Össur eyðileggur formannsvonir sínar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skaut sig í fótinn með yfirlýsingum að Ísland þyrfti ekki á undanþágum að halda frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandins. Líklega lækkaði stuðningur við aðildarumsóknina úr um það bil 30 prósentum niður í 20 prósent.

Áætlun Össurar gekk út á að sækjast eftir formennsku í Samfylkingunni á þeim forsendum að sækja fylgi til sjálfstæðismanna sem eru aðildarsinnar. Samfylkingin mælist með 22 prósent í skoðanakönnunum. Aðildarsinnar mælast um 30 prósent og hugmynd Össurar var að vinna í þessum ramma.

Yfirlýsing Össurar um að fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu kemur sér sérstaklega illa fyrir hann vegna þess hve margir aðildarsinnar eru hálfvolgir. Hneykslunarbylgjan í kjölfarið gerir marga fráhverfa aðildarumsókninni.

Össur er sjálfum sér verstur.


mbl.is Alltaf talað fyrir sérlausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"... alltaf gert greinarmun á sérlausnum og varanlegum undanþágum". Það er augljóslega ekki í lagi með manninn. Ég spyr nú bara hver sé munurinn á pissi og hlandi?

Björn (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 20:51

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er augljóst að atvinnu antí-eu arar hafa eigi hunds né kattarvit á efninu.

Nema þeir séu vísvitandi að leika fífl og vonast til þess að allir innbyggjarar hérna séu bara heimskir og hægt að troða ofaní þá hvað própagandaþvaðri sem er með handafli ef ekki vill betur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2011 kl. 21:16

3 identicon

Hvað er própagandað Óskar?

Að það sé alveg eins og Össur segir á milli línanna, hvort sem er alveg gjörsamlega vonlaust og tilgangslaust lengur að reyna að ræða um sérlausnir eða undanþágur í sjávarútvegi, eða svo sem nokkru öðru ef því væri að skipta?

....Og það hafi í raun alltaf verið allt í plati eins og við anti EU sinnar höfum haft fyrir satt svo lengi enda borðleggjandi miðað við grunngerð þessa sambands sem kallar sig við gamla heimin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 21:39

4 identicon

Páll Vilhjálmsson er enn að segja lygi !!!

Það er alveg sama hvað Páll Vilhjálmsson skrifar um ESB, allt er það lygi !

Hann getur ekki sagt satt orð !

En það sem er verst, hann getur ekki satt gott orð um neinn !!!

JR (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 21:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá JR viltu ekki koma með dæmi? Eða ertu á pari við skemmtiþáttinn Evrópusamtökin og Já Ísland, sem eru svona Spaugstofa moggabloggsins

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 00:35

6 identicon

Ætli karlanginn hann  Össur segi nú ekki satt að eihverju leyti núna Þvi það er ekki um neitt að semja og engar undanþágur að fá og ætli það se nú ekki loks að renna upp fyrir lyðnum ?  Af hverju vilja Norðmenn ekki inni ESB þó þeir veiði mun minna á hvern íbúa  en Island  ? Einfaldlega vegna þess að þeir ætla ekki að gefa öðrum sin fiskimið  og um það snyst málið ......Össur ætlar auðvitað glaður að afhenda þau á silfurfati  fyrir Islands hönd ,en hvort hann nær formannstöðunni útá það er mer til efs ,,,,,,,,,,, Annars orðar Ásthildur þetta flott !

Ranssy (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 02:36

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

við verðum að kæfa Össur en hann gerir okkur íslendinga að athlægi. Hann á ekki að fá að komast upp með þessa endanlega vitleysu síma. 

Valdimar Samúelsson, 5.7.2011 kl. 06:08

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú reynir á hina í ríkisstjórninni, hverjir þeirra eru landráðamenn, og hverjir vilja snúa við blaðinu, við ættum að fylgjast vel með, eða verður þetta bara kæft niður og undir stól eins og allt annað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 09:02

9 identicon

@ JR.

Þessi barnalega og algerlega órökstudda gagnrýni þín á síðuhjaldara Pál Vilhjálmsson er hvorki fugl né fiskur og að auki er textinn hjá þér svo illa skrifaður og brenglaður að maður hlær bara að þér.

ESB sinnum nægir að hafa nokkra svona rökleysis-snillinga eins og þig gjammandi til að halda fylgi ykkar jafn litlu og aumlegu og það annars er.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband