Þorsteinskenning um hlutverk Sjálfstæðisflokksins

Mesta niðurlæging í gervallri sögu Sjálfstæðisflokksins fór fram fyrir opnum tjöldum haustið 2008 þegar Samfylkingin krafðist þess að Sjálfstæðisflokkuirnn héldi landsfund um Evrópumál. Sjálfstæðisflokkurinn laut vilja Samfylkingar og uppskar eins og til var sáð; fyrirlitningu fyrir veiklyndi og var í beinu framhaldi varpað á dyr í stjórnarráðinu.

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins veit hvernig það er að vera vísað á dyr. Þorsteinn var forsætisráðherra haustið 1988 þegar Jóni Baldvini Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokks og guðföður Samfylkingar, og Steingrími Hermannssyni leiddist vingulshátturinn og ráku Þorstein og Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn. September 1988 er önnur aumasta stund Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Pálsson er eins og klárinn sem leitar þangað sem hann er kvaldastur. Í Fréttablaðinu ákallar hann stuðningsmenn sína að fylkja liði og stefna að stjórn með Samfylkingunni.

Þorsteinn veðjar á að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins sé svo aum að innan að hún kaupi völd hvaða verði sem vera skal. Undirliggjandi í málflutningi Þorsteins er að Bjarni Benediktsson formaður gekk erinda Samfylkingar og vinstrimanna þegar hann studdi Icesave-málið - og hvers vegna ekki að ganga alla leið og bjóða Samfylkingunni upp á ríkisstjórnarsamstarf.

Kjósendur veittu Sjálfstæðisflokknum ráðningu síðustu kosningar. Forysta flokksins lærði ekkert af þeim kosningum. Að því leitinu hefur Þorsteinn Pálsson rétt fyrir sér.

Þorsteinskenningin hljómar svona í stuttri samantekt: Höldum Bjarna Ben. sem formanni og minnkum Sjálfstæðisflokkinn til að Samfylkingin verði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það yrði skelfilegt ef esb - trúarbragðaflokkurinn yrði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Þorsteinn Pálsson er lélegast formaður Sjálfstæðisflokksins og er í dag eingöngu talsmaður þess flokks sem hann situr í umboði í esb - nefndinni.

Því miður hefur BB ekki náð sér á strik og því er alveg ljóst að nýr formaður verður kosinn í nóv nema BB geri eitthvað róttækt og bretti upp ermarnar á næstu vikum

Óðinn Þórisson, 10.7.2011 kl. 11:41

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

'Oðinn...Bjarni Ben getur aldrei leitt Flokkinn..

Vilhjálmur Stefánsson, 10.7.2011 kl. 11:59

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hélst að Þorsteinn væri löngu genginn í Samfylkinguna.

Það það hefur ekkert verið skúrað í Valhöll í nokkur ár.

Stór hluti þingliðs Sjálfstæðisflokksins þarf að hætta

ætli flokkurinn að halda áfram að vera breiðfylkingin 

stétt með stétt.

Viggó Jörgensson, 10.7.2011 kl. 15:48

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og svo þarf að skúra í Samfylkingunni og Vinstri grænum. 

Út með lygara og loddara úr íslenskum stjórnmálum.  

Öðru vísi mér áður brá.

Undanfarið hefur mest verið skrubbað í framsóknarflórnum.

Viggó Jörgensson, 10.7.2011 kl. 15:53

5 identicon

Nú vill Þorsteinn Pálsson koma Íslandi inn í Evrópusambandið eftir að hann gerðist hirðmaður eigenda Samfylkingarinnar Baugsmanna, en hafði ma. þetta að segja við Morgunblaðið og kom fram í fréttpistli fyrir nokkru.:

“Þorsteinn Pálsson telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.

Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.

Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið. Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.

“Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Ég held að íslenskir sjómenn myndu aldrei sætta sig við að ákvarðanir um möskvastærð og friðunaraðgerðir með lokun á ákveðnum veiðisvæðum yrðu settar undir valdið í Brussel. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði,” sagði Þorsteinn Pálsson.”

.

Hefur Þorsteinn skýrt hvað hafi breyst varðandi ESB..??? Eitthvað annað en að hann fór að ganga erinda Baugsfeðga og flokksins þeirra - Samfylkingarinnar…???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 15:54

6 identicon

Það er sögulegt hlutverk Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um fullveldi þjóðarinnar. Hann var stofnaður til þess að slíta sambandi við Dani og tryggja sjálfstæði íslenskrar þjóðar. Lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 1944. Nú þegar Evrópa er að sameinast í eitt ríki er mikilvægt sem aldrei fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn standi vörð um fullveldi Íslands.

Hallur Hallsson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband