Fimmtudagur, 14. júlí 2011
Björn Bjarnason, Jón Ásgeir og endurkoma auðmanna
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sætir stöðugum árásum frá Jóni Ásgeiri Jóhannssyni fyrrum Baugsstjóra og meðreiðarsveina hans. Jón Ásgeir á sterk ítök í atvinnulífinu einkum í gegnum Baugsmiðla, Fréttablaðið og Stöð 2.
Í gegnum fjölmiðlaveldi sitt og með stuðningi umræðuvaka eins og Eyjunnar og Pressunnar, sem Björn Ingi leppar fyrir auðmenn, mun Jón Ásgeir reyna endurkomu til valda og áhrifa í íslenskt samfélag.
Alþingismenn, sem nú sitja á þingi, eru margir hverjir auðkeyptir til fylgilags við auðmenn enda með hrunverðmiða á sér.
Björn Bjarnason er aftur á móti ekki til sölu.
Hefur ekki fengið kæru frá Jóni Ásgeiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einfaldur sannleikur;
Þeir sem reyndu að senda Icesave reikning á almenning = Auðmannaklíkan á móti almenningi.
Björn tók ekki þátt í slíku ásamt fleiri góðu fólki. ...Sem betur fer.
jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 19:16
þetta er að verða eins og blautur draumur hjá þér páll að bb eigi einhverja endurkomu mögulega á hið pólitíska svið.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 19:16
Friðrik, þú staðfestir ótta Baugsfylkingarinnar við að óspilltur þungaviktarmaður takist á við Jóhönnu, Össur, Steingrím J. og kó.
Páll Vilhjálmsson, 14.7.2011 kl. 19:20
Blessunarlega styttist í kosningar. Þá mun nytsömum sakleysingjum, og öðrum ekki eins saklausum, verða mokað út. Allir þeir sem seldu sál sína auðmönnum skulu hverfa af sviðinu. Við þurfum að hreinsa til á Alþingi. Hitt er annað að tvö er langur tími. Hugsið ykkur skaðann sem áróðursmeistarar auðjöfranna gera á meðan.
Helgi (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 19:46
Heill og sæll Páll; líka sem og - aðrir gestir, þínir !
Páll !
Var okkur ekki kennt; í fyrndinni, að í upphafi skyldi endi, skoða ?
Björn Bjarnason; var - og hefir verið, í breiðfylkingu þess liðs, sem kom óþverrum - eins og Jóni Ásgeir Jóhannessyni, og öðrum áþekkum, á þá stúfa, sem dugðu til, að koma hlutum í það far, sem hér varð - og er.
Ekki minnist ég þess; að Björn Bjarnason, hafi látið stakt orð frá sér fara, í gagnrýni - hvað þá; öðru, að starfsháttum Bónus feðganna, þegar þeir kepptust við (1989 - og síðar), að grafa undan Kaupfélögunum, svo og Kaupmanna verzlunum Reykjavíkur - sem annarrs staðar, ágæti drengur.
Verður ekki; að gæta samkvæmni allrar, þegar einum er hossað, að óverð skulduðu - á kostnað annarrs óverðskuldaðs, eins og í samskiptum Björns Bjarnasonar og Frjálshyggju safnaðar hans, gagnvart ofurgræðgi Jóhannesar Jónssonar, og sonar hans ?
Með beztu kveðjum; sem jafnan áður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 20:08
Í Baugsmálinu var fótgönguliðum glæpalýðsins att gegn stjórnvöldum og lögreglu.
Þar kom fyrst fram að auðmenn höfðu tekið völdin í landinu og nýtt við það miðla sína og stjórnmálamenn sem þeir höfðu keypt.
Astandið hér er ekkert skárra en í Bretlandi.
Þar hafa menn hins vegar afl og kjark til að taka á vandanum.
Hér er spillingin meiri.
Og aumingjaskapurinn algjör.
Rósa (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 20:14
Jón Ásgeir hefur meira og minna alla Samfylkingarþingmennina og Samfylkingarráðherrana í vasa sínum. Það upplýstist fyrir nokkru að þeir hefðu þegið "styrki" (mútur kallar samfylkingarþingmaðurinn Mörður Árnason slíkt, en að vísu hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokks) frá Jóni Ásgeiri og Baugi.
Fremst í flokki slíkra "styrkþega" fer forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir ásamt þeim Árna Páli Árnasyni sem var uppvís fyrir skömmu að hafað þegið "sérfræðingslaun" frá stjórnvöldum meðan hann var starfandi þingmaður og síðan Katrín Júlíusdóttir sem einnig hefur þegið "styrki" frá þessum alræmda auðróna. Fyrir utan þess hafa flestir þingmenn Samfylkingarinnar ásamt þessum 3, þáð samskonar "styrki" frá Icesave feðgum, Björgólfunum.
Líklegast eru uppgefnar greiðslur aðeins toppurinn á ísjakanum miðað við uppljóstrun Landsbankastjórans við Rannsóknarnefnd alþingis að samfylkingin hefði lagt fast að "styrkgreiðendum" að greiða þá inn á aðra reikninga en samfylkingin var skráð fyrir. Ásamt uppákomum þegar stórir "styrkgreiðendur" gerðu athugasemd við birt bókhald flokksins þegar þeirra var ekki getið.
Feluleikir, óheilindi og hreinar lygar þekkja allir frá Samfylkingunni og þar fer forsætisráðherra fremst í flokki.
Hvar í veröldinni finnst slíkt bananalýðveldi sem sætti sig við að forsætisráðherra, ráðherrar og þingmenn hefðu þegið "styrki" frá svo sannanlega grunuðum mestu glæpamönnum hrunsins og dæmdum glæpamönnum...???
Hið nýja Íslands fyrstu hreinu vinstristjórnar, - sér um sína.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 20:14
Kratismi skoffein sem varð til við samræði austantjaldskommúnista og vestur kapítalista skelfileg úrkynjuð blanda af svikum og tækifærismensku þrífst helst í hinni gömlu evrópu.
Örn Ægir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 21:05
Það er öllum sama um hvað Björn segir en verður skelfilegt þegar hans líkar komast að kjötkötlunum aftur. Svo eru allir þessir pistlar hans skrifaðir á kostnað almennings sem heldur honum uppi skv. eftirlaunafrumvarpi sem Björn samþykkti sjálfur. Milljón kall kostar hann almenning á mánuði eða fern mánaðarlaun BSRB fólks.
Einar Guðjónsson, 14.7.2011 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.