Alvöru viðskipti, Hreinn?

Þegar Hreinn Loftsson lögfræðingur og mútusendill Jóns Ásgeirs Jóhannessonar keypti sneið af fjölmiðlaköku Baugs á sínum tíma sagði hann gjörninginn vera ,,alvöru viðskipti" og viðurkenndi þar með tilvist þykjustuviðskipta.

Núna er Jón Ásgeir kaupir hlut í útgáfu Hreins, hvort eru það alvöru viðskipti eða í þykjustunni?


mbl.is 365 með 47% í Birtíngi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvert var kaupverðið? Króna?

http://www.dv.is/frettir/2009/1/27/keypti-vidskiptabladid-kronu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 00:20

2 identicon

Þú ert við sama heygarðshornið og áður. Ég vek athygli á athugasemdum mínum við fyrri skrif þín um þessi mál og ítreka það, sem þar segir: Það voru aldrei neinar mútur og allt málið fráleitur uppspuni frá upphafi til enda. Varðandi ummælin um raunveruleg viðskipti vil ég taka fram, að blaðamaðurinn, sem átti við mig samtal á sínum tíma, varpaði fram einhverjum orðum, sem mér fannst að fælu í sér efasemdir og því áréttaði ég þetta með orðunum um raunveruleg viðskipti. Blaðamaðurinn birti síðan svar mitt, en ekki þau orð eða spurningu, sem þau voru viðbrögð við. Þetta er nú heila málið og ekki flókið. Varðandi spurningu þína um þau viðskipti, sem nú hafa farið fram, er þetta að segja: 365 eignaðist skuldabréf, sem útgefið var af Hjálmi sumarið 2009. Skuldabréfið var með breytirétti í hlutabréf, sem þeir hafa nú nýtt sér. Ég á eftir sem áður traustan meirihluta í Birtingi. Það hefur verið  mér mikið kappsmál, að halda útgáfunni á floti á mjög erfiðum tímum. Þar hef ég lagt fram mikla fjármuni persónulega og ábyrgðir. Allir starfsmenn Birtings hafa lagt á sig ómælda vinnu við að bæta og efla tímaritin. Ég er stoltur af útgáfunni enda mikill metnaður þar að baki. Tekist hefur að koma böndum á reksturinn og vonandi kemur þessi fjárfesting mín til að skila sér þegar til lengri tíma er litið.  

Hreinn Loftsson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 08:16

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er það ekki skýrt merki um hverskonar bananalýðveldi Ísland er að 365-miðlar skuli ennþá vera "going concern"? Maður fær óbragð í munninn í hvert skipti sem minnst er á þetta fyrirtæki og aðila því tengdu.

Guðmundur Pétursson, 7.7.2011 kl. 09:58

4 identicon

Núverandi einvaldar á Íslandi, Steingrímur og Jóhanna, bera á því ábyrgð að haldið var lífi í 365 miðlum.

Hvað fá þau í staðinn?

Karl (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 10:35

5 identicon

Er þá Hreinn ekki álíka "stolltur" af öðrum eins meðeiganda og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og "farsælli" samvinnu þeirra fyrir land og þjóð?

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 14:25

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hæfir ekki skel kjafti í því tilviki?

Guðmundur Pétursson, 7.7.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband