og rökrétt á að jafn gáfulegt væri að draga fram öllu fleygu orð og hótanir Steingríms og Jóhönnu varðandi Icesave sem áttu að vera þjóðinni til mikilli heilla að þíns og svipaðra mati.  Þjóðin bað þau og ykkur að koma þeim áformum fyrir þar sem sólin ekki skín.  En þann part þykistu eðlilega ekki skilja.  Það sem gerir málið enn skemmtilegra að allir vita að Icesave greiðslur áttu að vera aðgöngugjaldið inn í þennan draumaheim "sósíaldemó - krata" Nasista, sem hönnuðu ESB ... "Evrópu til mikilla heilla".  Þegar þjóðin var komin hálf upp í Evrópusambandsskrímslið, var aðeins formsatriði að það gleypti hana hvort sem henni líkaði betur eða vel.  Enda voruð þið í "glæsisamningnum" búnir að afsala auðlindum þjóðarinnar í gin þess.  Icesave og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum.  Því miður er það það sem skiptir Þorstein Pálsson ekki nokkru máli, þar sem hann er ekki að gæta hagsmunir þjóðarinnar eins og þessi kostulega heimska grein og aðrar álíka sýna og sanna.  Hans hagsmunir eru að koma Íslandi í ESB hvað sem það kostar og gerir hann fullkomlega vanhæfann í samninganefndinni eins og allir hljóta að sjá og skilja.  Hagsmunir eigandans, eiganda Samfylkingarinnar og helstu evrópusambandsundirlægjunnar, Jóns Ásgeir Jóhannessonar, sem sér um að hald ESB - áróðursmaskínunni ykkar gangandi ... 

Það fer 100% saman að helst greiðslusinnar Icesave eru þeir aðilar eins og þú sem hæst og mest ólmuðust í að þjóðin greiddi ólögvarinn falsreikninginn Icesave, Breta og Hollendinga, sem og að helstu evrópusambandsundirlægjurnar eru auðrónarnir og bankagangsterarnir að mati rannsóknarnefndar Alþingis bera mestu ábyrgð á hruninu.

Leyfi mér að minna á fyrri yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar í Morgunblaðinu og spyr eins og áður um hvað hefur breyst, nema að hann varð þessi þekkti pólitíski lúser og gekk loksins í starfslið Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baugsmanna sem hann þiggur laun frá..??? Taktu eftir að ekkert hefur gerst frá því að hann skrifaði þetta til nú hvað grunn reglugerðir sem Evrópusambandið byggist á.:

"Þorsteinn Pálsson telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrftum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.

Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.

Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið.
Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.

Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni.  Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þorsteinn Pálsson."

Er ekki von á einhverjum þokkalega trúverðugum talsmanni inngöngusinna, eða þurfum við að sitja uppi með predikanir falspresta, pólitíska lúsera og ærulausa háskólamenn úr hruninu til að "leiða okkur í allan sannleikann".... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 14:23

8 identicon

Hér kemur asskoti gott blogg um Þorstein og skrif hans sem sami Helgi Rúnar Jónsson hefur látið sama ljósið skína.  Tek aðeins hluta skrifanna og hvet alla til að lesa.  Sjálfsagt hefur Helgi lesið hana llíka fyrir hönd Hvellsins og Sleggjunnar.:

.

Þorsteinn Pálsson er vanhæfur og á að víkja

Þorsteinn Pálsson á sæti í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið.

Þar starfar hann sem embættismaður en ekki stjórnmálamaður. Sem slíkur hefur hann eitt og aðeins eitt hlutverk. Að vinna samkvæmt embættisbréfi að þeim markmiðum sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá 9. júlí 2009. Ekkert annað.

Hann þarf að sýna fagmennsku og vönduð vinnubrögð. Til að viðhalda trúverðugleika sínum sem embættismaður á hann ekki að blanda sér í pólitíska umræðu um málið, sem er stórt og umdeilt meðal landsmanna.

Það hefur Þorsteinn Pálsson samt gert, því miður. Hann hefur því sjálfur skapað sér vanhæfi. Í nýrri grein í Fréttablaðinu fer hann langt út fyrir þau mörk sem embættismaður í hans stöðu þarf að setja sér, ekki síst í athugasemdum í garð bænda.

Þetta er því miður ekki eina dæmið. Þorsteinn hefur ítrekað skrifað fyrir ESB aðild í föstum pistlum sínum í Fréttablaðinu. Um þá sem eru mótfallnir aðild Íslands að Sambandinu notar hann iðulega uppnefnið „Evrópuandstæðingar" eins og þar fari hópur fólks sem leggur fæð á heila heimsálfu.

Framhald.:

http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/1179780/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 14:50

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er ekki í Samfylkinguna og hef aldrei kosið hana og mun aldrei kjósa hana. Svo við höfum það á hreinu Guðmundur

Það virðist vera einhver taktík hjá ykkur AMX/Náhirða gengi að gera allt til þess að tengja öll möguleg málefni við Icesave.

"þetta er Icesave ríkisstjórnin"

"þetta er Icesave ESB samningur"

og núna hefur tekist með ótrúlegum hætti að tengja framtíðarsýn bænda við Icesave. Þetta er nýja áhugamál Fuglahvísl gengisins. Að tengja allt slæmt við Icesave. 

Á næst á eftir Baugi. Allt sem er mjög slæmt en ekki slæmast. En samt nokkuð slæmt á að tengjast Baugi. "baugspenni" "baugsmiðill" "baugsfylkingin"...  gaman af þessu.

Víst þú nefnir nasista... þá getum við tekið þá umræðu. Það er greinilega að þið kappanir hafið tamið ykkur áróðurtaktík nasinsta.

Segjið bara sömu lygina aftur og aftur og að endanum fer fólk að trúa því

"Icesave er aðgöngumiði í ESB"

"Icesave er aðgöngumiði í ESB"

"Icesave er aðgöngumiði í ESB"

"Icesave er aðgöngumiði í ESB"

"Icesave er aðgöngumiði í ESB"

Sorglegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:02

10 identicon

Sleggjan og þruman.  Skil vel að þið skammist ykkur fyrir að vera tengdir við Baugsfylkinguna, og þó svo að allir geta verið sammála um hversu miklir ESB - "beturvitar" þið eruð, þá eruð þið með þeim seinheppnari sem þykist ætla að verja heiður ESB, og vonandi eru þeir ekki að ausa peningum í bullið.

Allir vita (fyrir þá utan ykkur) að "ICESAVE ER AÐGÖNGUMIÐINN Í ESB" og ætla ég að þakka ykkur sérstaklega fyrir að gefa mér tækifæri á að skýra málið aðeins betur.

Athyglisvert að jafn "lesnir" menn og þið eruð í ESB málefnum hafi misst af öllum þeim yfirlýsingum erlendra frammámanna í ESB sem og íslenskra eins og þingmanna sem segjast hafa fengið slíkt staðfest hjá breskum og hollenskum kollegum.  Og þessu "LJÚGA" þessir ESB - framámenn að ykkar viti. 

Þetta sagði stækkunarstjórinn Stefan Fülle.:

"Að vissulega væri Icesave samningar Íslands við tvö aðildarlönd sambandsins mikilvæg og tekið yrði tillit til þeirra þegar niðurstaða lægi fyrir."

Það þarf ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að skilja þessi orð hans. Annað hvort kemur ESB Icesave málið ekkert við, eða þeim kemur það við, sem er það sem stækkunarstjórinn segir.

Frétt í Vísi.is.:

"Utanríkisráðherra Hollands, Maxime Verhagen, sagði á blaðamannafundi á Spáni í morgun að Hollendingar myndu taka Icesave-málið með í reikninginn þegar ríkið gerði upp við sig hvort það væri samþykkt því að Ísland fengi inngöngu í ESB. Holland, líkt og önnur ríki, getur komið í veg fyrir að Ísland fái inngöngu í ESB".

Mbl.is 9. september 2009.:

"Olli Rehn sagðist hafa þann skilning að afgreiðsla Alþingis á Icesave-málinu nýlega hefði verið jákvætt skref. Spurður hvort vísbendingar væru um að Bretar og Hollendingar myndu leggja stein í götu aðildarumsóknar Íslands sagði hann að ríkisstjórnir þessara landa hefðu upplýst framkvæmdastjórnina um afstöðu sína og áhyggjur af málinu. „Það tengist EES-samningnum á vissan hátt og eitt skilyrði þess að halda áfram með umsóknarferlið er að Ísland uppfylli EES-samninginn.“


Jan Peter Balkenende, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, sagði í tilefni af fundi leiðtogaráðsins, að þótt Hollendingar vildu ekki koma í veg fyrir, að viðræður við Íslendinga hæfust yrðu „þeir ekki aðilar, fyrr en þeir hafa fullnægt skuldbindingum sínum gagnvart Bretum og Hollendingum.“ (Hér á hann að sjálfsögðu við Icesave)

William Hague, utanríkisráðherra Breta
, tók af skarið um að Bretar myndu beita neitunarvaldi gegn ESB-aðild Íslands nema Icesave-deilan leystist. „Íslendingar verða að viðurkenna skuldbindingar sínar,“ sagði hann. „Við munum ekki bregða fæti [fyrir að heimila viðræður] en við viljum, að ljóst sé strax frá upphafi, að Íslendingar eigi að standa við fjárhagslegar og lagalegar skuldbindingar sínar.“

os.frv...os.frv.... need i to say more...

Á þessu ættuð þið að sjá að tengingin er órjúfanleg og sennilega þykist þið ekki hafa hugmynd um tenginguna, - ólíkt þjóðinni sem hafnaði með öllu að greiða aðgögumiðann í ESB - ICESAVE.

Sorglegir beturvitar sem þið eruð.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 17:56

11 identicon

Þar sem Sleggjan og Hvellurinn eru augsýnilega í felum að sleikja sárin ætla ég að bjóða þeim upp á fleiri "sömu lygarnar sorglegu" okkar efasemdarmanna um ágæti ESB og hvað þá að samþykkja samninginn óséðan eins og ESB sinnar vilja gera í anda Icesave glæsisamnings Svavars sem stjórnvöld og stjórnarþingmenn samþykktu ólesinn.:

ESB segir Íslandi að lausn Icesave er skilyrði fyrir aðild

Vísir 18. júní 2010

Financial Times segir að ESB hafi tjáð Íslandi að landið fengi ekki aðild að ESB fyrr en búið væri að ganga frá lausn á Icesavedeilunni við Breta og Hollendinga. Þetta kemur fram í uppkasti að yfirlýsingu frá leiðtogum ESB á fundi þeirra í gærdag þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland.

Jan Peter Belkenende fráfarandi forsætisráðherra Hollands tjáði blaðamönnum á fundi seint í gærdag að Íslendingar yrðu að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum.
(Sem voru að greiða Icesave skilyrðislaust eins og þeir fóru fram á og núverandi stjórnvöld hafa sótt fast).

Þá segir í fréttinni að fulltrúar Breta og Hollendinga á leiðtogafundi ESB hafi gengið hart eftir því að í yfirlýsingu fundarins yrði skýrt og greinilega sagt að aðild Íslands að ESB yrði bundin við að lausn fyndist á Icesavedeilunni.

......

Icesave skilgetið afkvæmi ESB-umsóknar - aðlögun, skilyrði „útvötnuð“

Atli Gíslason, þingmaður, segir styrki frá ESB kaupa velvild í fræðasam­félaginu

26. mars 2011

„Icesave er skilgetið afkvæmi ESB-umsóknar, ESB hefði aldrei tekið á móti umsókn ef við hefðum ekki gefið út yfirlýsingar um að ábyrgjast Icesave,“
segir Atli Gíslason, alþingismaður, sem sagði skilið við þingflokk vinstri-grænna (VG) 21. mars, í samtali við Fréttablaðið 25. mars. Hann segir að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, hafi strax eftir stjórnarmyndun með Samfylkingunni 10. maí 2009 komið „fram með Icesave-samninginn eins og þrumu úr heiðskíru lofti“....

......

Leiðtogafundurinn: greiðsla Icesave skilyrði fyrir inngöngu

Icesave er orðið að deilu milli Íslands og ESB segir hollenzkur embættismaður

Forsætisráðherra Hollands hefur að sögn vefmiðilsins euobserver sagt, að það verði erfitt fyrir Ísland að fá inngöngu í Evrópusambandið ef Íslendingar greiði ekki Icesave til Hollendinga og Breta. Í frásögn euobserver kemur fram, að Bretar og Hollendingar hafi krafizt þess að orðalag samþykktar leiðtogafundarins gefi þetta tilkynna.


Eftirfarandi er haft eftir Stefáni Jóhannessyni, aðal samningamanni Íslands.:

„Það er augljóst, að Ísland mun standa við skuldbindingar sínar. Það er engin spurning um það.
Við erum þátttakendur í þeim viðræðum, sem standa yfir og teljum að samkomulag náist við Bretland og Holland.

Hollenzkur embættismaður sagði við sama vefmiðil, að Icesave-málið væri ekki lengur tvíhliða mál milli Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar heldur mál á milli Íslands og Evrópusambandsins.

Læt duga í bili þetta um "lygina" um að ICESAVE og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 20:48

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jæja Guðmundur.  Eða "the copy paste king" einsog ég vill kalla þig.

Þú hefur greinilega verið duglegur að lesa fréttir og um leið og þú sérð einvherja frétt þá copy þú það og paste-ar fréttina á eitthvað Word skjal. Kannksi notaru einhverja aðra leið ég veit það ekki.

En þú ert allavega með nóg af birgðum yfir fréttir sem tengja ESB og Icesave saman enda ertu búinn að vera lengi að safna.

Ég man eftir þér frá 2009 á bloggsíðu Skafta á Eyjunni. Sem sínar alveg hvar þú ert staddur í pólítik. Þú ert í Sjálfstæðisflokknum í faðmið náhyrðinni sem ber ábyrgð á AMX og Fuglahvísl og Evrópuvaktina og telur að Davíð Oddson er upphafið og endirinn. Þetta sést best á því að þú mótmæltir því aldrei þegar ég sagði að þú værir í Fuglahvísl genginu. En ég get sagt þér að ég hef aldrei kosið Samfylkinuna. Ég hef reyndar aldrei kosið neinn af fjórflokknum ef útí það er farið. Ég kaus Borarahreyfinguna seinast. Og svo Besta flokkinn í borginni.

En Guðmundur a.k.a The copy paste king. Ég á ekki svo mikið safn í einhverju wordskjali en þú fylgist með fréttum það er greinilegt. Þá áttu að vita það að ef ég hefði verið með eithvað Wordskjal opið og Copy Paste allar yfirlísingarnar sem segja að ESB og Icesave er ótengt þá væri ég með jafnvel fleiri fréttir heldur en þú.

Þú ert með margar fréttir sem stjórnmálamenn nota bara til heimabrúks. Svo vitnaru í Atla Gíslason!!!!  Það er svona svipað og ég mundi vitna í Össur sem segjir að "esb og icesvae er ótengt"   En burt séð frá þínum copy paste hæfileikum þá getum við litið af staðreyndir.

Icesave var hafðan af þjóðinni (renydar bara 60%.. 2/5 af þjóðinni vildu samþykkja) Þetta þýðir eitt stórt NEI ekki satt????   Við getum líkt þessu við aðgöngumiða í bíó víst þú ert svo mikið um að líkja Icesave við aðgöngumiða í ESB.

Þjóðin fór í bíó og æltaði að kaupa miða á Hangover 2. Þetta er fín mynd. Miðinn kostar 1200kr og þjóðin neitar að borga þá kemst hún ekki á myndina....   Hún sagði bara NEI.

Þjóðin sagði NEI við Icesave.............. EN SAMT ERU VIÐRÆÐURNAR Í FULLUM GANGI. RYNIVINNAN VAR AÐ KLÁRAST OG HIN EIGINLEGU SAMNINGARVIÐRÆÐUR AÐ HEFJAST.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 08:56

13 identicon

Sárt er að gera upp á bak þið beturvitarnir á Sleggjunni og Hvellinum sem er ekki í fyrsta skipti þegar við höfum tekist á né væntalega það seinasta.  Það að klippa/líma er afar gagnleg tækni að hægt er að sækja orðrétt efni sem snillingar blogglúðrasveitar ESB og Icesave eins og þið reynið að ljúga til um að aldrei hafi verið sögð.  Auðvitað safnið þið "orðum" framámanna ESB um að ekkert samhengi er á milli inngöngunnar í ESB og Icesave.  Það tekur "væntalega" ekki nema fáeinar mínútur með að spyrja Google, eins og tók mig að finna yfirlýsingar þessarra aðila um hið gagnstæða.  Fyrir utan að þið viljið láta líta út sem þið eruð innstu koppar í ESB og Icesave búrinu og vegna þessa með öll þau mál á hreinu.  Málið er, að beint samhengi var og er með ICESAVE og inngöngu í ESB, sem er ekki gerleg nema að þjóðin taki á sig ólögvarðar skuldir sem hún ber enga ábyrgð á, og hefur aldrei verið send yfirvöldum til innheimtu.  Hefur aldrei einu sinni verið lagður fram nokkur reikningur sem hefur verið krafiðst greiðslu á.  Hræðslan við ESB er krötum og krataaftaníossum eins og ykkur á bloggsíðu S&H um megn.  Og auðvita vinnur Baugsfylkingin bak við tjöldin með aðilum eins og Þorsteini Pálssyni og ESB samninganefndinni að koma Icesave ólögvörðum falsreikningnum inn í "ESB - pakkann" stórkostlega.

Þar sem þið sverjið af ykkur öll tengsl við Baugsfylkinguna (sem er skiljanlegt þó að ykkur er alveg óhætt að flagga stefnuskránni þeirra) þá ætla ég til gamans að leyfa mér að sverja af mér öll tengsl við eymdarflokk Sjalla sem ég hef ekki kosið í vel yfir 20 ár frekar en nokkuð annað hálfvitaframboð.  Ekki sýnist mér að nokkur breyting verði þar á í náinni framtíð þar sem að ef eitthvað er, þá fer eymdarástands flokksins versnandi.  Davíð hef ég aldrei kosið til neinna starfa en er sannfærður um að ekki á hann eftir að fá verstu eftirmæli þeirra stjórnmála og embættismanna sem stóðu í broddi fylkingar fyrir eða eftir hrun, þegar mál verða gerð upp af fagfólki en ekki pólitískum eðjótum og Baugsleigupennum.  En endilega ekki ofmeta ykkur á bloggsíðunni með að þó svo að þið berið upp á mig eða aðra einhverjar skoðanir, að ég eða aðrir nenni að svara holtaþokuvælinu í ykkur un hvaða flokka menn aðhyllast.  Mér er svo slétt sama um hvaða tengingar þið viljið reyna að fabúlera, því að það er sennilega eitt það vitrænasta sem frá ykkur fer þegar rökræður eru annarsvegar.

Þar sem þið eruð eruð býsna ánægðir með ykkar hlut í Icesave kosningunni, þá sýndi könnun að af þeim voru jafn illa við hagsmuni þjóðarinnar og ykkur og vildu endilega ganga að landráðsaðgerðum Icesave greiðslusinna, voru nákvæmlega 18% sem töldu sig vita út á hvað málið og samningurinn gekk. 82% snillinga eins og ykkur vilduð endilega greiða án þess að hafa hugmynd um út á hvað málið gekk.  Slíkt þarf ekki að undra lesandi nokkrar línur frá ykkur á bloggútstöð Baugsfylkingarinnar, sem þið auðvitað kjósið ekki.  Þið kjósið Borgaraflokkinn magnaða og Besta flokkinn. 

Segir allt sem segja þarf... 

Svona í lokin, þá hef ég óhikað bent á að Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem þjóðin stendur í þakkaskuld við, fyrir að hafa forðað okkur frá Icesave landráðtilburðum skilningslausra aðila eins og ykkar á S&H, og á að fá að njóta þess í náinni framtíð.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 13:54

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ok Framsóknarflokkurinn.   hehe. Hann er jafvel ferri en Sjallaflokkurinn.

Einkavæðing bakana klapp klapp klapp. Og eitt extra klapp fyrir Finn Ingólfssyni.

Kosningaloforð Framsóknarflokksins 2003. 90% Íbúðarlán. Í miðju góðæri. Klapp klapp klapp. Rannsóknarskýrslan sagði að það væri eitt mesta glapræði í efnahagstjórn síðan Ísalnd byggðist.

Svo toppið það Framsóknarmenn einsog þú að byrja á Kárahnjúkavirkjun. Stærsta framkvæmnd Ísalndsögunnar í MIÐRI ÞENNSLU!!.   ÞIÐ ERUÐ SNILLINGAR!!!!!!!!!! Ef framsóknarflokkurinn væri manneskja þá væri búið að svipta einstaklingnum fjárræði.

En eg vill benda þér á að það var ekki ég sem byrjaði að flokkgreina fólk. Ég sé eftir að hafa kostið Borgarahreyfinguna og Besta reyndar líkar. Það má útskýra þetta val sem andúð við fjórflokkinn. En það var ekki ég sem byrjaði að flokkgreina fólk. Þú hefur mikinn áhuga á því með því að kalla okkur Baugsfylkinguna.

En fyrir mitt leyti er Samfylkingin alltof mikið til vinstri. Sérstaklega í þessu ríkisstjórarsamtarfi þar sem VG er að draga hana alltof mikið til vinstri og annað rugl

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 14:23

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En staðreyndin er ennþá óhögguð.

Þú segjir að samþykkja Icesave er forsenda þess að gengið sé í ESB.

Það var ekki gert.

En samt er umóknin á blússandi siglingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 14:24

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef það væri þannig Guðmundur að NEI í Icesave jafngildir ekkert ESB fyrir Íslendinga. Af hverju viljið þið NEI-sinnar draga umsókn til baka.

Og eyða milljónum í áróði t.d evrupuvaktin, fléttiskiltið og að ógleymdnu heilsíðu auglýsing ungra bænda um að ESB mun senda íslendinga í herinn.

Í rauninni eigið þið að slaka á. Vegna þess að við verðum ekki hleypt í ESB útaf við samþykktum ekki Icesave.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 14:26

17 identicon

H&S.  Ég segi kjósið Framsóknarflokkinn fyrir að hafa staðið í lappirnar varðandi Icesave og þá ESB.  Ekki neinu öðru.  Þeir hagsmunir sem þeir verja og vörðu eru stærri en nokkrir aðri sem hafa komið á borð flokkanna. 

Lesa frá innmúruðum og þeirra sem þekkja til málsins, í stað þess að vera enn ein gasprandi vonabíin sem augljóslega hafa ekki nein tengsl við raunveruleika spilltra stjórnmálamanna sem eru að selja þjóðina inn í ESB.  Málið er aftur á móti að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki inn, sumir vilja skoða "pakkann" og taka ákvörðun þá og svo eru takamarkaðir Baugsfylkingarleppar með Jón Ásgeir fremstan í flokki sem þurfa ekki að skoða í neinn pakka og kunna hundruð þúsunda reglugerðafarganið utan af og skilja til fullnustu dýrðina.  Nefni engin nöfn... en hverju ætli valdi því að meirihluti íbúa sæluveraldar ESB er ósáttur við veruna og telur hana af hinu illa, sem og meirihluti þeirra sem þurfa að notast við evruna telja hana vera verri kost en þeir höfðu áður ...???  Eða vita íslenskir "sófasérfræðingar" eins og H&S betur en sannanlegir sérfræðingar ESB landanna sem þurfa að búa í hamingjuveröldinni ....  ????   

Þetta má sjá á Eyjan.is þessa stundina.:

Icesave verður greitt hvort sem Pétur Blöndal er á vaktinni eða kominn í koju

Björn Valur telur ljóst að Íslendinga þurfi að greiða Icesave hvort sem Pétur Blöndal stendur keikur eður ei

„Niðurstaða málsins er einföld: Icesave-skuldin verður greidd að fullu eins og Pétur veit rétt eins og allir aðrir. Það hefur aldrei annað staðið til. Breytir þar engu um hvort Pétur verður áfram á vaktinni eða kominn í koju.“


Svo mörg eru þau orð Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, á vef sínum í dag um þau ummæli Péturs Blöndals í morgunþætti Bylgjunnar að þjóðin gæti prísað sig sæla fyrir að hafa hafnað lögum um Icesave.

Óþægileg tímasetning - ekki satt.... ???

Umsóknina á að draga til baka og láta þjóðina ákveða í beinum kosningum hvort hún hafi áhuga á að fara í aðlögunarferlið sem fylgir ummsóknarbeiðni.  Það má gerast daginn eftir.  Það þarf að tryggja að engin í samninganefndinni er "dauðvona" ESB fíkill eins og td. vesalings formaður hennar, Jóhanna, Össur og Þorsteinn Páls, því það er öllum ljóst að engin þessara aðila mun bera hagsmuni þjóðarinnar framar sínum og ESB og enginn þeirra mun samþykkja að þjóðin fari ekki inn og þeir um leið slíkir lúserar að hafa ekki getað sannfært hana um ágæti dýrðarheimsins.  Við höfum reynslu af glæsisamningnum Icesave 1 og mannvitsbrekkunum sem lögðu sína takmörkuðu æru undir hann.  Endanleg niðurstaða á að vera hjá þjóðinni en ekki hjá Baugsfylkingunni sem hafnaði alfarið því að kosningin yrði bindandi heldur yrði hún aðeins leiðbeinandi.  Og hverju skildi nú valda ...  ????  Við þekkjum öll hvernig Baugsfylkingin hefur hagað sér eins og td. í Icesave, svo það verður ekki vandamál hjá þessu rusli að ganga snúa út úr því sem áður hefur verið gefið í skin og sagt.  Athugaðu Össur með nýjustu uppákomu varðandi undanþágur varðandi fiskveiðilögsöguna.  Það þarf að tryggja að engin samningamaður, stjórnmálamaður, flokkshestar eða tengdir þeim geti á nokkurn hátt hagnast á inngöngu eins og með störfum eða nokkrum fjárveitingum, bitlingum frá ESB, - hvort sem verður farið inn eður ei.  Það er sjálfsagt að fylgjast vel með hvort og þá hvenær hagsmunir þjóðarinnar eru þess eðlis að þátttaka er fýsileg.  Það á að gera með óflokkstengdum sérfræðingahóp sem síðan myndi annast samningamál ef að yrði en ekki spilltasti stjórnmálaflokkur sögunnar þar sem forsætidráðherrann og meira og minna allir þingmenn flokksins þyggja styrki (mútufé eins og Mörður fullyrðir) af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Björgólfsfeðgum og banka og auðrónahyskinu.  Flokksrusl sem á líf sitt undir að fara inn hvað sem það kostar og þá skipta hagsmunir þjóðarinnar ekki nokkru máli frekar en í Icesave.

Nenni ekki í sandkassann þinn um að ætla mér að verja einkavæðingu banka þá eða nú sem þótti ansi góð á þeim tíma.  Aftur á móti er ég ekki viss um að í kaupsamningum hafi staðið að bankana væru glæpamenn að kaupa og þá ætti að ræna innanfrá.  Hvorki þá eða þá nú ... en að vísu er það allt í felum.  Eða eruð þið með útskrift á slíku..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 15:34

18 identicon

Man enginn eftir þeim kratísku góðærisloforðum um ódýrar baunir og kjet sem til yrðu við inngöngu í EES og aðild að gatt. Þá reið feitustum klárnum Jón nokkur Hannibalsson og árið var 1994.

Áróðursmaskína DV undir Jónasi var þar vel virk í stuðningi.

Tískan snýr ætíð aftur, og það er alltaf auðvelt fyrir áróðursfólk að beina spjótum sínum að minnihlutastétt. Á einum stað í tíma voru notaðir gyðingar, núna eru það bændur.

Tók annars einhver eftir því hver verðhækkun bænda varð 2008-2009 þegar rekstrarvörur þeirra hækkuðu um 50-80%? Held ekki....

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband