Föstudagur, 15. júlí 2011
Evran gerbreytir Evrópusambandinu
Ef gjaldmiðlasamstarf 17 ríkja Evrópusambandsins heldur velli verður það aðeins á þeim forsendum að ríkin komi sér saman um stóraukna miðstýringu á efnahagskerfum evru-ríkjanna. Þau tíu lönd sem eru í Evrópusambandinu en eru ekki í evrusamstarfi munu endurmeta afstöðu sína til samstarfsins.
Ekkert þeirra tíu ESB-ríkja sem standa utan evru-samstarfsins er með á dagskrá að taka upp evruna. Ríkin munu bíða og sjá hverju fram vindur í Evrulandi.
Það ræðst á næstu fimm til tíu árum hvort Evrulandi verði bjargað. Ef samstarfið um evruna springur tekur það skemmri tíma.
Hvort heldur sem er dettur engum óbrjáluðum að stökkva upp í evrusamstarf ríkja sem fjármálaráðherra Ítalíu líkti við ferð Titanic.
Þjóðaratkvæði um evruna frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
æj það verður örugglega hræðilegt að þurfa að hafa hemil á sukki stjórnmálamannana. nu mega stjórnmálamenn ekki vera óvitar í fjármálum.
slæmar fréttir.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 11:14
Tad er mikid audveldara ad sja i gegn um sukk og svinari politikusa med islenska kronu. Kronan er litill og gagnsær gjaldmidill sem fellur hradar og hleypur upp verdbolgu tegar politikusar standa sig verr og lofa upp i ermi sina.
Evran eda annar alika gjaldmidill felur vandamalin tar til tau verda ofvaxin.
Svoleidis er nu tad.
jonasgeir (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 11:31
Athyglisverður punktur hjá jonasgeir. Held þetta sé rétt hjá honum.
Alfreð K, 15.7.2011 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.