Sunnudagur, 17. júlí 2011
Björgvin þekkir dómsmorð en ekki þjóðargjaldþrot
Björgvin G. Sigurðsson var sex ára þegar Geirfinnsmálið stóð sem hæst, árið 1976. Björgvin G. var 38 ára viðskiptaráðherra þegar honum var sagt af fjármálaráðherra Bretlands að Ísland stefndi í þjóðargjaldþrot.
Björgvin G. fór á tónleika með Sex Pistols kvöldið eftir fund með fjármálaráðherra Bretlands.
Björgvin G. er ekki beinlínis þekktur fyrir sterka dómgreind.
Telur að taka eigi Geirfinnsmálið upp að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mér er skítsama um dómgreind björgvins g. en ég er algerlega sammála honum um að það eigi að taka þetta mál upp aftur.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 14:45
Þessi pistill segir svo mikið í fáum orðum. Spannaði tvær áttundir undurfagurra tóna, í hljómkviðu,ætti samt að túlka hvað allt er hér rammfalskt. Er þetta hægt.
Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2011 kl. 15:07
Já þessi pistill segir svo mikið í fáum orðum.
Opinberar til dæmis ógeðfellt viðhorf höfundar gagnvart sér yngra fólki.
Og sýnir að dómgreind skánar ekki endilega með aldrinum, fyrst menn á sextugsaldri geta líka verið haldnir svona lágkúrulegum fordómum.
Páll Vilhjálmsson var krakki þegar Geirfinnsmálið stóð sem hæst, árið 1976.
OG HVAÐA MÁLI SKIPTIR ÞAÐ EIGINLEGA???!!!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2011 kl. 16:29
Sannleikurinn er sár, Guðmundur.
Villi Vill (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 16:51
Villi Vill: Talaðu fyrir sjálfan þig. Sannleikurinn svíður þeim sem í lyginni lifa.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2011 kl. 17:17
Fyrirsögnin er kjarni málsins ... og sönn ..
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 20:10
Guðmundur, þú lítur út eins og kona á þessari mynd. Vildi bara benda þér á það. Gætir kannski kallað þig Guðmundu...
Bóbó (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 22:53
Björgvin G. er lýðskrumari. Illugi Jökuls og Bubbi Morthens eru í sama gírnum. Lélegir.
Steinarr Kr. , 17.7.2011 kl. 22:54
Bóbó: þú lítur út eins og.... nei viti menn, þú hefur hvorki manndóm til að gefa upp fullt nafn né sýna þitt rétta andlit. Miðað við það sem við getum séð af þér hérna þá gætirðu allt eins verið kona. Til hamingju með sjálfsmarkið.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2011 kl. 23:16
Málið er að Björgvin hefur haft ansi langann tíma til að sinna þessari hugsjón sinni að taka upp Geirfinnsmálið. Það að hann skuli koma með einhverjar yfirlýsingar rétt eftir að Sævar deyr bendir sterklega til þess að hann sé að slá sig riddara á kostnað Sævars. Hvar var hann þegar Sævar var að berjast fyrir þessu? Þetta mál er kolsvartur blettur og það er fullseint fyrir þingmenn að leika einhverjar hetjur núna.
Björgvin var með bankana á sínum snærum sem viðskiptaráðherra þegar þeir hrundu. Hann tók sér frí frá þingmennsku á meðan alþingi tók ráðherraábyrgðina fyrir og mætti svo aftur eins og saklaust fórnarlamb þegar vinstri flokkarnir voru búnir að fórna Geir Haarde fyrir lýðinn.
Hann sagðist ekki ætla láta þessa reynslu gera sig að bitrum manni heldur nýta hana til að gera sig að betri manni. Hvílíkt fórnarlamb.
Björgvin G. er atvinnustjórnmálamaður sem kann að tala og tala án þess að segja nokkuð. Hann á eftir að ná langt í Samfylkingunni. Sorglegt en satt.
Pétur Harðarson, 18.7.2011 kl. 08:16
Guðmundur hver var það sem var að tala um að sannleikurinn svíður? Ég var bara benda þér á þá staðreynd að þú lítur út eins og kona á þessari mynd. Ekki viltu lifa í lygi? Svo er náttúrulega ekkert að því líta út eins og kona svo sem...
Bóbó (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 23:44
Já varstu að meina að ég væri sætur? Takk kærlega. Bóbó.
Ég lifi ekki í lygi þó þér finnist þetta ekki góð mynd. Þú virðist ekki gera greinarmun á staðreyndum annars vegar og skoðunum þínum hinsvegar.
Svo er nátturúlega ekkert heldur að því að líta út eins og... ...
hakakross inni í öðrum hakakrossi???
Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.