Merkel: meiri samruni evru-ríkja er nauðsyn

Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði í viðtali í dag að aukin samruni sé Evrópusambandinu nauðsynlegur til að bjarga evrunni. Í endursögn Financial Times á viðtali við Merkel í þýsku sjónvarpi

In order to ensure its stability, and promote greater competitiveness for the weaker eurozone members, closer co-operation among the eurozone partners was necessary, she added. “We must be more integrated.”

Aðeins 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru með evru sem lögeyri. Aukinn samruni evru-ríkja er neyðarráðstöfum til að bjarga evrunni. Harla ólíklegt er að þau tíu ríki sem standa utan evru-samstarfsins muni taka þátt í samrunaþróuninni, einkum þar sem allsendis óvíst er hvort samruninn muni bjarga evrunni.

Þjóðverjinn Jens Weidmann hjá Evrópska seðlabankanum vekur athygli á því að engin einföld lausn er á gríska vandanum. Lækkun grískra skulda breytir engum lélega samkeppnishæfi gríska efnahagskerfisins.

Evrópusambandið mun skiptast upp í tvennt á næstunni. Annars vegar Evrulandið með 17 þjóðríkjum og hins vegar jaðarríkin tíu. 

Jaðarríkin eru meðal annarra Bretland, Danmörk og Svíþjóð. Á meðan Evrulandið reynir að ná tökum á fjármálaóreiðunni munu jaðarríkin halda að sér höndum og kemur ekki til hugar að gefa upp gjaldmiðil sinn fyrir kviksyndi evrunnar.

Engar líkur eru á því að evru-svæðið nái tökum á ástandinu á skemmri tíma en fimm til tíu árum. Samrunaþróunin sem er forsenda þess að bjarga evrunni mun gerbreyta Evrópusambandinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband