Lýðveldin Ísland og Færeyjar í sambandi við Danmörku

Færeyingar vilja setja í stjórnarskrá sína að allt vald komi frá færeysku þjóðinni. Forsætisráðherra Dana segir ákvæðið brjóta gegn stjórnarskrá danska ríkisins en Danmörk og Færeyjar eru í ríkjasambandi.

Ísland var í ríkjasambandi við Dani frá 1918 til 1944 þegar stofnað var lýðveldi án þess að Danir fengju nokkru um ráðið. Mörgum þótt framkoma Íslendinga við hersetna Dani óviðeigandi.

Íslendingum gefst sögulegt tækifæri að hvorttveggja í senn liðka fyrir stofnun lýðveldis í Færeyjum og rétta Dönum vingjarnlega utanríkipólitíska hönd.

Danmörk vill gjarnan gera sig gildandi á Norður-Atlantshafi, enda með Grænland vestan Íslands og Færeyjar austan.

Fjórhliða samningur milli þessara ríkja um að Danir sæju um rekstur á mynt og seðlabanka myndi leysa  Íslendinga undan þeirri kvöð að halda uppi krónu en jafnframt skjóta fjárhagslegum stoðum undir færeyskt lýðvledi. Grænlendingar gætu verið með hvort heldur undir núverandi heimastjórn eða stofna lýðveldi.

Atlantshafskrónan svalar hégóma Dana, mætir minnimáttarkennd Íslendinga og hvetur hikandi Færeyinga til fullveldis. 


mbl.is Segir Færeyjar stefna í sambandsslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það ekki til neitt sem eiginlega og í fullum skilningi heitir dönsk króna, Páll og hún hefur næstum aldrei verið til. Við höfum verið bundin við þetta fyrirbæri fyrr í sögu okkar. Það reyndist okkur ekki vel.
 
Rekstur á alvöru mynt krefst fullveldis í peningamálum og öllum málum, því annar verður myntin fljótlega hengingaról um háls lýðvelda. Sá lærdómur ætti að vera farinn að festa sig í sessi hjá góðum hálsum sem yfirleitt eru nokkuð fastir við heilabú.
 
Danir hafa enga hefð fyrir því að vera með frjálst fljótandi mynt. Þetta er ekki stefna sem seðlabanki Danmerkur hefur ákveðið. Þetta hefur alltaf verið ákveðið af stjórnmálamönnum. En staðreyndin er hinsvegar sú að þetta veðmál stjórnmálamanna Danmerkur hefur alltaf beiðið skipbrot með reglulegu millibili. Allt það sem Danir hafa bundið mynt sína við hefur hrunið:

  • Silfurmyntfóturinn frá 1838 hundi
  • Gullmyntfóturinn frá 1873 hrundi
  • Alþjóðlegi gullfóturinn hrundi í kreppunni 1930
  • Fastgengi við Pundið hrundi 
  • Bretton Woods hrundi í byrjun 1970
  • EMS hrundi 1992
  • Það eina sem á eftir að hrynja núna er EMU (er að hrynja)

Danmörk hefur aðeins gert tilraunir með fljótandi krónu á stuttu tímabili undir og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þetta er alls ekki hagfræðilegt mat hjá Dönum. Þetta hefur alltaf verið pólitískt ákveðið og alltaf var tekið var sérstakt tillit til mikils útflutnings landbúnaðar sem þá var erfið fersk vara sem þoldi ekki flutninga yfir miklar fjarlægðir og því varð að hanga fast á vissum landsvæðum innan tollasvæða.

Þetta hefur ekki fært Danmörku neina kosti eða neitt ríkidæmi því Danmörk er að hrapa neðar og neðar á lista ríkustu landa OECD. Veran í EMU hefur ekki fært Danmörku neitt annað er massíft atvinnuleysi áratugum saman og 5. lélegasta samanlagða hagvöxt í OECD síðustu 15 árin.

Nýlega lagði yfirhagfræðingur Danske Bank til að bindingin við evru yðri rofin, að þetta gengi ekki lengur þessi fastgengisstefna. Það lá við að maðurinn yrði hengdur opinberlega fyrir Guðlast. Þetta eru trúarbrögð í Danmörku. Hrein trúarbrögð.

Rödd út úr myrkinu

Nýlega birti hugveitan Ny Agenda rannsókn á peningastefnu Danmerkur. Þar segir meðal annars:

[ "Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku.

Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins.

Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum. Höfundurinn kemur inná ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að frjálst fljótandi myntir geti stundum verið gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það séu færslur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi sem séu ráðandi á markaði myntarinnar.

En höfundir nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu.

Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema að alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi eins til dæmis við þær aðstæður sem sáust á Íslandi haustið 2008." ]
 
 
Á Íslandi hefur eftirfarandi verið reynt:

1873-1914 Nordic currency union, gold standard. (myntbandalagið hrundi - Gengið á gullfótum yfir silfur Egils)
 
1914-1922 Gold standard abolished in August 1914, but parity with Danish krone maintained.
 
1922-1925 After a 23% devaluation against the Danish krone in June 1922, a floating exchange rate regime is established. The British pound replaces the Danish krone as a reference currency. The króna depreciates against the pound until 1924, after which the króna appreciates under a policy of revaluation.
 
1925-1939 Iceland’s longest period of exchange rate stability. After the pound was taken off the gold standard in 1931 the króna and other Nordic currencies continued to be linked to the pound. Icelandic authorities responded to a deteriorating competitive position by foreign exchange restrictions and protectionism.
 
1939-1945 After 14 years of exchange rate stability the króna was devalued by 18% in the spring of 1939. As terms of trades improved and the pound depreciated, the króna was linked to the US dollar. Over the period the króna depreciated against the dollar but appreciated against the pound. An overheated economy led to a surge in inflation, leading to doubling of domestic relative to foreign prices over the period.
 
1946-1949 Growing external imbalances in the first years after the war were initially cushioned by very large foreign exchange reserves and favourable external conditions, but were at a later stage met by extensive capital controls and protectionism. In 1949, when the pound (and soon after most other European currencies) was devaluated by 30!% against the dollar, it was decided to let the króna follow the pound. Due to the large share of European countries in Icelandic trade, however, the country’s competitive position did not change much as a result of it.
 
1950 After Iceland became a founding member of the IMF in 1947, an attempt was made to bring the external accounts closer towards a sustainable equilibrium under liberalised trade. This included a 42,6% devaluation of the króna. This experiment failed i.a. due to unfavourable external conditions. Moreover the devaluations did not seem to be sufficient to bring about sustainable external balance.
 
1951-1959 After the devaluation of 1950 failed to achieve external balance, a regime of multiple exchange rates and extensive export subsidies was established. The arrangement implied a substantial effective devaluation, but did not suffice to balance the external account.
 
1960-1970 A more fundamental and far reaching effort to restore sustainable external balance was made in 1960, when the króna was devalued by 1/3 to 57%, depending on the relevant exchange rate premium on foreign exchange transactions. In effective terms, this brought the real exchange rate back to the level of 1914 and 1939 and much lower than in 1950. The devaluation was followed up by extensive trade liberalisation. Moreover, the flexibility of the exchange rate regime was enhanced, as the Central Bank assumed the power to change the exchange rate, no longer requiring a change in law. During the period the króna was devalued on several occasions in response to external as well as internal macroeconomic disturbances.
 
1970-1973 After the Bretton-Woods system of pegged but adjustable exchange rates fell apart and the dollar was devalued, the Icelandic króna broadly followed the dollar. During this period, however, the króna was devalued once (1972) and revalued twice (1973) against the dollar, until the króna was effectively floated in December 1973.
 
1974-1989 During the period to 1983 the Icelandic exchange rate regime became increasingly flexible and could be characterised as managed floating. However, in the mid-1980s the monetary and exchange rate policy stance became more restrictive. Over the period 1974 to 1989 the króna was devalued 25 times. Moreover, the króna was allowed to depreciate gradually (without formal announcements) during the period Mars 1975 to January 1978. An effective devaluation was also achieved in 1986 and 1987 by changing the currency basket. Over brief intervals the value of the króna was kept stable, first against the dollar and then against various baskets of trading partner currencies. 
 
1990- During the 1990s the role of the exchange rate as a nominal anchor received stronger emphasis. A path-breaking moderate wage settlement in early 1990 was supported by a public commitment to a stable exchange rate, which became the cornerstone of a disinflation strategy that proved successful. However, there have been two devaluations during the 1990s, in 1992 and 1993, in both cases in response to external shocks. 


svo . . . kæra fók aftur

Eins og þú sérð þá er Ísland eyland og ekki eitt í heiminum og ekki alltaf í cyclus með viðskiptalöndum sökum þess að Ísland er EKKI iðnaðarríki og ekki eins og hin gömlu ríki stórfurstadæmis Evrópu sem eru að missa móðinn og trúa ekki á framtíðina - því demógrafískur imbalance er þar orðinn svo hrikalegur.

Allar pælingar um að festa gengi á milli ríkja eru dauðadæmdar. Og ekki halda að Danir hafi ekki þurft að semja um eilífar gengisfellingar innan EMS-fyrirkomulagsins áður en allt fraus fast með tilkomu EMU. Seðlabankastjórinn í Danmörku var fastur farþegi frá Kastrup til Brussel til að semja um "gengisaðlögun" innan EMS. En núna er ekkert hægt, annað en að verða fátækari og auka atvinnuleysið og eyðileggja samfélagið smá saman innanfrá.

Muna þetta

Öll myntbandalög á milli ríkja hrynja og enda og allar bindingar mynta eins lands við annað hrynja og enda. Þessi hugsanatregða um fast gengi er dragbítur á raunverulegum framgangi efnahagsmála, þ.e. dragbítur á raunverulegum hagvexti sem skapar velmegun. Myntbandalög eru óskabörn þeirra sem hafa ekki áhuga á raunveruleikanum, heldur á formsatriðum, því myntbandalög eru koddar öndunarvéla aðgerðarleysis og ósjálfstæðis - verkfæri uppgjafarhugsunar. 

Muna þetta einnig - ÁRÍÐANDI

Það var of vaxið, illa rekið og illa stefnumótað bankakerfi glæframanna sem felldi gengi krónunnar síðasta haust - og ekkert annað. Ef það hefði ekki fallið væri ljósið slökkt hjá þér núna, landið rústað og þú hefðir enga vinnu. Þakkaðu sveigjanleika gengis krónunnar fyrir að allt skyldi ekki fara til helvítis.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2011 kl. 14:42

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og nú segjast Danir vera á leiðinni út úr því að geta tilheyrt Norðurlöndunum, sökum vaxandi fátæktar: Danmark snart fattigst i Norden

Hvað skyldi hafa komið fyrir hjá Dönum? sjá; Seðlabankinn og þjóðfélagið

Ja hérna.  

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2011 kl. 15:05

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir áminninguna Gunnar og yfirlitið. Maður hleypur stundum gönuhlaup.

Páll Vilhjálmsson, 6.7.2011 kl. 17:12

4 identicon

Ég vinn í DK og bý í Sverige vegna þess að laun eru talsvert hærri þar en hinumegin við öresundsbrúnna svo að allt tal um að Danmark sé fátækt land er relativt. En vandamál dana eins og annara smáríkja er fámennið . Ég er því á því að öllum smáríkjum evrópu sé best borgið í EU sem vonandi verður að einu stóru ríki fyrir rest og þá helst með Rússland innanborðs.  Þá fyrst verður utopian okkar EU sinnanna fullmótuð og við getum borgað með evrum á Íslandi og allt til Síberíu.

Reyndar get ég notað evrur hvar sem ég fer í dag sem er þrátt fyrir tal manna eins og Gunnars Rögnvaldsonar við ágæta heilsu og ótímabær dauði hennar er stórlega ýktur.

Tómas (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 17:19

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Reyndar get ég notað evrur hvar sem ég fer í dag sem er þrátt fyrir tal manna eins og Gunnars Rögnvaldsonar við ágæta heilsu og ótímabær dauði hennar er stórlega ýktur.

Ætli þetta sé ekki hugsunin hjá flestum rétt áður en gjaldmiðillinn þeirra hrynur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.7.2011 kl. 18:28

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Páll fyrir góða færslu. 

Hugsunin var góð, en útfærslan kannski ekki alveg rétt.  Og enginn þarf að velkjast í vafa um eftir að hafa lesið greinargott innslag Gunnars þar um.

Hugmyndina má spinna áfram, til dæmis ríkjabandalag Íslands, Færeyjar og Grænlands, þar sem Færeyjingar sæu um karlalandsliðið í fótbolta. 

Svo má nefna fyrirhugaðan klofning Íslands sem nafni minn Ragnarsson og fleira gott fólk vinnur að hörðum höndum í hrakvalsnefndinni, allt vald til Reykjavíkur, og Ísland klofnar.  

Um hundraðþúsund landsbyggðarmenn myndu plumma sig vel með fiskinn og orkuna í ríkjasambandi við Færeyjinga.  Og það væri öruggt að við yrðum ofar en StórReykjavíkurÍsland á lista FIFA, enda þarf ekki mikið til, aðeins að láta nágranna okkar i suðri sjá um dæmið, varmennirnir kæmu frá Grænlandi.

En djóklaust, ríkjasambönd eins og þú leggur til hafa ekki gengið vel frá dögum Kalmarssambandsins, og þá gekk það aðeins á meðan Hansamenn sendu óvopnuð skipt til að láta ræna á Eystrasaltinu.  Um leið og hinir nísku Þjóðverjar fjárfestu í fallbyssum, þá lauk hinni samnorrænu samvinnu.

Og hún mun ekki endurtaka sig. 

Þó hugsanlega um rekstur karlalandsliðsins, en varla um annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.7.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband