Vogunarsjóðir: 70 prósent af evru-kreppu ólokið

Alþjóðlegir vogunarsjóðir veðja á að evru-kreppan muni breiðast út frá Grikkland til Portúgals og þaðan til Spánar og síðan til Ítalíu. Samvkæmt yfirliti Bloomberg telja vogunarsjóðir Evrópusambandið aðeins hafa frestað vandanum. Lausafjárstöðu Grikklands sé bjargað í bili en ekki undirliggjandi greiðsluvanda.

- Aðeins um 30 prósent af evru-kreppunni eru komin fram, segir talsmaður eins vogunarsjóðs.

Grikkland, sem aðeins telur 10 milljónir íbúa og er um 3 prósent af landsframleiðslu Evrulands, skapar engu að síður stórfelld vandræði fyrir Evrópusambandið. Spánn og Ítalía eru margfalt stærri lönd og það skapar eftirvæntingu vogunarsjóða, sem þjóna áþekku hlutverki á markaði og hýenur í villimörk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Kalifornía fór á hausinn 2009 og Bandaríkin verða líklega nálægt greiðsluþroti í haust!

Obama lýsti þessu yfir fyrir nokkrum dögum síðar og boðaði sparnaðaraðgerðir, sem eru ekkert minni en þær sem Grikkland er að fara í gegnum!

Hversvegna talar enginn um þesssar staðreyndir?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.7.2011 kl. 16:30

2 identicon

Ísland er að sækja um ESB (USE), eins og þú veist Guðbjörn eða hvað?

Ísland þarf ekki á því að halda að fá stærri reikninga vegna bankasnillininga en orðið er, eða hvað?

Er Ísland að sækja um aðild að USA?

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 16:41

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðbjörn, það er vel hugsanlegt að USA fari í greiðsluþrot. Reyndar hafa margir talað, lengi, um þær staðreyndir - meira að segja smælingjar eins og ég hafa fregnað af því.

Það besta sem við íslendingar getum gert er að halda að okkur höndum og blanda okkur ekki í vandamál mörg-hundruð-milljóna manna þjóða. Hvort sem þær heita USA eða ESB.

Kolbrún Hilmars, 7.7.2011 kl. 17:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Var seðlaprentvélinni stolið í Bandaríkjunum???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.7.2011 kl. 21:45

5 Smámynd: Snorri Hansson

Þegar verið er að lána peninga fyrir afborgunum sem þeir hafa alls ekki efni á að greiða,þá er það auðvitað skammgóður vermir. Það er einungis verið að fresta því óumflanlega.

Snorri Hansson, 8.7.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband