Flótti Samfylkingar frá ESB-umsókn

Um 15 prósent kjósenda Samfylkingarinnar vill draga tilbaka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Álíka stór hópur kjósenda Samfylkingarinnar, eða 16 prósent, segist hvorki fylgjandi né andvígur viðræðuslitum.

Tölurnar koma úr könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Heimssýn og sýna svo ekki verður um villst að flótti er brostinn á kjósendur Samfylkingarinnar vegna Evrópustefnu flokksins.

Samfylkingin stendur einangruð með aðild að Evrópusambandinu sem stefnu. Að upplagi er Samfylkingin hvorki stefnufastur flokkur né nógu harðger til að standa einn í stórræðum.

Þegar kjósendur Samfylkingarinnar yfirgefa flokkinn í hrönnum er þess ekki langt að bíða að þingmenn sem hyggjast ná endurkjöri fylgi í kjölfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vissi ekki að Samfylkingin væri svona stór flokkur.

Ef aðeins Samfylkingarfólk vill ganga í EU, þá hljóta þessi 38,5% að vera í Samfylkingunni, og ef 30% að auki eru á móti eða hlutlaus þá eru kjósendur Samfylkingar 55%

(38,5% /(1-0,3))

jkr (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 13:24

2 identicon

Hvernig er hlutfallið hjá kjósendum annarra flokka? Hvernig væri að koma með allar tölur úr könnunni og einnig tölur sem meta gildi og áreiðanleika hennar? Þetta er að verða hálfgerður skrípaleikur, Palli minn. (En á að vera hluti af skipulögðum áróðri....

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband