Seðlabankastjóri: krónan betri en evran

Evran er misheppnuð hönnun, segir Már Guðmundsson seðalbankastjóri í viðtali við Dow Jones, og verður ekki bjargað nema með stóraukinni miðstýrðinu efnahagskerfa þeirra landa sem hafa evru að gjaldmiðli.

Aðildarsinnar hafa löngum klappað þann stein að við verðum að ganga í Evrópusambandið til að fá evruna.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og sérstakur skjólstæðingur Jóhönnu Sig. og Steingríms J. er búinn að blása evruvæðingu íslensks hagkerfis út af borðinu.

Það liggur við að maður vorkenni aðildarsinnum.


mbl.is Ísland snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er Már komin á dauðalista Baugsfylkingarinnar ESB .... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 17:19

2 identicon

Hér er brot úr fréttinni :

The well-known long-standing issue between Iceland and the EU is the fishing industry. But privately, EU diplomats have warned in recent months that Iceland was wavering on its commitment to join the Union as its economy starts growing again--by 2.2% this year, according to the International Monetary Fund--for the first time since the crisis.

The sovereign-debt crisis roiling the monetary union could make the 320,000-people nation even more cautious about adopting the euro, outweighing advantages stemming from a less-volatile currency environment.

"Being a member of the euro-area would result in a more stable economy," Mr. Gudmundsson said. But, on the other hand, "There are design failures in both the EU and the euro zone, and they were revealed by the crisis," he said.

Sem sagt: Seðlabankastjóri sagði: ef Ísland væri hluti af evrusvæðinu væri hagkerfið stöðugra. Hins vegar eru hönnunargallar bæði í ESB og evrusvæðinu eins og kreppan hefur leitt í ljós.  Þetta er mjög fróðlegt. Már Guðmundsson gjörþekkir fjármálakerfi/bankakerfi Evrópu. Við skulum vona að hann útskýri fljótlega nákvæmlega við hvað hann á.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 17:32

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrafn, með fullri virðingu fyrir þekkingu Seðlabankastjóra; er það ekki rétt munað að hann hafi alla sína starfsreynslu frá Noregi? Þ.e. frá sjónarhóli "utan-evru-ESB-ríkis"?

Kolbrún Hilmars, 9.7.2011 kl. 18:48

4 identicon

Aumingja sósíal teknókratarnir.  Spilaborgin er hrunin.  Eða í það minsta svo sem.

Hvernig getur Már haldið því fram að aðild myndi stabilísera um leið og hann segir að Euro sé ónýtt?  

Ekki nema stabiliseringin sé eymdarvæðing.  Stabílt ömurlegt ástand.  ...Það er auðvitað það venjulega sem gerist þar sem teknókratar og sósíalistar ráða.  

Það er bara svoleiðis.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 18:51

5 identicon

Breytir engu fyrir ESB fíklana.  Þeir voru heldur betur rassskelltir þegar framkvæmdastjórn ESB viðurkenndi að engin ríkisábyrgð á Tryggingarsjóð innistæðu og fjármagnseigandi átti, mátti né var á vegna Icesave frekar en annarra bankaviðskipta.  Það breytti nákvæmlega ekki neinu.  ESB fíklarnir sem hafa sem hæst hér, fullyrða að framkvæmdastjórn ESB hafi ekki hugmynd um hvað þeir værur að segja.  Quislingarnir vissu mun betur. 

Már hafði einungis starfað í Sviss áður en forsætisráðherrann braut allt það sem hún hafði lofað varðandi ráðninguna og var staðin að enn einum lygunum, sem virðist ætla að verða eitt að því sem henni verður sérstaklega minnst fyrir í sérstaklega aumum starfsferli.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 19:08

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er beinlínis orðið pínlegt að horfa upp á.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2011 kl. 19:37

7 Smámynd: Elle_

Hvað ætli Jóhanna hafi ekki oft haldið fram um víða veröld í þýðingu Hrannars að við ættum að fara inn í Evrópusambandið til að geta tekið upp Evru?  Og eins fjarstæðulegt og það nú hljómar að rústa fullveldinu fyrir Evru.

Elle_, 9.7.2011 kl. 19:38

8 identicon

Kolbrún Hilmars, 9.7.2011 kl. 18:48

http://www.suerf.org/download/council-cv/gudmundsson.pdf

jkr (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 19:42

9 Smámynd: Sveinn Ingi Garðarsson

Má virðist mér vera þokkalega skynsamur stjórnsýslumaður og velur að benda frekar á vandkvæði á fjarlægum slóðum nærri gamla Konstantínnópel frekar en að benda fingri á kjósendur. Ísland úr Golfstrauminum og hestinn heim var slagorð Sólskinnsflokksins í gömlu góðu dag með bjórbanni og allt...

Sveinn Ingi Garðarsson, 9.7.2011 kl. 23:28

10 identicon

Már starfaði við Alþjóða greiðslubankann í Basel í Sviss(BIS) og var þar á (líklega) tvöföldum launum Seðlabankastjóra. Þaráður aðaðhagfræðingur Seðlabankans.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 00:14

11 identicon

Már mun hafa verið aðalhugmyndafræðingurinn að baki þeirri peningamálastefnu sem rekin var hér á landi frá 2001-2008 og krónunni er nú kennt um.

Einar (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 10:30

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,"Being a member of the euro-area would result in a more stable economy," Mr. Gudmundsson said."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 11:31

13 Smámynd: Landfari

Gjaldmiðillinn er eitt af mikilvægum tækjum í efnahagsstjórnun hvers lands. Það hvað krónan hefur reynst ótraust er afleiðing af lélegri efnahagsstjórnum en ekki orsök. Ef hér verður áfram leleg stjórn á efnahagsmálum þá verða lánakjör okkar ekkert betri þó við tökum upp evru.

Grikkir sem hafa haft evru í áratugi eru alls ekki að njóta sömu lánakjara og Þjóðverjar sem eru líka með evru. Það gerir Grikkjum hinsvegar erfiðara fyrir viða að stjórna sínum málum að hafa ekki stjórn á gjaldmiðli sínum.

Landfari, 10.7.2011 kl. 22:34

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Grikkir sem hafa haft evru í áratugi eru alls ekki að njóta sömu lánakjara og Þjóðverjar sem eru líka með evru.

Evran hefur ekki verið til nema í rúman áratug. Grikkir tóku hana ekki upp fyrr en árið 2001.

http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_the_euro

Theódór Norðkvist, 11.7.2011 kl. 00:40

15 identicon

Hver hefur rétt fyrir sér?

Nenni níski (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 09:03

16 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Nú er að renna upp stund sannleikans hjá þeim sem trúðu á evru án þess að skilja hvað peningar eru.

Má er nú orðið ljóst að hann skilur ekki hvað peningar eru þrátt fyrir að vera búin að eyða allri ævinni í að reyna. Hann ætar samt að hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunardeigi seðlabankans vegna þess að hann hefur " trú " á að kreppan á íslandi hafi verið ofmetin. Þetta hljóta vera erfiðir dagar hjá honum.

Annars gæti síðuhöfundur líka verið að læra lexíu á þessu, en hann hefur jafnan upplýst okkur um að ójafnvægi innan evrunnar stafi helst  af því að  þjóðirnar innan evrunnar skiptist í duglegar og ráðdeildarsamar þjóðir eins og Þjóðverja og svo latar óráðsíuþjóðir eins og Grikki. Það skildi þá ekki vera, að það snúst líka um að skilja hvað peningar eru.

Guðmundur Jónsson, 11.7.2011 kl. 10:12

17 Smámynd: Landfari

Takk fyrir leiðréttinguna Theódor. Það var þarna einu i - i ofaukið.

Landfari, 11.7.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband