Miðvikudagur, 6. júlí 2011
Lýðveldin Ísland og Færeyjar í sambandi við Danmörku
Færeyingar vilja setja í stjórnarskrá sína að allt vald komi frá færeysku þjóðinni. Forsætisráðherra Dana segir ákvæðið brjóta gegn stjórnarskrá danska ríkisins en Danmörk og Færeyjar eru í ríkjasambandi.
Ísland var í ríkjasambandi við Dani frá 1918 til 1944 þegar stofnað var lýðveldi án þess að Danir fengju nokkru um ráðið. Mörgum þótt framkoma Íslendinga við hersetna Dani óviðeigandi.
Íslendingum gefst sögulegt tækifæri að hvorttveggja í senn liðka fyrir stofnun lýðveldis í Færeyjum og rétta Dönum vingjarnlega utanríkipólitíska hönd.
Danmörk vill gjarnan gera sig gildandi á Norður-Atlantshafi, enda með Grænland vestan Íslands og Færeyjar austan.
Fjórhliða samningur milli þessara ríkja um að Danir sæju um rekstur á mynt og seðlabanka myndi leysa Íslendinga undan þeirri kvöð að halda uppi krónu en jafnframt skjóta fjárhagslegum stoðum undir færeyskt lýðvledi. Grænlendingar gætu verið með hvort heldur undir núverandi heimastjórn eða stofna lýðveldi.
Atlantshafskrónan svalar hégóma Dana, mætir minnimáttarkennd Íslendinga og hvetur hikandi Færeyinga til fullveldis.
Segir Færeyjar stefna í sambandsslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2011 kl. 14:42
Og nú segjast Danir vera á leiðinni út úr því að geta tilheyrt Norðurlöndunum, sökum vaxandi fátæktar: Danmark snart fattigst i Norden
Hvað skyldi hafa komið fyrir hjá Dönum? sjá; Seðlabankinn og þjóðfélagið
Ja hérna.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2011 kl. 15:05
Takk fyrir áminninguna Gunnar og yfirlitið. Maður hleypur stundum gönuhlaup.
Páll Vilhjálmsson, 6.7.2011 kl. 17:12
Ég vinn í DK og bý í Sverige vegna þess að laun eru talsvert hærri þar en hinumegin við öresundsbrúnna svo að allt tal um að Danmark sé fátækt land er relativt. En vandamál dana eins og annara smáríkja er fámennið . Ég er því á því að öllum smáríkjum evrópu sé best borgið í EU sem vonandi verður að einu stóru ríki fyrir rest og þá helst með Rússland innanborðs. Þá fyrst verður utopian okkar EU sinnanna fullmótuð og við getum borgað með evrum á Íslandi og allt til Síberíu.
Reyndar get ég notað evrur hvar sem ég fer í dag sem er þrátt fyrir tal manna eins og Gunnars Rögnvaldsonar við ágæta heilsu og ótímabær dauði hennar er stórlega ýktur.
Tómas (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 17:19
Reyndar get ég notað evrur hvar sem ég fer í dag sem er þrátt fyrir tal manna eins og Gunnars Rögnvaldsonar við ágæta heilsu og ótímabær dauði hennar er stórlega ýktur.
Ætli þetta sé ekki hugsunin hjá flestum rétt áður en gjaldmiðillinn þeirra hrynur.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.7.2011 kl. 18:28
Takk Páll fyrir góða færslu.
Hugsunin var góð, en útfærslan kannski ekki alveg rétt. Og enginn þarf að velkjast í vafa um eftir að hafa lesið greinargott innslag Gunnars þar um.
Hugmyndina má spinna áfram, til dæmis ríkjabandalag Íslands, Færeyjar og Grænlands, þar sem Færeyjingar sæu um karlalandsliðið í fótbolta.
Svo má nefna fyrirhugaðan klofning Íslands sem nafni minn Ragnarsson og fleira gott fólk vinnur að hörðum höndum í hrakvalsnefndinni, allt vald til Reykjavíkur, og Ísland klofnar.
Um hundraðþúsund landsbyggðarmenn myndu plumma sig vel með fiskinn og orkuna í ríkjasambandi við Færeyjinga. Og það væri öruggt að við yrðum ofar en StórReykjavíkurÍsland á lista FIFA, enda þarf ekki mikið til, aðeins að láta nágranna okkar i suðri sjá um dæmið, varmennirnir kæmu frá Grænlandi.
En djóklaust, ríkjasambönd eins og þú leggur til hafa ekki gengið vel frá dögum Kalmarssambandsins, og þá gekk það aðeins á meðan Hansamenn sendu óvopnuð skipt til að láta ræna á Eystrasaltinu. Um leið og hinir nísku Þjóðverjar fjárfestu í fallbyssum, þá lauk hinni samnorrænu samvinnu.
Og hún mun ekki endurtaka sig.
Þó hugsanlega um rekstur karlalandsliðsins, en varla um annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.7.2011 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.