Föstudagur, 1. júlí 2011
Danir þreyttir á Schengen-glæpum
Vikulega leita þjófar frá Austur-Evrópu til Danmerkur að stela í skjóli Schengen-samstarfsins um afnám landamæravörslu. Glæpagengi nýta sér frjálsa för milli landa til að færa út kvíarnar.
Landamæravarsla er réttur fullvalda þjóðríkja til að verja hagsmuni íbúa sinna. Danmörk hefur átt í stríði við Evrópusambandið sem lítur á það sem sitt hlutverk að halda aðdráttarleiðum glæpahópa opnum enda hluti evrópskrar samstöðu.
Ísland er illu heilli aðili að Schengen-samstarfinu og hefur samstarfið torveldað löggæslu á Keflavíkurflugvelli.
Danir eru að ná hluta af fullveldi sínu tilbaka með því að taka upp landamæravörslu.
Danir samþykkja eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hagsmuni hverra er alþingi að gæta? Af hverju þurfa þeir aukið skjól? Maður þarf ekki að fara alla leið til Austur-Evrópu til að finna glæpamenn Páll.
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/07/01/vardar_vid_log_ad_rjufa_thagnarskyldu/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 17:04
Alveg hárrétt hjá þér, enda hafa bæði Bretar og Írar kosið að vera fyrir utan Schengen-samstarfið. Því miður samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn aðild að þessu samstarfi.
Það væri mitt fyrsta verk eftir að Ísland gengi í ESB að endurskoða aðild Íslands að þessu samstarfi - líkt og Danir hafa gert - og fylgja fordæmi Breta og Íra og taka upp landamæragæslu á Íslandi aftur!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.7.2011 kl. 19:42
Alþjóðleg glæpavæðing Íslands er einkum rekjanleg til Schengen samningsins og yfirþyrmandi pólitískrar rétthugsunar sem tekur "réttindi" glæpamanna fram yfir hagsmuni fórnarlamba.
Að því kemur að þetta verður leiðrétt á Íslandi.
Það verður ekki sérlega geðslegt.
Öfgar geta af sér öfga.
Karl (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 19:51
Vonandi kemur að því sem allra fyrst, að þjóðin fái að kjósa um þetta Schengen rugl,því ekki mun Össur gera það.
Það er orðið anskoti hart þegar venjulegt fólk þarf, að ráða atvinnulausa í vinnu við að gæta heimilisins og annara eigna, meðan það stundar sjálft vinnu sína frá 8-17.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 20:06
Það er danski þjóðernisflokkurinn Danske Folksparti sem stendur að þessu. Enda var þetta krafa hjá þeim flokki við stuðning núverandi áætlanir ríkisstjórnir. Hugmyndafræði DF er svipuð þeirri hugmyndafræði sem Páll hérna stundar gegn útlendingum og öllu því sem útlenskt er.
Þetta er sú hugmyndafræði sem sjálfstæðisflokkurinn hallast að í dag. Það má enginn gleyma því.
Jón Frímann Jónsson, 1.7.2011 kl. 21:50
Guðbjörn,
Ég hef það fyrir satt að þú getir sparað þér það erfiði að ætla að ganga í ESB og svo úr Schengen. Þjóðir sem ganga inn í ESB nú verða að vera með í Schengen. Bretar og Írar gátu kríað út undanþágu á sínum tíma, en líklega heitir það á evrópsku að þeim glugga hafi verið lokað. Danir lýsa því blákalt yfir að þeri ætli að hunsa sáttmálann, sjáum til hvernig þeim gengur það.
Minni á orð Emmu Bonino: "Evrópusambandið er ekki matseðill"
Hólmgeir Guðmundsson, 1.7.2011 kl. 21:53
Hugmyndafræði ESB er ekkert ósvipuð hugmyndfræði USA með frjálsu flæði milli ríkja. Við skulum ekki gleyma því heldur. Það er verið að skapa ríki eins og Bandaríkin með öllum þeim vanköntum sem því fylgir.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 22:09
Guðbjörn er greinilega algerlega clueless um hvað EU er. Danir fá ekki að ganga úr Schengen. Það þýðir einfaldlega úrsögn úr bandalaginu. Nokkrar þjóðir eru á undanþágu með þetta, en hafa þegar skuldbundið sig til að taka fyrirkomulagið upp. Við getum hinsvegar hætt sísvona.
Það er týpískt fyrir Jón Frímann að draga upp rasistaspilið í tengslum við þetta. Það hefur verið aðaláróðursbragð EU við innleiðingu þessa. Þetta snýst ekki um þþjóðerni, heldur hverjum þú afhendir lyklana að húsinu þínu.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 06:02
Fólk er ekki að andmæla Schengen af því að því er illa við útlendinga. Krafan vaknar þegar morðum, ofbeldisglæpum og ránum fjölgar óheyrilega í beinnu framhaldi af frjálsræðinu.
Fjórfrelsið er grunnstoð Eu ídeológíunnar. Schengen er eitt þessara fjögurra atriða. Ef þetta fjórfrelsi gengur ekki upp, þá er hugsjónin fallin um sjálfa sig. Þetta veit þó Jón Frímann, þótt hann sé að öðru leyti gersamlega ignorant. Hann hefur tekið ESB sem trúarbrögðum og því er hann óheiðarlegur í að verja hervirkin.
Enginn þáttur fjórfrelsisins er að ganga upp. Það er óframkvæmanlegt nema að setja fjórða ríkið á legg. The Europena Empire. Slíkar þreyfingar eru hinsvegar rótin að öllum stríðumm álfunnar, hundruð ára aftur í tímann. Jón vill samt meina að það sé þveröfugt eins og biskupar hans boða honum. Hann gengur gæsaganginn í takt. Það verður ekki af honum skafið.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 06:12
Það er á þessu EU hyski að skilja að það að hafna Schengen sé að loka landamærunum og slíta öllum samskiptum við umheimin a'la norður Kórea, þegar eingöngu er verið að krefjast fyrri reglna um eftirlit á landamærum.
Það er talandi fyrir grunnhyggni þessa fólks að ætla að nokkur taki mark á svona vitfyrringslegum fullyrðingum. Allir bergmála þeir sama spunann án þess að hleypa að gagnrýnni hugsun. Við erum rasistar, hrædd við útlendinga og viljum fara aftur í torfbæina og loka landið algerlega af og einangrast gagnvart umheiminum.
Er vert að eyða orðum á svona andskotans þvaður?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 06:40
Er einhverjum sem þykir þessi Uber-þjóðernishroki (Uber nationalismi) þessa fólks hljóma kunnuglega í sögulegu samhengi? Þarf þetta fólk ekki að fara að glugga í sögubækurnar? Þar munu þeir finna akkúrat sömu frasana á háþýsku með gotnesku letri.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 06:44
Bull frá a-ö.
Augljóst er fáir hafa kynnt sér málefnið en kokgleypa einhverja þvælu sem dabbi réttir þeim með propagandableðlinm líú-mogga sínum.
Hvernig halda menn að danir geti tekið upp ,,eftirlit" með persónum á landamærum á þann hátt að hafi áhrif á glæpi? Hreinn barnaskapur.
það er bara ekki í lagi með fólk margt á íslandi.
Enda vilja nú danir sjálfir ekki meina að þetta sé þannskonar eftirlit heldur tollaeftirlit.
Kynna sér mál. Síðan bla bla og sinna sinni þjóðrembingsdrullu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2011 kl. 09:58
Ómar Bjarki því er nú bara þannig farið að Danmörk er ekki sjálfstæð þjóð eftir að hafa gengið í ESB og sést það best á því að Danir meiga ekki samkvæmt skipun frá Brussel verja sín landamæri gegn frjálsu flæði glæpamanna til landsins,það er fullt af góðu erlendu fólki sem ferðast á milli landa en það eru líka mikið af glæpaklíkum sem gera það líka og er það réttur hverrar sjálstæðrar þjóðar að verja sig en svo er ekki eftir að í ESB er komið.Danir eru að verja sitt land gegn glæpum og verða þeir að fara baktjaldarleiðir til að Brusselveldið fari ekki í fýlu og held ég að endirinn á þessu verður sá að Danir komi sér útúr ESB....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.7.2011 kl. 11:15
Óttalegur barnaskapur er þetta.
Sko, í raun hefur það að úrelt er að tékka menn í bak og fyrir á landamærum - ekkert með EU að gera. það er bara afleiðing af samgöngubyltingu. það er óvinnandi verk að ætla að tékka hvern einasta einstakling af á öllum landamærum.
það mundi engu skila. það er almennt samþykkt meðal þeirra sem til þekkja í Danmörku að það sé arfavitlaus hugmynd að ætla að reyna að veiða ,,glæpamenn" á lanamærunum. það er almennt hlegið að þessum málflutningi þjóðrembingsdrulluflokksins í Danmörku. Gert stólpagrín að honum.
Nú, eins og áður segir era meir að segja stjórnvöld sér grein fyrir þessu því núna er framsetningin þannig að þetta á að vera aukið tollaeftirlit. það hefur þá ekkert að gera með eftirlit með ,,hugsanlegum glæpamönnum" því tollarar mega ekki rannsaka persónur sérstaklega heldur aðeins leita í varningi.
Kynnið ykkur mál. Síðan bla bla. þreytandi að þurfa að skýra allt út fyrir mönnum í hverju einasta andskotans máli. Hafiði heyrt um internetið eða? Aaa lesið bara dabbapésa og áróðu heimsýnarvibbanns. Eg skil. Jæja, bullið þá bara áfram.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2011 kl. 12:19
Í dag er landamæraeftirlit innan Schengensvæðisins. Það er eingöngu með öðru sniði en áður.
Landamæraverðir og tollverðir eru ekki við hefðbundin tollhlið við landamærin heldur við vegina sem liggja á milli landanna.
Einhverjir okkar muna eftir því þegar við keyrðum á milli landa áður en að landamærin opnuðust. Það var í raun nóg að sína framaná vegabréfin. Þau voru þá ekki skoðuð.
Miðað við fjölda þeirra sem fara á milli landa, þá er aðeins brota, brota, brot af þeim með afbrot í öðru landi í huga.
Stór hluti kemst einnig í gegnum landamæraeftirlit þó svo að það verði tekið upp aftur.
Landamæraverðir eru ekki fullkomnir. Við getum ekki heldur gert þá kröfu.
Ef afbrotum fækkar ekki, eigum við þá að kenna lélegri landamæravörslu um það?
PS. Seðlabanki Íslands væri sáttur við hertara landamæraeftirlit. Þá gætu landamæraverðir athugað hvort einhver væri að smygla gjaldeyri úr landinu eða að einstaklingar væru ekki að skila gjaldeyri sem þeir kæmu með til landsins. Þá væri hægt að refsa óþjóðhollum Íslendingum sem grafa undan þjóðarhag.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 14:24
Já, alveg grín að nota þetta. Páll skrifar: "Danir eru að ná hluta af fullveldi sínu tilbaka með því að taka upp landamæravörslu." Já, einmitt. Danir ná 0,1 og 0,4 % tilbaka:
"Mellem 0,1 og 0,4 procent af dem, der krydser en dansk grænseovergang, vil blive tjekket. Og 14 ekstra toldere vil der i døgndrift være til at afdække Danmarks samlede grænsestrækning." (frá Jyllandsposten).
Tilmæli til Páls: Kynndu þér efnið áður en þú bla. bla...
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.