Föstudagur, 8. júlí 2011
Stalínísk vinnubrögð Árna Þórs og Össurar
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er orðin að einkamáli aðildarsinnanna Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og Árna Þórs Sigurðssonar formanni utanríkismálanefndar. Gömlu félagarnir úr Alþýðubandalaginu neita að boða til funda í utanríkismálanefnd og gefa ekki upp samningsmarkmið Íslands í viðræðum við Evrópusambandið.
Þing og þjóð fá að heyra í erlendum fjölmiðlum að umsókn Íslands muni standa þótt ekki fáist viðunandi niðurstaða í sjávarútvegsmálum. Það brýtur þvert gegn skilyrðum meirihluta utanríkisnefndar alþingis.
Styrmir Gunnarsson ræðir þöggunarátráttu tvímenningana í leiðara Evrópuvaktarinnar.
Við leiðarann er því að bæta að Árni Þór nam sín pólitísku fræði í Moskvu, áður en Berlínarmúrinn féll.
Athugasemdir
Rannsaka þarf fjármála þessara alræmdu braskara.
Skýringin gæti verið þar.
Karl (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 10:14
Er við öðru að búast frá hreinræktuðum kommúnistum. Þeir eru gráðugstu verur veraldar þegar þær komast til valda.
Björn (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.