Þriðjudagur, 12. júlí 2011
Össur og fréttamaður Stöðvar 2 saman í spuna
Tilraunir Össurar utanríki og Þorbjörns fréttamanns á Stöð 2 að hanna umræðuna um aðildarumsókn Íslands verða æ hjákátlegri. Í kvöld heitir það að Össur hafi ,,sent sína menn" til Póllands að hraða viðræðum við Evrópusambandið.
Evrópusambandið hefur ítrekað sagt að hraðinn á viðræðunum ráðist af íslenskum stjórnvöldum. Timo Summa sendiherra Evróusambandisins á Islandi sagði það skýrt og skorinort s.l. vetur í blaðaviðtali.
Í sama viðtali taldi Summa eðlilegt að samningsmarkmið Íslands yrðu kynnt almenningi - en það hefur ekki verið gert.
Þorbjörn fréttamaður á Stöð 2 er duglegur að áróðrinum fyrir Össuri. En betur má ef duga skal.
Athugasemdir
Nei nei ,ekkert að kynna það fyrir alþjóð, þótt maður sé í spreng,og geti ekki lengur haldið í sér.Láta það bara gossa Össur,það slettist bara á Summa.
Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2011 kl. 23:37
Samfylkingin og baugsmiðlar vinna náið saman ásamt öðrum miðlum sem reknir eru með þýfi úr útrásinni að því að blekkja þjóðina og véla hana inní evrópusambandið allt var þettað fleiri ár í undirbúningi og er nú í fullum gangi moggin gerir þeim lífið leitt.Samfylkingi vinnur náið með þeim sem rústuðu Íslensku samfélagi efnahagslega efnahagsböðlum evrópusambandsins baugi og co hér eru fullkomin landráð í gangi
Örn Ægir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.