Samfylkingin undirbýr landráð

Innganga Íslands í Evrópusambandið fæli í sér að hluti íslenska ríkisins færi undir erlend yfirráð. Samkvæmt Lissabonsáttmála Evrópusambandsins yfirtekur sambandið fiskveiðilögsögu aðildarríkja, en íslenska ríkið fer með þá lögsögu. Ástæða er að rifja upp lagagreinina um landráð í almennu hegningarlögunum.

 86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

 

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræða yfirtöku erlendra aðila á hluta islenska ríkisins, þ.e. fiskveiðilögsögunni. Á fundi með Merkel játar Jóhanna að ræða skilyrði fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Eitt helsta markmiða fundarins var að kynna samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Jóhanna segist hafa farið sérstaklega yfir sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin á fundi með kanslaranum, til að sýna henni fram á sérstöðu Íslendinga. Þetta telur Jóhanna mikilvægt vegna sterkrar stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins.

Jóhanna hefur ekki heimild til að ræð það við erlent yfirvald hvort hluti íslenska ríkisins skuli framseldur undir erlend yfirráð.

Ef fram heldur sem horfir verða Össur og Jóhann dregin fyrir landsdóm sökuð um landráð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála.

Jón Valur Jensson, 12.7.2011 kl. 16:27

2 identicon

Þettað eru eðlilega landráð sem verið er að fremja hér það er ekki spurning og stjórnarandstaðan er alveg steingeld heyrist varla múkk frá þeim ,alþingi virðist vera leynt og ljóst meira og minna sýkt af esb veirunni sannfærður um að það er búið að múta einhverjum þingmönnum

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 16:31

3 identicon

Með lygum og svikum stjórnmálastéttarinnar Vg og Samfylkingar og hlutdrægni Rúv í fréttaflutningi er verið að véla landið inní evrópusambandið og búið að lofa starfsmönnum stjórnaráðsins góðum störfum í Brussel og m.fl.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 16:44

4 identicon

Einhver hópur þyrfti að taka sig saman með aðstöð lögspekinga og kæra þettað lið fyrir landráð

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 16:49

5 identicon

Aumingjaskapur Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu er með eindæmum.  Á pari við eymdina og aðhaldsleysi Baugsfylkingarflokksins og VG fyrir hrun þegar þeir flokkar áttu að veita þáverandi stjórnarflokkum aðhald, sem síðan var toppað af Baugsfylkingunni þegar hún loksins komst í stjórn í að greiða götu auðróna og bankstera.   Baugfylkingin lét setja í stjórnarsáttmál hrunstjórnarinnar áskvæði sem mun vera einsdæmi í sögunni.  Þar er rætt um "alþjóðlega þjónustustarfsemi," þar á meðal fjármálaþjónustu sem segir orðrétt.:


"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi."


Það var krafa Baugsfylkingarinnar að yrði sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála hrunsstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask til annarra landa.

Getur málið verið eitthvað skýrara... um leið og Baugsfylkingin kannast ekki einu sinni við að hafa tekið þátt í stjórnun landsins fyrir hrun.... ?????

Því miður er almenningur ekki betur að sér í málum, að vita þá einföldu staðreynda að ekki ein fyrirspurn eða umræða var á Alþingi þar sem stjórnarandstaðan lýsti yfir áhyggjum eða nokkrum efasemdum um útrásar og bankastarfsemina sem var í gangi.  Ekki ein einasta.  Og svo þykist þetta þingrusl stjórnarmeirihlutans ætla að geta kennt öllum öðrum um en sjálfum sér að standa ekki vaktina.  Sennilega er það að taka vinstri þöggunina og aðhaldsleysið sem vakir fyrir Bjarna Ben og dauðyflum Sjálfstæðisflokksins, svo þau geti kennt öðrum um allt tjónið sem þessi hörmungar stjórn hefur valdið þjóðfélaginu. 

Ný föt ... sama röddin...!!

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 17:08

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég reikna með að Páll orðhákur sé að reyna að koma sér í frítt fæði og húsnæði í nokkur ár..

Svona málflutningur náttúrulega dæmir sig sjálfur og þann sem hann stundar.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.7.2011 kl. 17:35

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er nátturulega ekki orðið í lagi og ég held að viðkomandi ætti að hugsa sinn gang og leita aðstoðar.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.7.2011 kl. 17:37

8 identicon

Komið þið sælir; Páll - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Jón Ingi Cæsarsson !

Hvergi; er nokkru ofaukið, í lýsingum Páls - sem annarra merkra, á níðings hætti ''Samfylkingar'' þeirrar, sem verðskuldar sömu örlög, og hinn svo nefndi ''Sjálfstæðisflokkur'' hérlendis, ætti að hljóta - líkt og samkunda Rauðu Khmeranna (1975 - 1979), austur í Kambódíu, á sinni tíð, ágæti Eyfirðingur.

Þú ættir; að viðurkenna fyrir sjálfum þér - sem okkur öðrum samlöndum þínum, þanka vonda - sem villu göngu, gagnvart landi og lýð og fénaði öllum, Jón Ingi.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 17:48

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kúl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2011 kl. 18:01

10 identicon

Ætli allt gystirými hins opinbera verði ekki fullt af pólitískum lúserum úr Baugsfylkingunni eins og mannvitsbrekkunni kunnu Jón Ingi Cæsarson sem voru ansi duglegir að bera landráð upp á fyrrum ráðmenn í kostulega hlægilegri baráttu sinni fyrir að þjóðin yrði gerð ábyrg flokkseigenda sinna Baugsfylkingunni, með að klína þeirra skuldum Icesave upp á þjóðina, með þeim hlálega árangri eins og raun ber vitni.

Sigurður Líndal lagaprófessor tók fretkarlinn og áhrifamann í Baugsfylkingunni - Jón Baldvin Hannibalsson og gjörsamlega leysti niðr um og rassskellti opinberlega í grein og þá ma. um þessar landráðakenningar Baugsfylkingarmanna.:

"En Jón Baldvin hefur kosið að taka sér stöðu með harsvíruðustu öflum í Bretlandi, með Brown forsætisráðherra og Darling fjármálaráðherra í fremstu röð, sem láta einskis ófreistað að knésetja íslenzku þjóðina. Og þetta gerir hann af slíkum ákafa að hann skirrist ekki við að styðja mál sitt við uppspuna og ósannindi málstað þeirra til stuðnings. Hér verður að hafa í huga að maðurinn er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands og sendiherra sem hafði þá æðstu starfsskyldu að gæta hagsmuna Íslands."

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi.

En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

Og í fyrsta sinn treyst gamli fretkarlinn Jón Baldvin sér ekki til að reyna að svara fyrir sig.  Það er einsdæmi þegar hann er annars vegar .  Allir vita að þetta var nákvæmlega kjarninn í málfluttningi varðhundum Baugs eins og pólitíska vonabísins Jóns Inga og samkvæmt færslu fyrir skemmstu er hann fastur í sama haugnum.  En er Jón Ingi ekki örugglega búinn að greiða sinn hluta skuldar auðrónanna sem hann segist bera alla ábyrgð á..???  Eða er hann eins og hinir lúserar Baugsfylkingarinnar sem segja eitt og gera annað..??  Þetta er jú aðgangseyrinn í ESB og varla hefur nokkuð breyst með það ....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 18:13

11 identicon

http://youtu.be/SswJzHcHM1o

Iceland decides

The majority of Icelanders have no wish to join the EU

Skoðið þettað á youtube!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 18:21

12 identicon

@ Jón Ingi C.

Ég held að þú ættir bara að reyna að átta þig á þessum gríðalega þunga og miklu reiði sem býr í orðum Páls um meint "Landráð" Samfylkingarinnar.

Þessi ESB umsókn sem keyrð er áfram af offorsi af Samfylkingunni einni flokka með 20 til 24% fylgi þjóðarinnr og ekki einu sinni me stuðningi allra sinna stuðningsmanna fer freklega og algerlega fram gegn stærstum hluta þjóðarinnar.

Þettt hroðalega mál hefur sundrað og klofið þjóðina meir og verr enn nokkrar náttúruhmafarir frá Landnámu !

'tlarðu ekki að skilja þetta að ætlarðu enn að ala á sundurlyddisfjandanum sem þessi ESB arfavitlausa ESB umsókn hefur kallað yfir þjóðina.

Ertu ekkert að fatta þetta að þjóðin mun aldrei, ALDREI samþykkja landssöluna og eftirgjöfina í þessu úrtöluliði sem þú hefur tekið þér svo einarða stöðu með !

Áttaðu þig á alvöru málsins !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 19:00

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér eru fleiri atriði sem geta hugsanlega átt við aðildarferlið:

87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis ... í því skyni ... að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins... þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki ... hlutist til um málefni [íslenska ríkisins] ... skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

91. gr. Hver, sem kunngerir... við óviðkomandi... ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

En allt þarf þetta að hefjast hjá Ögmundi:

97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að ráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll meðferð sakamála.

Vanræki ráðherra skyldu sína til að framfylgja landslögum þegar um augljós brot er að ræða, þá hlýtur það að vera eitthvað til athugunar fyrir landsdóm.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2011 kl. 19:32

14 identicon

Til fróðleiks;Forn merking orðsins er einfaldlega ráð yfir landi eða stjórn. Í Heimskringlu segir meðal annars: "Gunnhildur móðir þeirra hafði mjög landráð með þeim" og er þar átt við að Gunnhildur konungamóðir hafi farið með stjórn ásamt sonum sínum. Í sömu heimild er einnig að finna vísi að þeirri merkingu sem við notum orðið í núna. Í Heimskringlu eru Svíakonungi eignuð þessi orð:

Hann svarar þunglega um sættina en veitti jarli átölur þungar og stórar um dirfð þá er hann hafði gert grið og frið við hinn digra mann og lagt við hann vináttu, taldi hann sannan að landráðum við sig, kvað það maklegt að Rögnvaldur væri rekinn úr ríkinu......

(tekið af vísindavef)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:00

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mig undrar hversu lítil umræða hefur farið fram um brot ríkisstjórnarinnar á 19. grein stjórnarskrárinnar.

Þegar búið var að nauðga gegnum Alþingi samþykkt um aðildarumsókn, sumarið 2009, rituðu forsætis og utanríkisráðherra undir umsóknina og hún svo send með hraði til Svíþjóðar sama dag. Ekki mátti tapa mínútu, svo mikið lá á!

19. grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo:

Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

Varla þarf nokkur að efast um að umsóknin er stjórnarerindi. Bar þá ríkisstjórninni ekki skylda til að fá undirskrift forsetans á umsóknablaðið áður en það var sent út?

Er umsókn okkar um aðild að ESB kannski ekki löggild?

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2011 kl. 20:13

16 identicon

Vill kannski Jón Ingi Cesarson að Esb aðild verði staðreynd með aðeins kannski vilja 25 til 30% þjóðarinnar.

Hinir verði algerlaga andvígir og á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðslan á ekkert a´ð verða bindandi að kröfu samfylkingarinnar ! Myndi þá kannski hlakka í þér ?

Það myndi alla vegana enn gera sundurlyndisfjandannn verri og illviðráðanlegri.

Ég hugsa að ástandið yrði síst skárra en það hefur verið í Norður Írlandi undanfarinn mannsaldur eða svo !

Það væri kannski kjöraðstaða Sundurlyndis-Samfylkingarinnar - Janfnaðamannaflokks Íslands - Eða hitt þó heldur !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:24

17 identicon

Getur ekki hinn almenni Íslendingur kært þettað landráðalið

sem með lygum og svikum er að véla með sjálfstæði landsins eða þarf Ögmundur eða starfandi dómsmálaráðherra að taka þettað upp hjá sjálfum sér?

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:25

18 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Því er þetta lið ekki stoppað- áður en það selur sjálfstæði okkar ? 2 fífl ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.7.2011 kl. 20:28

19 identicon

Valdimar Sameúlsson hefur bloggað um meint lögbrot stjórnvalda hvað varðar sviksamlega aðlögun þjóðarinnar að ESB í boði Baugs og Baugsfylkingarinnar.  Það er kostulegt að sjá inngöngusinna reyna að spyrða auðmenn við andstöðu að inngöngunni, þegar það er öllum ljóst að auðrónarnir sem fóru fremstir í hruninu með bankagangsterunum eru allir harið inngöngusinnar í ESB, og meðal annars halda úti nánast öllum fjölmiðlamarkaðnum til að reyna að heilaþvo þjóðina.  En árangurinn lætur heldur betur standa á sér eins og allar kannanir hafa sýnt.

Hér má lesa skrif Valdimars undir fyrirsögninni.:

"Hvaða lög brutu þau Ráðherrarnir Össur og Jóhanna.  Það voru 14 greinar samtals vegna ESB sem fyrnast ekki svo glatt" 

... þar sem hann rökstyður með ágætum margföld brot stjórnvalda á landslögum í þessum dæmigerða heimska farsa jafnaðarmanna.

http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:50

20 identicon

Það er meira en nóg komið gagnvart þessu landsölu- og úrtöluliði sem einu nafni kallast "Landráðahyski" það er forysta Samfylkingarinnar.

Ef heilaþvegnir einfeldningar og trúboðar eins og Jón Ingi Cesarson sjá ekki hvurslags sundurlyndisfjanda þeir eru að innleiða hér með þessu ESB trúboði sínu þá er sko algerlega fjandinn laus í þessu þjóðfélagi !

En þetta lið kann ekki að bakka eða taka tillit til skoðana neinna nema sjálfs síns ! Sama hvað !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 21:23

21 identicon

Leigupenni Björns, Styrmis og Davíðs
Hjörleifs og Ragnars Arnalds

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 22:43

22 Smámynd: Björn Birgisson

Sérdeilis skemmtileg og málefnaleg umræða. Takk fyrir!

Björn Birgisson, 12.7.2011 kl. 23:29

23 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Björn Birgisson !

Bjóst þú; við öðru, Ísfirðingur knái ?

Vandamálið (Evrópusambandið) eltir okkur; allt þar til, tekist hefir, að uppræta það - líkt; og fyrirennara þess, Þriðja ríkið (1933 - 1945), ágæti drengur.

Með; hjálp að austan (frá Asíu), eða þá, með rotnun þess (ESB) sjálfs, innanfrá.

Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum, fyrri /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 00:20

24 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta stendur þarna í lögunum

og það er ekki upp á punt.

Sama er með landráðagreinina sem brotin var 

við gerð samninganna um icesave.

Hafi verið ástæða til að ákæra Geir Haarde 

þar sem refsiheimildirnar eru alveg í þoku. 

Þá er morgunljóst að ákæra verður þau

Össur, Steingrím og Jóhönnu

þar sem refsiheimildirnar liggja alveg á hreinu.

Það er því ljóst að þau verja ellinni í fangelsi

Jón Ingi Cesarsson.

Reyndu svo góði, einu sinni að koma með einhver rök.

Það væri skemmtileg tilbreyting.

Viggó Jörgensson, 13.7.2011 kl. 00:53

25 Smámynd: Björn Birgisson

Nú felast landráðin í skyri, ostum og fiski og lækkandi verðlagi til neytenda

Skelfing er maður vitlaus! Það rann upp fyrir mér í kvöld að ráðamenn allra 27 meðlimaþjóða ESB eru auðvitað sekir um landráð og landsölu!

Hvernig gat þetta gerst?

Landsdómur þjóðanna hlýtur að vera rauðglóandi!

Eins gott að við notum sakleysingjann Geir Hilmar Haarde sem tilraunadýr!

Ísland er komið á útsölu! Fyrstir koma, fyrstir fá!

Tími landráðamannanna er að renna upp!

Rétt eins og þegar við gengum í Sameinuðu þjóðirnar  og NATO!

Nú felast landráðin í skyri, ostum og fiski og lækkandi verðlagi til neytenda.

Það má aldrei verða!

Aldrei!

Björn Birgisson, 13.7.2011 kl. 01:42

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skelfing er maður vitlaus! Það rann upp fyrir mér í kvöld að ráðamenn allra 27 meðlimaþjóða ESB eru auðvitað sekir um landráð og landsölu!

Já skelfing eru menn vitlausir að átta sig ekki á því að hér er verið að tala um íslensk lög sem gilda bara alls ekkert í þessum 27 meðlimaþjóðum ESB. Þau gilda hinsvegar á Íslandi og þau er verið að brjóta. Gróflega.

Svona útúrsnúningar eins og hjá þér Björn sýna bara eitt: að þér er sama um það hvort stjórnvöld fara eftir landslögum eða ekki. Gangi þér vel í framtíðinni með þetta viðhorf.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 01:56

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alveg laukrétt svar hjá þér, Guðmundur.

Björn minn, elsku hjartans vinurinn, kynntu þér þetta:

Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds!

Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 02:02

28 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, ég les hvorki þig beint, né þínar tilvitnanir.

Björn Birgisson, 13.7.2011 kl. 02:16

29 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Ásgeirsson, séu hér lög brotin, skaltu kæra. Það er ekkert flókið  fyrir rétthafa sannleikans að gera það. Hæstiréttur ehf mun alltaf standa með þér! Láttu bara vaða! Endilega!

Björn Birgisson, 13.7.2011 kl. 02:25

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gakktu bara með bundið fyrir augun, ef þér líður betur þannig, Björn.

Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 02:27

31 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, hvers konar þvaður er þetta? Ég sé. Ég heyri og ég skynja ágætlega án þinnar hjálpar! 

Björn Birgisson, 13.7.2011 kl. 02:45

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málið er, að þú VILT EKKI SJÁ!

Segðu mér annars: Eigum við að læra af reynslu Breta af ESB?

Eða eigum við að bora hausnum í sandinn eins og strúturinn?

Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 04:34

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Getur verið að þú sért með sand á bak við eyrun, Björn minn?

Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 04:35

34 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Björn rúllar hér yfir erkiafturhaldið JVJ með miklum léttleika.. ESB aðild gerist bara með vilja þjóðarinnar.. sem sagt ef meirihluti þjóðarinnar samþykkir samningin.. er þetta of flókið fyrir ykkur treggáfuðu nei-menn ?

Óskar Þorkelsson, 13.7.2011 kl. 16:58

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upptekinn; svara seinna.

Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 18:02

36 Smámynd: Elle_

Lapþunnt, Óskar.  Og rangt.  Sótt var um ÁN samþykkis þjóðarinnar.  Það verður ekkert síður skrifað undir fullveldisafsal og landrán ÁN aðkomu og þar með ÁN samþykkis þjóðarinnar.  Okkur finnst það ekki neitt flókið þó það flækist óendanlega fyrir ykkur landsölumönnum.

Elle_, 13.7.2011 kl. 22:29

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig veiztu, að við sem segjum NEI við fullveldisafsali til ESB, séum "treggáfuð", Óskar? Ertu sálfræðingur sérhæfður í greindarprófum?

Annars þarf ég varla að svara hér, Elle gerði það ágætlega.

En ég stórefast um að Björn sé neinn valtari, a.m.k. tók ég ekki eftir því, að hann hefði í einu né neinu "rúllað yfir" mig.

Svo er nú tilvalið að benda þér á það, Óskar, að þjóðin vill hætta við þessa umsókn Össurargengisins. En hún á víst ekki að fá að ráða að ykkar mati, Samfylkingarlufsanna, ekki frekar en farið var að óskum þjóðarinnar um að fá að ganga til þjóðaratkvæðis um það sumarið 2009, hvort sækja ætti um þessa "inngöngu".

Mep óbilgirni sinni virðast Össur, Steingrímur og Jóhanna ætla sér að koma enn á ný í veg fyrir vinstri stjórnir hér í a.m.k. tvö kjörtímabil að loknu þessu.

Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 22:53

38 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Birgisson, 13.7.2011 kl. 23:06

39 Smámynd: Elle_

Elle_, 13.7.2011 kl. 23:19

40 Smámynd: Björn Birgisson

"Með óbilgirni sinni virðast Össur, Steingrímur og Jóhanna ætla sér að koma enn á ný í veg fyrir vinstri stjórnir hér í a.m.k. tvö kjörtímabil að loknu þessu."

Svona á þetta að vera!

Björn Birgisson, 13.7.2011 kl. 23:26

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, rétt, Björn. Athæfi núverandi vinstri stjórnar er búið að koma fylgi hennar niður í um 1/3 þjóðarinnar. Verkfælni hennar og afglöp eru víti til varnaðar ... í kjörklefum komandi ára.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 00:13

42 Smámynd: Björn Birgisson

Sérhver afglöp eru víti til varnaðar! Ríkisstjórnar eða annarra!

Björn Birgisson, 14.7.2011 kl. 00:37

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú lízt mér á þig. Þú ert kannski hættur að verja ríkisstjórnina!

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 00:44

44 Smámynd: Elle_

Næstu 500 árin væri hæfilegt.

Elle_, 14.7.2011 kl. 00:49

45 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Jón Valur, nú líst þér ekki á mig!

Björn Birgisson, 14.7.2011 kl. 00:54

46 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JVJ, treggáfuð eruð þið ef þið skiljið ekki að ESB verður ekki samþykkt nema með samþykki þjóðarinnar.. ofríki er það sem þið viljið með því að meina fólki um að fá að kjósa sér kjarabætur.. ef NEI vinnur þá mun verða viðvarandi fólksflótti frá eyjunni okkar og framtíðin svipuð og hjá Falklandseyjum.. halelúja

Óskar Þorkelsson, 14.7.2011 kl. 04:26

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við vitum það, sem þú virðist ekki vita, Óskar, að evrókratarnir og vinstri meirihlutinn á Alþingi í júlí 2009 FELLDI tillögu um, að þjóðaratkvæðagreiðsla um endanlegan "aðildarsamning" skyldi vera bindandi. Þau FELLDU þetta, og reyndu ekki að halda því fram hér, að sú afstaða hafi verið meiningar- eða innihaldslaus af þeirra hálfu. Evrókratar voru greinilega að koma málum svo fyrir, að þeir geti haldið því fram, að þeir séu EKKI lagalega bundnir við að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Svo læturðu hér eins og hver annar falskur kjarabaráttumaður, sem vill fá fólk til að treysta einhverju, sem það fái með "aðild" varðandi kjarabætur, þótt ekkert sé þar í hendi og fyrst yrði að inna af hendi árlegt aðildargjald, vart minna en 12-14 milljarða, áður en nokkur kjarabót gæti reiknazt út, en skattaálagning í ESB fer mjög sennilega hækkandi með síauknum umsvifum þess. Og stöðugleiki evru er enginn, það er ljóst af núverandi ástandi, og vaxtalækkun kemur ekki með óskhyggju um að taka upp gjaldmiðil, sem kannski verður ekki lengur til, þegar til á að taka! (Þar að auki eru bankavextir mismunandi í evrulöndum og yrðu alltaf eitthvað hærri hér vegna smæðar markaðarins.)

Þú horfir ekkert í hrikalegt fullveldisframsalið, þar sem allt æðsta löggjafarvald yrði hrifsað af okkur og sett, samkvæmt sjálfum aðildarsamningnum, undir vald ESB-stofnana: ESB-þingsins í Strassborg og Brussel og ráðherraráðsins í Brussel. Í því ráðherraráði færum við með 0,06% atkvæðavægi frá 1. nóv. 2014, og þér virðist vera alveg sama! – Á þá íslenzka þjóðin að telja þig sinn mann, sinn málsvara?!

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 11:01

48 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Nafni minn; Þorkelsson !

Áður; en þú tekur að fordæma Jón Val, og okkur aðra; andstæðinga Þýzk- Frakkneska öxulsins enn frekar, fyrir afturhald - ættir þú að skoða betur, samsetningu Evrópusambandsins, ágæti drengur.

ESB er; eins konar eftirhreyta Þriðja ríkisins (1933 - 1945), svo og gömlu Sovétríkjanna (1922 - 1991), séu innviðir reglugerða- og pappíra bákns þess, skoðaðir nánar.

Þannig að; þig skyldi ekki undra, þó andstaða manna sé aukin, sem vaxandi, við nánari upplýsingu, um þetta yfirgengilega skrifræðis bákn.

Þess utan; er Evrópusambandið, ein fremsta leppríkja samstæða Bandarísku Heimsvaldasinnanna, nr. I raunar, eins og við blasir, í ýmsum Heimshlutum, svo sem.

Hins vegar; er ág algjörlega ósamstíga Jóni Val, í afstöðunni til trúar - og trúarbragða almennt, en það er svo aftur, á allt öðrum meiði, óskyldum þessum; vitaskuld.

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:02

49 Smámynd: Elle_

Ekki er nokkur leið að skilja hvað þú ert að fara, Óskar Þorkelsson.  Og ekki er það vegna heimsku okkar hinnar, þú hefur ekkert sem styður mál þitt. 
1.  Landflóttinn er löngu hafinn og mun ekkert lagast við yfirtöku erlends valds yfir landi okkar. 
2.  Hvaða kjarabætur??  Við verðum rukkuð fyrir að fá að vera undir yfirstjórn EU-sins.  Þar fyrir utan er bæði fiskur og landbúnaðarvörur ekki dýrari á Íslandi, heldur ódýrari. 
3.  Þú ert erlendis, er það ekki, að verja steingeldan og stórhættulegan flokk Jóhönnu sem þú hefur væntanlega ekki orðið að upplifa sjálfur.  Það ættu að líða 1000 ár þar til þau komast aftur til valda og þá verður þessi ömurlegi flokkur löngu steindauður.

Elle_, 14.7.2011 kl. 14:30

50 Smámynd: Elle_

Æ, ég veit no. 3 orðaðist skringilega í lokin og það var óviljandi en þið vitið hvað ég meina, nema samfylkingarliðið að sjálfsögðu: Það lið ætti aldrei aftur að komast til valda.   

Elle_, 14.7.2011 kl. 14:38

51 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Elle; kæra fornvinkona !

Jú; það síðast ég vissi, dvelur og starfar, hinn mæti nafni minn,, Þorkelsson með Austmönnum (Norðmönnum), og vel get ég unnt honum þess, þar sem hann var forsjálli en við Elle mín, að hverfa á braut í tíma - eða annarrs, hefði hann þurft að grípa til vopna, líkt; og við okkur blasir, sem eftir erum hér, á því Skrattaskeri, sem Ísland er að orðið, fyrir tilverknað glæpa lýðs, ALLRA flokka, svo; fram komi.

Hvað; ''Samfylkinguna'' snertir, mætti kasta félögum hennar, til framtíðar dvalar, suður í Þanghafinu - eða þá öðrum áþekkum stöðum, mín vegna. Væri; góð viðvörun, fyrir gerpi hinna flokka ræksnanna, fornvinkona góð.

Nafni minn; Þorkelsson er alls endis ómeðvitaður, um þær sálar - sem aðrar kvalir, sem við nú upplifum, að hafa glottandi glæpaýðinn valsandi fyrir ásjónum okkur, dagana langa, Elle mín.

Það er nú; Andskotans verkurinn, gott fólk !

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 14:53

52 Smámynd: Óskar Þorkelsson

@elle.. sko ég sagði VIÐVARANDI fólksflótti.. þú ert að sanna mitt mál með tregðuna ;)

@ JVJ þá er það nú svo þótt þú kjósir að ljúga um staðreyndir að ESB samþykkir ekki land inn í ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu..

@ Nafna, ég komst að því sem mig hafði grunað lengi að landar mínir eru almennt liðleskjur sem vilja láta taka sig í þurrt rassg AFTUR og AFTUR og finnst það gott.. svo ég snáfaði í burtu í annað sinn og það endanlega.

Óskar Þorkelsson, 14.7.2011 kl. 18:05

53 Smámynd: Elle_

Ég veit hvað þú sagðir.  Og eins og ég sagði er fólksflóttinn löngu hafinn.  Með öðrum orðum hefur verið VIÐVARANDI og mun ekkert lagast meðan Jóhönnuliðið er við völd=FÓLKSFLÓTTINN ER VIÐVARANDI. 

Elle_, 14.7.2011 kl. 22:12

54 Smámynd: Elle_

Og þú fórst burt endanlega, segirðu.  Í guðs bænum haltu þig þá frá okkar fullveldismálum sem koma þér ekki neitt við.

Elle_, 14.7.2011 kl. 22:16

55 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar, ég lýg engu um þetta ESB þitt, og ég hélt og held því ekki fram, að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verði, ef Össurargenginu tekst að fara svo langt með þetta hörmulega mál* að gera s.k. aðildarsamning () við Evrópusambandið.

En ég vitnaði til afstöðu þessa fólks sjálfs, þegar það FELLDI af hörku tillögu um að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði höfð bindandi.

Raunar ætti að krefjast aukins meirihluta fyrir öllu, sem varðar framsal fullveldis eða innlimun/inngöngu í erlent ríki -- 75% meirihluta.

Svo máttu gæta betur að talsmáta þínum.

* Já, þetta er hörmulegt mál og brýtur sjálfa stjórnarskrána og stefnir að því að leggja fullveldisákvæði hennar og helztu ávinninga okkar í þjóðréttarlegum efnum allt frá árinu 1918 í rúst. Þetta var hörmungarmál hjá Norðmönnum, en þeir sluppu fyrir horn. Hjá okkur væri það enn hörmulegra, enda yrði vægi okkar margfalt minna þarna en Norðmanna, og við erum margfalt háðari fiskveiðum sem grundvallar-gjaldeyrisskapandi atvinnuvegi heldur en Norðmenn.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 23:27

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa:

... s.k. aðildarsamning (inngöngusáttmála) við Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 23:29

57 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vondar fréttir fyrir nei sinna:

Staðreyndin er sú að ESB umsóknin er á blússandi siglingu og ekkert hefur tafið hana. Nú hefur rýnivinnu lokið og hinar eiginlegar samningsviðræður eru hafnar. Eftir þær mun lyggja fyrir samningur sem þjóðin mun kjósa um.

Ekkert hefur stoppað og mun stoppa þetta ferli.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 11:07

58 identicon

Komið þið sæl; sem oftar !

Sleggju Hvells; garmur !

Hvernig má það vera; að þú (eða þið), skulir ekki vera löngu fluttir, í dásemdina, suður í Brussel ?

Þar; (annað, en hér á Íslandi, og víðar) er víst svo lítil spilling, að hún mælist vart. Ekki; nema nokkrum Milljörðum króna, varið í glasa veizlur - og gleðifundi, þeirra Barrosó´s, að sögn, árlega.

Fyrir nú utan; hefðbundið hvítflibba sukk, þar syðra.

Þó; vafalaust, sé það hlutfallslega ekki minna, svínaríið, hér heima á Íslandi, jafnframt, hjá opinbera hyskinu, hérlenda.

Með sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 12:04

59 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við erum ekki harðir ESB sinnar.

En viljum fá að sjá samninginn. Svo fær þjóðin að ráða.

Ég veit að lýðræðisástin hjá Heimsýn og félögum er ekki mikil. En þjóðin hefur síðasta orðið.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 12:37

60 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Sleggja og Hvellur !

Við þurfum ekki; að sjá neina ''samninga'', við Evrópsku nýlenduveldin.

Ísland er; Norður- Ameríkuríki, og ætti því - sem lönd annarra Heimsálfa, að gjalda varhug miklum, við Refshætti Brussel skunkanna.

Til þess eru vítin; að varast þau. Manstu, Comecon, þeirra Sovétmanna - og leppríkja þeirra, til dæmis ?

En endilega; farðu að finna þér tilveru, í faðmi Barrosó´s og Rumpuy´s !

Með; sízt lakari kveðjum, en öðrum áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband