Bretland mun standa utan Stór-Evrópu

Til að bjarga evrunni verður að búa til sambandsríki, Stór-Evrópu, sem samhæfir atvinnustefnu, efnahagsmál og félagslöggjöf aðildarríkja. Núverandi evru-lönd, sem eru 17 talsins, munu mynda Stór-Evrópu ef að líkum lætur.

Stór-Evrópa mun ekki ná til ríkja eins og Bretlands og Svíþjóðar og tæplega Danmörku. Í þessum löndum er rík tortryggni gagnvart samrunaþróun álfunnar.

Daniel Hannan er breskur íhaldsmaður, situr á Evrópuþinginu og gagnrýnir þaðan samrunaferlið. Hann ráðleggur flokksbróður sínum, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands að gera kaup kaups við Evrópusambandið.

Gegn því að Bretland styðji nauðsynlegar breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, til að liðka fyrir fyrstu drögum að Stór-Evrópu, ætti  Cameron að krefjast þess að fá tilbaka valdheimildir frá Brussel. Gefum Hannan orðið

Britain should aim to resume control over those areas of policy which do not impact directly on other EU states: taxation, immigration, employment law, social policy, agriculture and fisheries, foreign affairs and defence, the interpretation of human rights.

Í reynd er Hannan að lýsa Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland ætti að bjóða Bretland velkomið þangað.


mbl.is Segir ESB færast í átt til sambandsríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum að taka Írland með okkur í Norður Bandalagið, mögulega Skotland líka og alveg örugglega Shetlandseyjar og eyjarnar þar um kring, sem er fólk sem samsamar sig Norðurlöndunum mun meira en Bretlandi. Síðan er spurningin að horfa Vestur, og jafnvel Austur. Norðurbandalagið þýðir ekki = Norðurlöndin. Trúðu mér, við erum á leiðinni.

Norðurbandalagssinni (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Síðan hvernær er Skotland ekki í Bretlandi?

Það er ótrúlegt að heyra hörðustu Icesave-ESB NEI sinna að bjóða Bretlandi velkomið í einhvern klúbb með okkur.   

Nýlendukúgarana sjálfa (ykkar orð)

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 16:07

3 identicon

Skotland hefur aldrei verið í Bretlandi, svona til að fræða minna lærða.  Þrátt fyrir það er Skotland auðvitað í Stóra-Bretlandi.

Skotar hafa eigin löggjöf að hluta til enn í dag og eigin seðla, þó margir Skotar vilji aukið sjálfsstæði frá nýlendukúgurunum.. hehe. :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 19:13

4 identicon

hmmm. Daniel Hannan er áhrifalaus í U.K. og í Íhaldsflokknum og raun eru Bretar í hreint stórfenglegum fjárhagsvandræðum eftir stjórn Labour, það á að skera niður hið opinbera um 25%.

Raunar boðaði forsætisráðherra íhaldsmanna í Bretlandi, forráðamönnum Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur (að vísu fékk okkar forstætisráðherra að fljóta með) og hugmyndin er að breyta efnahagskerfinu í átt að hinu skandinavíska, þótt sú frétt hafi nú ekki farið hátt í Morgunblaðinu eða í íslenskum fjölmiðlum.

Gunnr (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband