Bingi með bláa útgáfu handa sjálfstæðismönnum

Fréttir um að Björn Ingi Hrafnsson og auðmannaklíkan í kringum hann hyggi á bláa útgáfu sem höfða eigi til sjálfstæðismanna segir okkur tvennt.

Í fyrsta lagi að sjálfstæðismenn standa höllum fæti í fjölmiðlaumræðunni, eins og Óli Björn Kárason bendir á. Björn Ingi kemur úr auðrónadeild Framsóknarflokksins og er þegar með á framfæri sínu Samfylkingar-Eyjuna auk Pressunnar. Pælingin ein hjá Binga og auðmannaklíkunni segir heilmikla sögu um stöðu sjálfstæðismanna á fjölmiðlamarkaði.

Í öðru lagi að sál Sjálfstæðisflokksins er komin á flakk. Hugmyndir um að búa til útgáfu handa sjálfstæðismönnum eru til umræðu vegna þess að núverandi forysta flokksins stendur sig herfilega í sókn og vörn fyrir sjálfstæðisstefnuna. Tómarúmið sem duglaus og mistæk forysta skilur eftir sogar til sín apaketti sem telja sig geta selt sjálfstæðismönnum endurunna útrásarhugmyndafræði.

Það verður að grípa til varna áður en það er um seinan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband