Utanríkismál þjóðarinnar gerð að innflokksmáli Samfylkingar

Í byrjun mánaðar sagði Össur utanríkis að Ísland þyrfti ekki á undaþágu frá sjávarútvegsstefu ESB að halda og dró ummælin síðan tilbaka. Í vikunni fer Jóhanna Sig. forsætis til Þýskalands að ræða við kanslarann þar um samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambandinu.

Hvorki Össur né Jóhanna gera íslensku þjóðinni grein fyrir samningsmarkmiðum Íslands og fara þau skötuhjú með utanríkismál þjóðarinnar eins og þau séu innanflokksmál Samfylkingarinnar.

Hér verður að láta staðar numið og setja stopp við óverjanlegum stjórnarháttum.

 


mbl.is Spyr hvort Merkel viti meira en Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta leikskipulag ríkisstjórnarinnar er farið að minna á karlalandsliðið okkar í fótbolta. Ráðleysi, stefnuleysi, reynsluleysi og skortur á áhuga. Endar bara á einn veg - við töpum leiknum. Eina sem við getum gert núna er að halda þetta út og vona að við fáum betri þjálfara eftir næstu kosningar.

Jón Flón (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 11:53

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er þessi samningsmarkmið nýjasta tromp heimssýnar... á eftir hvort við erum í "aðlögun" eða ekki.

Sorglegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 15:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Sleggjan og Hvellurinn" eru ekki tveir strákar, heldur fjórir, sennilega allir að guttast í "Evrópufræðum" svokölluðum.

þeir horfa alveg fram hjá því, að ríkisstjórnin átti að vera bundin ákveðnum markmiðum. Ég er ekki fylgjandi neinu af þessu, en þau áttu þó að vera ákveðnar skorður og viðmið. Össur hagar sér hins vegar eins og hann hafi frítt borð til að gera hvað sem er og hefur þó ekkert umboð til þess frá þjóðinni.

Það er argasta ósvífni, að þrátt fyrir að fyrst hafi verið byrjað á því að fá sýndar-réttlætingu fyrir "umsókn um aðild" að erlendu stórveldi með því að leggja fram skilgreind markmið í utanríkismálanefnd Alþingis, m.a. um vald okkar yfir fiskimiðunum, þá fari síðan spraðurbassi í ráðherrastól úr til Brussel og segi þar, að við viljum engar sérlausnir né undanþágur frá reglum ESB um sjávarútvegsmál !!

Þetta er ekkert háð Heimssýn né því, til hvers sá félagsskapur ætlast, Sleggja og Hamar!

Jón Valur Jensson, 12.7.2011 kl. 15:58

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við erum í MS fræðum. Þ.e master of science.

Við færum aldrei að nema svona tilgangslaus fræði einsog evrópufræði. Við hvað ætlaru að vinna?

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 16:15

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er sorglegt er fullkomið virðingarleysi meintra stjórnvalda á Íslandi gagnvart lögum og reglu. Eina ráðið þegar löglaus stjórnvöld hafa rænt völdum er að hrifsa þau til baka og koma á nýrri stjórn sem virðir lög og reglur.

Umræðan um samningsmarkmið er ekki eitthvað "tromp Heimssýnar" heldur er það uppátæki algjörlega á einsdæmi Samfylkingarinnar og fylgisnata hennar að vera að pukrast í feluleik með það hver samningsmarkmiðin eru í raun og veru. Þessi umræða myndi ekki eiga sér stað ef stjórnvöld og samninganefndin væru opin og heiðarleg í sínum störfum, í stað þess að villa sífellt um fyrir fólki.

Málflutningur sem gengur út á að gera lítið úr þeim sem leyfa sér að benda á glapræðið og hin stórfelldu svik sem eru í gangi, er hinsvegar það sem er sorglegast. Það er afskaplega sorglegt þegar fólki finnst það eitthvað léttvægt að stjórnvöld skuli fara fram af fullkominni vanvirðingu gagnvart lögum og reglum, að hugsa þannig en búast svo við því að sömu lög og reglur komi þeim sjálfum til varnar þegar á reynir, er barnaskapur og tvískinnungur.

Lögin eru ekki síður til að verja okkur fyrir stjórnvöldum, heldur en hitt. Stjórnvöld eru ekki lögin, heldur ber þeim að fylgja lögunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2011 kl. 16:44

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvernig spyrðu Páll?

Jóhanna og Össur 

ætla embættismönnum ESB 

að semja fyrir okkur samningsmarkmiðin

eins og annað. 

Viggó Jörgensson, 12.7.2011 kl. 19:20

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það verður kosið um samninginn í þjóðaratkvæðisgreiðslu. þegar samningurinn lyggur fyrir.

samningsmarkmiðin sjálf skiptir ekki höfuðmáli. deila um keisarans skegg mundi ég segja. 

að setja fram einhver ákveðin samningsmarkmið er bara að gefa heimssýn fólk vopn í hendur.

svo ef samningsnefndin nær ekki ákveðnu samningsmarkmiðið 100% þá verður það notað af heimsýn mönnum í gríð og erg til að blekkja almenning. spunin er það mikil í þessum samtökum.

samningsnefndin mun reyna að ná sem bestu samningi fyrir land og þjóð... það er það sem skiptir máli.   

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 19:31

8 identicon

En ótrúlegur spuni þarna síðast - Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 19:31.  Kosning sem er ekki bindandi skiptir engu máli. Hvað þarf að benda þér á þetta oft? Samfylkingin hefur ekkert umboð til að vera í viðræðum við Evrópusambandið um Ísland. Geturðu ekki farið að skilja þetta þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá mörgum?

Ólafur (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 02:37

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ríkisstjórnin mun fara eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu. það er gefið. þrátt fyrir að hún sé ekki bindandi. það væri pólítiskt sjálfsmorð að fara gegn þjóðaratvkæðisgreiðslu. ég sé það ekki einusinni fyrir. VG eru á móti. þetta er bara bull og rugl hjá þér

xs hefur umboð fyrir viðræðunum vegna þess að meirihluti alþingis samþykkti það.

skil ekki hvað er vandamálið ólafur.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2011 kl. 10:22

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Umboðið" var veitt með þeim hætti sem braut stjórnarskrána.

Strákurinn á bak við "Sl. og Hvell." er hins vegar ESB-sinni ...

Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 11:17

11 identicon

Hvað ætlar þú strákstauli - Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2011 kl. 10:22 - að segja mörgum út um allt blogg að þeir fari með bull og rugl? Þú ferð með bull og rugl. Samfylkingin framdi pólitískt sjálfsmorð fyrir löngu og er samt enn þarna sem fastast svíkjandi þjóðina. Samfylkingin gerir bara það sem Samfylkingin vill og vinnur ekki í umboði þjóðarinnar í Evrópumálum og óteljandi öðrum málum. Samfylkingin vildi Icesave, ekki þjóðin.

Ólafur (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 11:57

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ólafur.

Ég veit ekki betur en Steingrímur J barðist harðast fyrir Icesave t.d með Ingimund og Svavar Gestsson. Enda var það á hans könnu. Það er rétt að XS börðust líka fyrir samningnum. Og XD reyndar líka (þeir greiddu já).

"þeir fari með bull og rugl? Þú ferð með bull og rugl."  menn sem tala svona eru ekki svaraverðir.

Jón Valur   það er rétt að ég er ESB viðræðusinni. en ég verð fljótur að fella lélegan samning.

En þú ert á móti ESB sama hvað. Flestir vita hvar þú stendur. Elskar verðtrygginguna, tollana á landbúnaðarvörur, hærri verð og krónuna með sínum háu vöxtum og höftum.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2011 kl. 12:24

13 identicon

Hver er ekki svaraverður hér nema þú sjálfur? Hver er það sem sakar alla um að fara með bull og rugl og kemur ekki með nein rök sjálfur? Hver er það sem sakar andstæðinga Evrópusambandsins um að vera öfgamenn meðan Samfylkingarumsóknin sjálf og þeir sem að henni standa og styðja eru með mestu öfgarnar? Finndu einhvern annan til að bulla við.

Ólafur (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband