Haltur leiðir blindan inn í ESB

Síkáti utanríkisráðherrann okkar tilkynnti fyrir tveim vikum að nú hæfust ,,alvöru" viðræður við Evrópusambandið. Össur tjáði ekki þjóðinni að engin samningsmarkmið lægju fyrir og að fundir í samninganefndum Íslands væru sjaldan eða aldrei haldnir.

Össur Skarphéðinsson utanríksiráðherra er með bundið fyrir bæði augun á leið inn í Evrópusambandið.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, er haltrandi hjálparkokkur Ossurar. Hann vill heldur enga fundi sé með nokkru móti hægt að komast hjá þeim.

Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu þolir ekki umræðu.


mbl.is Vilja ræða samningsmarkmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Eina vonin um að losna við þessa tvo er einmitt innganga í ESB.

Einar Guðjónsson, 7.7.2011 kl. 09:59

2 identicon

Nafni, og fá marga miklu verri í staðinn sem við gætum aldrei kosið burt enda hefðum við ekkert yfir þeim að segja? Nei, þannig færum við bara í margfalt verri mál.

Einar (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 10:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Bara si svona tveir í áhöfn óalandi,sigla þá bara í strand.Ég stæði frekar fyrir uppreisn!!

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2011 kl. 10:14

4 identicon

Það fer vel á því að BRASKARARNIR tveir úr SPRON leiði þessa vegferð.

Hvenær verða fjármál þessara manna rannsökuð?

Karl (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 10:34

5 identicon

Smá vangaveltur um esb.

Nú um þessar mundir eru fluttar fréttir um stórfellda flutninga vinnuafls frá landinu og virðist sem Noregur sé fyrirheitna landið og einnig Kanada. Minna fer fyrir því í umræðunni að fólk fari til esb landa. Hvers vegna skyldi það vera?

hey (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 12:05

6 identicon

Þetta er eins og Ólafur Stephensen segir í leiðara Fréttablaðsins í dag, að umræður um samningsmarkmiðin eru "ógagnlegar" fyrir aðildarsinna.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband