Þriðjudagur, 5. júlí 2011
Auðmannaútgáfa hrunsins eftir Egil Helga, DV-feðga og Þorstein Páls
Auðmannaútgáfa hrunsins er að það hafi verið Davíð Oddssyni mest að kenna og þar á eftir Geir H. Haarde. Síðustu daga hafa Þorsteinn Pálsson, Egill Helgason og DV-feðgar útlistað auðmannaútgáfu hrunsins.
Fjórmenningarnar voru allir í lengri eða skemmri tíma á launum hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugsveldinu.
En auðvitað er það tilviljun.
Athugasemdir
Ég veit varla hvort maður á að hlægja eða gráta, þegar "fremsti" stjórnmálaskýrandi landssins, Egill Helga, reynir af veikum mætti að færa sínar persónulegu (eða keyptu) skoðanir í búning stjórnmálaskýringa.
Þorsteinn er náttúrulega fyrst og fremst að reyna að skapa eftirspurn eftir sér, en eins og kunnugt er, hefur hún verið af skornum skammti síðustu áratugi.
Feðgarnir eru náttúrulega bara í sömu gryfju og Jónas Kristjánsson, fúllyndi ritstjórinn sem getur ekki fyrirgefið umhverfinu að hann skuli hafa hrökklast frá DV vegna meinfýsni sinnar.
Það sameinar þessa pilta náttúrulega, að hafa starfað fyrir Jón Ásgeir.
Ekki treysti ég mér að meta, hvort Jón Ásgeir spili ennþá inn í þeirra daglegu rútínu, en hitt er ljóst, að það var engin tilviljun að þeir voru allir á Baugsspenanum.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 18:42
Ótrúlega bjánalegt....jafnvel á þinn mælikvarða....þú sérð bara það, sem þú vilt sjá. Og allir hinir eru fífl og Baugspennar. Fer þessu Baugsblæti þínu ekki að linna???
Jon Kristjansson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 22:06
Þessi skrif Egils eru löngu komin út fyrir allt sem eðilegt er.
Hann á að vera hlutlaus þáttastjórnandi hjá RÚV sem er í eigu þjóðarinnar.
Hann er algjörlega óhæfur fyrir utan hvað þátturinn er hrikalega lélegur og staðnaður.
Hvernig stendur á því að maðurinn kemst upp með þessi skrif um fólk og flokka?
Það örlar ekki einu sinni á hlutleysi í skrifum hans.
Ég bara skil þetta ekki.
Karl (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.