Miðvikudagur, 6. júlí 2011
Fréttamaður Stöðvar 2 foráttuheimskur aðildarsinni
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð 2 veit sama og ekkert um Evrópusambandið en langar samt óskaplega þangað inn. Öðruvísi er ekki hægt að skilja spurningar hans til Haralds Benediktssonar formanns Bændasamtaka Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þorbjörn þráspurði Harald hvort ekki mætti loka ,,óhagkvæmum" býlum á Íslandi við inngöngu í Evrópusambandið.
Halló Hafnarfjörður, allur landbúnaður í Evrópusambandinu er óhagkvæmur enda sogar hann til sín um 40 prósent af fjárlögum Evrópusambandsins.
Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu myndum við verða nettógreiðendur til Evrópusambandsins, borga um 15 milljarða króna á ári og geta vænst um 12 milljarða tilbaka í styrki. Hluti af þessum 15 milljörðum færi í að niðurgreiða framleiðslu evrópskra bænda en sú framleiðsla myndi að óbreyttu leggja íslenskan landbúnað í rúst.
Drýldinn Þorbjörn getur delerað um ,,óhagkvæmni" íslensks landbúnaðar og dregið fjöður yfir niðurgreiðslur til landbúnaðar Evrópusambandsins en það verður aldrei frétt - heldur einber áróður.
Athugasemdir
Spurning að leggja líka niður "óhagkvæma" fréttamenn sem haldið er uppi af ríkisbönkum og reknir af fjárglæframönnum undir pólitískri vernd.
..Meira vit í því!
Annars; góð færsla.
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 20:16
Er eithver Fréttamaður á Stöð 2 ? Allavega verður vit þeirra þeim ekki að Bana..
Vilhjálmur Stefánsson, 6.7.2011 kl. 20:22
"Fréttir" settar fram í upplýsingarmilljarðarfjölmiðlaboði Evrópusambandsins hafa ekkert með sannleikann að gera, frekar en aðrar upplýsingar þaðan komnar í gegnum laxfiskafræðinginn Össur og Baugsfylkinguna, frekar en þá minni spámenn sem bera út dýrðarorð Evrópusambandsins. Pokapresturinn Baldur líkræðumaður, lágpunktur núlifandi þeirrar stéttar, er ágætt dæmi um einn slíkan bullara öðrum til skemmtunar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 20:30
Það hefur meira að segja margoft komið fram að ekki einu sinni ókeypis starfskraftur í Afríku getur keppt við ríkisniðurgreiddan landbúnaðarviðbjóð Evrópu.
Ferðamaðurinn í Úganda borðar lauk frá Hollandi. Það hef ég sannreynt!
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 20:33
Hvað sem þessir aðildarsinnar hamast í áróðri sínum,munu Íslendingar alltaf kjósa sína eigin landbúnaðarframleiðslu. Hvern langar í saurgerlað grænmeti frá Evrópu? Við getum rifið þessa atvinnugrein upp, með nýjum áherslum--- það væri nær að greiða menntuðu fólki frá búnaðarskólunum hér,góð laun,í þeim tilgangi. Hreint rennandi vatn,er lykilatriði,er til of mikils mælst að við drífum okkur í öfluga matvælaframleiðslu. Hleypum ekki Evrópusambandinu í auðlindir okkar,stöndum saman að uppbyggingunni, Íslandsvinir.
Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2011 kl. 20:51
Væri ekki meira vit í að spyrja manninn hvort íslenskur landbúnaður sæi ekki sóknarfæri í að tollar verði felldir niður milli Íslands og ESB? Hreint og ómengað lambakjöt til Evrópu....er það ekki gott? Þótt maður vilji í ESB þýðir ekki að maður myndi bara velja evrópskar landbúnaðarvörur. Maður heldur áfram að drekkar íslenska mjólk og borða íslenska osta. Ég held að Bændasamtökin séu að taka vitlausan pól í hæðina. Ættu frekar að sjá sóknarfæri í niðurfelldum tollum heldur en hitt. Það finnst mér allavega. ESB í auðlindirnar okkar....eruð þið að grínast? Það er ekkert að fara að gerast. Vatnið fer ekki neitt, háhitasvæðin fara ekki neitt....þau eru á Íslandi. Ég held að þetta sé ofsögum sagt að þeir séu að fara að mergsjúga okkur. En að sjálfsögðu verður "give and take". Það er klárt. Það er svo bara undir samninganefndinni komið að koma með samning heim sem við getum sætt okkur við.
Gaupi (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 20:58
Gaupi! það eru til önnur tollabandalög heldur en ESB. Það sem þessi Esb,tengda stjórn hefur sýnt íslensku þjóðinni,af valdsnýðslu og fölskum upplýsingum,nægir mér til að tortryggja allt sem frá henni kemur. Hvernig skýrir þú flýtimeðferð? Af hverju liggur þeim svona á,eru það þeir sem halda að vatnið fari,fiskimiðin og hitasvæðin, fari,í merkingunni gangi þeim úr greipum.
Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2011 kl. 21:39
Eg skil ekki i fólki að sameinast ekki i að kveða þetta ESB norður og niður Eftir þvi sem maður les og kynnir ser þetta betur .þá ömurlegra verður það og Össur með ! Þó Jóhanna se sú sem fyrir öllu stendur ..enda er hún óhæf með öllu og vonandi það fyrsta sem skeður við þingsetningu i haust að þessari Stjórn verður gefið langt nef og látin fjúka ...Enda verðu þá allt á siðasta snúning og engu bjargað ef hún heldur áfram enn ........
Ransý (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 21:51
Gaupi vill afsala fullveldi landsins fyrir lægri tolla af niðurgreiddum Parmesan sem þegar búið er að borga úr hans vasa með niðurgreiðslum úr hans vasa.
Hvaðan heldur þú að peningarnir komi Gaupi minn?
Það eru svo ekki bændur sem hagnast á þessu heldur dreifing, heildsala og smásala, sem er náttúrlega í höndum brasakaranna sem ESB hyglir helst. Ég held að þú ættir glugga í eitthvað annað ern ritningar ESB. Já, jafnvel skoða erlenda fjölmiðla í stað fjölmiðlaí eigu þeirra sem hagnast mest.
Ertu búinn að gleyma hverjir þrýstu mest á ESB? Manstu hverjir það voru sem studdu Já hópinn hvað dyggast í Icesave?
Þú ert eins og einfeldningarnir, sem sáu þriðja ríkið í hyllngum og gengu gæsagang á forugum þorpsgötum á Íslandi forðum. Nú eða þeir sem sáu roðann í austri og höfðu mynd af Stalín á stofuveggnum í bragganum sínum.
Sagan endurtekur sig sannarlega og forsjárfíknin þroskast aldrei af sumum.
Verð alltaf jafn forviða á forheimskunni og grunnhyggninni í þessu liði. Nú er ekkert eftir til réttlætingar og þá er byrjað að höfða til húsmæðranna og bitlinganna. Ó þetta er svo hagkvæmt og billegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2011 kl. 22:51
Kannski Gaupi kíki á húsnæðis og leigumarkað og orkuverð í ESB. Hvernig fyndist honum að við yrðum "jafnaðir" þar.
Minni á að hinir suðrænu "vandræðamenn" ESB misstu einmitt höfuðatvinnuveginn sinn við slíka "jöfnun lífskjara". Túrisminn hrundi í þessum löndum vegna þess að allt fór á Berlínarverðlag og þjóðverjar lánuðu fólki fyrir "jöfnuninni" í ofanálag. Svo segir Merkel að þetta fólk sé drullusokkar, þótt það vinni 30% lengri vinnudag en þjóðverjar.
Reyndu nú að horfa á stóru myndina Gaupi minn. Þröngsýnin hjálpar þér ekki, nema ef þú sért með sporslur fyrir að halda úti áróðri. Kannski ertu einn af þessum akademísku öryrkjum á Bifröst, HR og Hí, sem hljóta 80% af styrkjum ESB hingað til að skrifa og hugsa um ESB og gefa út bækur um hve íslendingar eru ömurlegir og þjóðerni og menning lummó. Ég veit ekki...
Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2011 kl. 23:00
,,borga um 15 milljarða króna á ári og geta vænst um 12 milljarða tilbaka í styrki."
15-12= 3. Ísland borgar 2 varðandi núv. EES. þannig: 3-2=1.
1 milljarður nettókostnaður við fulla og formlega aðild að sambandi evrópuríkja með öllum þeim kostum sem því fylgir.
Kostar ekki neitt sem sagt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.7.2011 kl. 09:41
"Þröngsýnin hjálpar þér ekki, nema ef þú sért með sporslur fyrir að halda úti áróðri. Kannski ertu einn af þessum akademísku öryrkjum á Bifröst, HR og Hí, sem hljóta 80% af styrkjum ESB hingað til að skrifa og hugsa um ESB og gefa út bækur um hve íslendingar eru ömurlegir og þjóðerni og menning lummó. Ég veit ekki... "
"Þú ert eins og einfeldningarnir, sem sáu þriðja ríkið"
Takk fyrir þetta Jón Steinar. Þú ert alveg með þetta. Talar bara með rassgatinu.
Gaupi (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.