Össur í mótsögn við sjálfan sig - í sömu fréttinni

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ýmist að viðræðum við Evrópusambandið ljúki fljótlega eða að viðræðurnar taki langan tíma, lengur en tvö ár. Í frétt Fish Information and Services segir Össur að ef embættismenn í Brussel hlusta á rök Íslendinga í sjávarútvegsmálum fáist skjót niðurstaða í viðræðurnar.

Haft er eftir Össuri að hann búist við að kaflinn um fiskveiðar verði sá síðasti sem samið verður um. Þar með er útséð með að viðræðum ljúki í bráð, enda hvorki vilji hjá Brussel eða Samfylkingunni að ljúka viðræðum á meðan þjóðin er afgerandi á móti inngöngu í Evrópusambandið.

En í sömu frétt segir Össur að Ísland muni ekki draga tilbaka umsókn um aðild, jafnvel þótt ekki náist viðunandi árangur í fiskveiðimálum.

Still, Iceland will probably not withdraw its application for membership even if the fishing talks are not fruitful, Skarphedinsson said.

Össur Skarphéðinsson er óðum að vera akkilesarhæll aðildarsinna. Stjórnmálamaður sem ekki getur haldið sér við eina skoðun á milli málsgreina er ekki burðugur talsmaður.

Þar fyrir utan: er það virkilega svo að alþingismenn láti það ganga yfir þjóð og þing að utanríkisráðherra landsins stórspilli íslenskum hagsmunum á alþjóðavettvangi? 

Hér er fréttin

http://fis.com/fis/worldnews/search_brief.asp?l=e&id=43980&ndb=1&monthyear=6-2011&day=29&country=94&df=1 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki full ástæða til að setja manninn í lyfjapróf?

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband