Sunnudagur, 17. júlí 2011
Grískt ákall um þýska peninga
Grikkir vilja að Þjóðverjar borgi upp skuldir gríska ríkissjóðsins. Þjóðverjar streitast á móti vegna þess að þeir vita að skeri þeir Grikki úr evru-snörunni krefjast Írland og Portúgal sömu kjara. Álengdar standa Spánn og Ítalía með stórar skuldir og lága framleiðni.
,,Evrópa vakni," segir forsætisráðherra Grikklands en það er fegruð krafa um þýska niðurgreiðslu á grískum lífskjörum.
Þjóðverjar græða á evrunni en ekki nógu mikið til að halda uppi fölskum lífskjörum í Suður-Evrópu.
Evran er pólitískt verkefni sem Evrópa hefur ekki efni á.
Erfið vika framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krónan er pólitískt verkefni sem Ísland hefur ekki efni á!?
Valgeir (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 20:22
Allir fjármálaheilar Evrulanda rýna í stöðuna. Evruna skal verja,en vandinn eykst, þegar fleiri stórskuldugar þjóðir eru í uppnámi,eins og Spánn og Ítalía, spurning hvort hægt sé að beita Sikileyjar-vörn.
Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2011 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.