Evrópusambandið í senn of stórt og of lítið

Evrópusambandið er of stórt til að njóta lýðræðislegs stuðnings og er klunnalegt í samskiptum við aðildarríki. Haraldur Hansson vekur athygli á ESB-reglum sem ræna fólki atvinnu á einum stað til að auka atvinnu á öðrum stað.

Evrópusambandið er of lítið til að fást við fjárhagsvandræði lítilla þjóða á jaðri sambandsins. Markaðir hafa ekki trú á að Evrópusambandið leysi varanlega vandræði Grikkja, Portúgala og Íra. 

Ambrose Evans-Pritchard, sem mættur er á Telegraph eftir fjarveru, útskýrir á hve veikum grunni Evrópusambandið stendur þegar elítan sem fer með völdin í Brussel teygir og togar sáttmálana sem sambandið starfar eftir til að mæta köldum veruleikanum.

Fullveldið er farið til Brussel en lýðræðislegur vilji fólksins bundinn við átthagana. Í kreppunni er gjáin staðfest og óbrúuð.


mbl.is Moody's lækkar einkunn Portúgals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað hefur Páll eða sá sem skrifar fyrir hann verið að flýta sér því er er rangt með farið í nánast öllu. Haraldur skilur ekki frétt sem er um evrópskar reglur um útboð. Það er sérkennilegt þar sem þessar reglur gilda einnig hér á landi. Páll skilur fréttina sama skilningi og haraldur. Svo er brósi mættur úr fríinu og hann skrifar um það að þýskir þingmenn hafa skotið því til Stjórnskipunardómstólsins í Karlsruhe hvort fjárhagsaðstoð til Grikklands stenst þýsku stjórnarskrána. Þessir þingmenn eru andstæðingar aðstoðar og vilja þeira þessa leið. 8 dómarar skipa dóminn. Í hugarheimi Páls þýðir þetta að élítan teygi og togi sáttmálana. Sem sagt:örlítill misskilningur í 2 liðum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 07:44

2 identicon

Hrafn, það sem gerðist á Nýfundnalandi er að endurtaka sig í Bretlandi.

Nýfundnaland gekk inn í ríkjasamband Kanada um það leiti sem Íslendingar öðluðust sjálfstæði. Efnahagur þeirra fluttist úr landi og er landið nú ekkert nema skelin af sjálfri sér meðan á sama tíma brutust Íslendingar út úr fátækt sinni.

Nú er verið að flytja efnahag Breta úr landi. Hinir stóru éta þá litlu. Bretar hafa tapað sjávarútvegi sínum til spánverja og eru að tapa iðnaðinum til þjóðverja.

Það sama mun gerast hér með ESB. Sjávarútvegsfyrirtækin verða keypt upp af risum í evrópu. Ísland verður því eingöngu verstöð fyrir fyrirtæki suður í evrópu. Ef við þurfum að fara að lögum evrókrata í einu og öllu getum við ekki varið okkur og verðum morgunmatur sálarlausra tækifærissinnaðra stórfyrirtækja.

Evrópusinnar virðast gersamlega sneyddir skilningi á því að þegar margfeldisáhrif innlendrar verðmætasköpunar er flutt úr landi á þann hátt margfaldast atvinnuleysi hér og lífskjör verða aftur eins og þau voru fyrir sjálfstæði okkar. En líklegast geta þeir reynt að sækja um þá vinnu sem tapast suður í evrópu í samkeppni við heimamenn þar.

Glópska evrópubandalagssinna er orðin slík að þeir vilja hlaupa fyrir björg í aðdáun sinni á ESB vitleysunni. Sbr. fyrirfram eftir Össurar á samningsstöðu okkar.

Njáll (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 11:58

3 identicon

Í síðustu setningunni í commentinu á undan átti að standa:

...fyrirfram eftirgjöf Össurar...

Njáll (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 12:00

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Hrafn: Ég hef tvisvar unnið að gerð útboðsgagna þar sem fara þurfti að evrópskum reglum um útboð, sem þú gefur þér að ég þekki ekki. Enda kemur hvoru tveggja fram í færslu minni:

  • að ekki megi mismuna evrópskum fyrirtækjum
  • að þessar reglur gilda líka á Íslandi.

Svo hvað er það, nákvæmlega, sem ég skil ekki í þessu sambandi?

Haraldur Hansson, 6.7.2011 kl. 12:35

5 identicon

Blessaður vertu.  Hrafn hefur ekki hugmynd um það. Hundurinn geltir þegar eigandinn Baugsfylkingin og Jón Ásgeir siga honum.  Eða réttar sagt.. klippir og límir einn að helst.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:37

6 identicon

var að koma úr heimsókn til bróður míns sem býr og starfar sem flugmaður í Lettlandi. við eitt kvöldverðarborðið komst ég að því að sykur var mikið framleiddur þar í landi og góð atvinnugrein og þar að auki fínn sykur sem stóðst kröfur um gæða sykur sem mætti nýta vel til að græða á til útflutnings, fyrir landið. Þegar Lettland gekk í ESB voru lettum kynntar reglur og med det samme var öllum sykurverksmiðjum lokað, öllum sagt upp og þeir einu sem fengu pening , því þetta var að sjálfsögðu keypt út, voru þeir sem áttu verksmiðjurnar. starfsmenn fengu ekki krónu og urðu atvinnulausir. vildi bara svona nefna eitt dæmi hvernig þetta dauða ESB batterí virkar. allir fyrir einn og einn fyrir útvalda er ESB, er ég búinn að komast að. nei takk.

Þórarinn (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband