Laugardagur, 2. júlí 2011
Össur grefur undan Jóhönnu
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra stendur á bakvið lekann um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nenni ekki að ómaka sig við að hitta forsætisráðherra eins voldugasta ríkis veraldar, Kína.
Lekinn smellpassar við karaktereinkenni Jóhönnu. Hún er ómannblendin og sérsinna. Jóhönnu mun reynast erfitt að svara ásökunum um að hennar tími sé liðinn.
Síkáti utanríkisráðherran, eins og Agnes Braga kallar Össur í Sunnudagsmogga, leikur við hvurn sinn fingur enda plottið um hann sem næsta formann virkilega að gera sig. Össur stendur undir nafni sem maðurinn er aldrei segir neitt ljótt um neinn - sem er fyrir aftan hann í stafrófinu.
Annir hjá forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson eyðileggur fyrir andstæðingum ESB aðildarinnar með ofstopa sínum í málflutningi og daglegum fúkyrðaflaumi.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 09:55
Ertu andstæðingur Evrópuaðildar Jón Óskarsson?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 10:10
Páll hittir oft naglann á höfuðið. Það skemmir örugglega daginn fyrir sumum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 10:17
Ég er nú ekki mikið farin að tapa máli þrátt fyrir nokkuð langa veru erlendis, en það fer nú ekki mikið fyrir ofstopa eða fúkyrðaflaumi hjá Páli. Frekar svona yfirvegaður texti sem betur fer.
En ljótt er ef satt er að forsætisráðherra nenni ekki að ræða við valdamesta mann heimsins um þessar mundir.
Mikið væri henni þo trúandi til að haga sér á þennan hátt. Í hennar heimi er víst hægt að sækja allt í hnignandi heim gömlu Evrópu. (Sem kínverjar halda gangandi um þessar mundir).
Henni er ekki sjálfrátt. Því miður. ...Eða þeim sem hana kjósa.
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 10:27
Menn mega ekki gleyma að Jóhanna skilur bara Íslensku, svo fundurinn yrði hálf pínlegur. Hún þarf túlk og raunar þarf hún það í hvert skipti sem hún opnar á sér þverrifuna.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 10:37
Jón Steinar. Já. Ég var mikill andstæðingur alðildar. Var í Heimssýn en er farinn þaðan eins og svo margir.
Deili ekki félagsaðild með andlegum bræðrum þeim Páli Vilhjálms, Dalakútnum, Hjörleifi Gutt og Styrmi.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 11:03
Jón Óskarsson þrammar nauðugur viljugur í Evrópusambandið og hendir skóm í myndir af Páli.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 11:18
Og hvern andskotan eiga Íslendingar að ræða við Kínverja um?
Nú verð ég að lesa yfir ykkur ... þið eruð meiru fávitarnir, svei mér þá. Þið viljið ekki ganga inn í Evrópubandalagið, en haldið að Kínverjar, sem í dag hampa Hakarkrossinum á hverju horni, og þar sem rautt þýðir grænt í bókstaflegri merkingu. Haldið að "samkomulag" við þetta ríki, sé Íslendingum í vil.
Þarf virkilega að benda ykkur á að lesa á milli lína í Íslendingasögunum, um það verjir Ásar voru? Eða eruð þið svona annarlega brenglaðir, að þið haldið að "þið" séuð ásarnir? Þið eruð þrælarnir þeirra ... og Kínverjar hreikja sér af því, að hafa ekki breitt um hugsunarfar síðustu 6000 árin.
Ég segi "áfram Jóhanna", gott hjá kerlingunni ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 12:10
Svo afstaða þín snýst ekki um málefnið heldur mennina Jón Óskar? Óvild þín í garð einstaklinga ræður semsagt afstöðu þini til framtíðar landsins?
Hvað um hin rúm 50% sem vilja þetta ekki? Hvað um 57% þeirra ungu sem landið erfa? Hvað um 17% sem vita ekki sitt rjúkandi ráð? Er þér skítsama um það lið, af því að þér er svo illa við þessa menn?
Ég hef aldrei séð nokkurn bera sig svona að við skoðanamyndun sína?
Hvernig væri nú að rísa upp úr þessari barnalegu fýlu og taka á málefnunum? Veistu hvað þú kemur kjánalega út með svona málflutningi? Er ekki betra að láta það vera að tjá sig?
Með fullri virðingu annars.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 14:29
Bjarne: Þótt þú hafir farið til Kína á lóðarí, þá þýðir það ekki að þú sért sérfræðingur um milliríkjaiðskipti. Bara svona ábending.
Ég tapaði þér svo alveg þegar þú fórst í goðafræðina í beinu framhaldi. Ég vil fá það sem þú ert að reykja.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 14:32
En svona án gríns Jón Óskarsson. Hvernig skýrir þú sívaxandi andstöðu við sambandið í skoðanakönnunum ef þessir menn eru að fæla fólk til ESB hylli með framkomu sinni?
Nú vill meira að segja afgerandi meirihluti hætta við að kíkja í pakkann af því að hann veit hvað er í honum. Það er kúvending frá því seinnihluta árs í fyrra. Áttu skýringu?
Bara svona pæling.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 14:37
Það er mjög fróðlegt að skoða hvernig viðhorf almenings birtast í skoðanakönnunum. Skoðanakönnun sýnir viðhorf fólks á ákveðnum tímapunkti. Samtök iðnaðarins hafa látið gera margvíslegar kannanir og sumar þeirra snerta hugsanlega aðild Íslands að ESB. Fyrir alllöngu birtu samtökin yfirlit yfir kannanir sem gerðar voru frá 2000 til 2008. Á þessum árum var stuðningur við aðild á bilinu 35% til 51.7%. Mestur varð hann 2002 en 2008 var stuðningur 48.8%. Það mætti skrifa langt mál um skoðanakannanir og gildi þeirra en ég vísa til fyrri athugasemda. Ég lifi enn í þeirri von að efnisleg og málefnaleg umræða geti átt sér stað. Bæði fyrir samningsgerð og einnig þegar samningur liggur fyrir.( Hér er slóðin fyrir SI:http://evropa.si.is/skodanakannanir/..)
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 18:02
Össur getur grafið undan Jóhönnu allt hann vill ef hann bara nær ekki að hífa sjálfan sig upp og valda enn meiri skaða. Ótrúlegt að þau skuli vera í forystu landsins.
Elle_, 3.7.2011 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.