Sunnudagur, 3. júlí 2011
Framsóknarflokkur verður leiðandi á hægri vængnum
Framsóknarflokkurinn endurnýjaði sig eftir hrun og tók skelegga afstöðu í stærstu málum svo sem í Icesave og umsókn Samfylkingar um Evrópusambandsaðild. Formaðurinn var ekki hræddur að fara í hart gegn ríkisstjórninni og almenningur er óðum að fá trú á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Með 18 prósent í skoðanakönnun er kominn hægur en öruggur skriður á fylgi til Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkur mælist með 35 prósent sem mun þýða 26-28 prósent í kosningum og skelfileg niðurstaða fyrir flokkinn.
Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er ótrúverðug enda gert sig seka um grundvallarmistök þegar hún studdi Icesave-mál ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Þá hefur flokkurinn látið undir höfuð leggjast að gera upp við hrunkvöðla innan þingflokksins.
Framsóknarflokkurinn verður að óbreyttri forystu Sjálfstæðisflokksins leiðandi á hægri væng stjórnmálanna.
Framsókn eykur fylgið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki það sem menn eru að spá í dag endurkomu Davíðs Oddssonar þar sem hann eins og margir sjálfstæðismenn eru verulega ósáttir við Bjarna.
En Sigmrður Davið hefur staðið sig vel og hefur sýnt mikinn stöðugleika og ekki skemmir að hafa þingkonu eins og Vígdísi Hauksdóttur í sínum flokki.
Óðinn Þórisson, 3.7.2011 kl. 10:51
Greiningin hjá Páli er rétt.
Sigurður (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 12:16
Fylgi Framspillingar breytist í öfugu hlutfalli við það hve mikið formaður flokksins tjáir sig.
Þegar ICESAVE liggur dautt heldur hann kjafti og fylgið eykst, um leið og ICESAVE kemur aftur í umræðuna og Simmi vaknar aftur af davalanum minnkar fylgið.
Þetta hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir Framsóknarmenn.
Oddur Ólafsson, 3.7.2011 kl. 17:40
Gefum Sigmundi Davíð séns á að sanna sig. Hann þarf að hrista af sér gömul spillingaröfl innan Framsóknarflokksins, og vonandi gengur honum það vel.
Styðjum hann til góðra verka.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2011 kl. 18:22
Það er ekki nóg að segjast vera leiðandi á hægri vængnum..ef stefna er ekki til hægri...við skulum sjá hvert stefnir með flokkinn!!
Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.7.2011 kl. 14:29
Anna Sigríður: "þarf að hrista af sér gömul spillingaröfl innan Framsóknarflokksins"
Hvað á Sigmundur að gera til þess að hrista af sér "spillingaröflin"?
Á hann að láta "óspilltan" framsóknarmenn ættleiða sig og skipta um eftirnafn?
Hvar er hægt að finna "óspilltan" framsóknarmann?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.