Þriðjudagur, 5. júlí 2011
Byr blekkir í skjóli Vinstri grænna
Byr er sukkfélag sem skilar ekki inn ársreikningum vegna þess að reksturinn þolir ekki dagsbirtuna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ber ábyrgð á því að Byr starfi áfram enda þótt þessi útrásarafgangur hefði með réttu átt að fara í gjaldþrot fyrir löngu, ekki síður en SpKef og Spron.
Vinstri grænir eru sérstaklega áhugasamir um að halda Byr gangandi til að vinir og ættingjar forystusveitarinnar fái notið fjárhagslegrar umbunar.
Rökin fyrir því að skila ekki ársreikningi á meðan Byr er í sölu hjá fjölskyldufyrirtæki Vinstri grænna eru í stíl við vörn Jóns Ásgeirs í Baugsmálum - það mátti ekki dæma hann vegna þess að hann var svo flinkur að græða.
![]() |
Byr beittur dagsektum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn hvað finnst mönnum um afskriftir hjá Landsbankanum til Guðmundar vinalaus? Ætli ég gæti fengið sömu meðferð og aukið hlut minn í húsinu þegar er búið að afskrifa einsog 20 miljarða eða svo.
Simmi (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 10:11
Tengjast Eva B og maðurinn hennar í Arctic VG? Og þessi stjórn sem nú situr í BYR, vit einhver úr hvaða flokki það lið kemur?
Halldór Jónsson, 6.7.2011 kl. 07:59
Halldór foreldrar mínir eiga eða áttu stofnfé í Byr sparisjóði, það sem mér finnst alveg með ólíkindum það er hversu mikið þið á stofnfé.is eruð alltaf að einblína á vitlausa hluti í stað þess að skoða rótt vandans. Þið hafið til dæmis aldrei nokkurn tíman reynt að kynna ykkur Basel 2 reglurnar er það, ég hef meira að segja verið að sýna ykkur fram á uppbyggingu banka og sparisjóða og að ríkið hafi kostað Byr yfir 65 milljarða með því að endurreisa stóru bankana sem fjárfestingarbanka og að ríkið er meira að segja að ræna af ykkur Byr hf líka en ég útskýrði það fyrir Sveini um daginn, en ef þið viljið frekar liggja yfir ættfræði sem skilar engu þá þið um það. Eða Exeter endalaust í stað þess að ráðast á stóru málin þá getur raunverulegur áhugi ykkar á að verja Byr ekki verið upp á marga fiska.
valgeir einar (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 14:47
Þetta snýst ekkert um ættartengs, vinatengsl eða flokka, það er annað hvort að fara eftir leikreglum Basel2 eins og á að fara eftir þeim en þá falla stóru bankarnir og sparisjóðirnir lifa eða brjóta af sér en þá falla sparissjóðirnir og stóru bankarnir lifa góðu lífi nærtu 3-4 árin, Tryggvi Herbertsson sagði meira að segja á Sjálfstæðisfundi hér fyrir norðan að það væri hárétt að ríkisstjórnin sé búinn að skaða Byr með ólöglegri endurreisn stóru bankanna sem fjárfestingabanka og að ríkið hefði kostað Byr að minnsta kosti þessa 65 milljarða en það voru ekki nema 40 vitni á fundinum.
valgeir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.