Glæpur og refsing hf: auðmenn kaupa sýknu

Einn þriggja dómara í Exetermálinu, þar sem réttar var yfir fyrrum forkólfum Byrs, er fjárhagslega tengdur Byr. Ásamt góðkunningja úr Baugsmálinu, Arngrími Ísberg, tryggði meðdómarinn að auðmennirnir voru sýknaðir.

Réttarfar á Íslandi er óðum að taka á sig mynd viðskiptalífsins fyrir hrun þar sem allt var falt fyrir fé.

Er ekki rétt að endurskíra héraðsdóm Reykjavíkur og láta hanna heita Glæp og refsingu hf. Í framhaldi má selja hlutabréf í fyrirbærinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það held ég nú.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.7.2011 kl. 10:15

2 identicon

Þetta er enn ein sönnun þess hve þetta þjóðfélag er helsjúkt.

Glæpamennirnir njóta verndar opinberra aðila og ákveðinna stjórnmálamanna.  

Karl (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 11:07

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Dómarinn Arngrímur Ísberg hefur sagt okkur að hann sjái aðeins viðskipti

þar sem allir aðrir sjá umboðssvik.

Þar sem helsti sakfræðingur landsins á þeim tíma

refsiréttarprófessorinn Jónatan Þórmundsson

sá í hverju horni lögbrot, í Hafskipsmálinu,

sá dómarinn Arngrímur engar sakir. 

Þ

Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 14:23

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þar sem allir í viðskiptalífinu sáu umboðssvik

gagnvart almenningshlutafélaginu Baug

sá dómarinn Arngrímur aðeins viðskipti. 

Á Baugsmálinu sat dómarinn Arngrímur eins og hundur á roði.

Undir málsmeðferðinni fór hann eins og framast var kostur 

eftir tilmælum verjenda

en lagði sig í líma við að niðurlægja og trufla

saksóknara okkar fólksins. 

Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 14:25

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og nú í þessu Exeter máli fær dómsformaðurinn Arngrímur til liðs við sig sem meðdómenda einhvern þægilegasta og prúðasta pilt úr hópi lögfræðinga.

Sá byrjar á að lýsa efasemdum sínum um hæfi sitt þar sem hann er í vinnu hjá BYR samstæðunni.

Nákvæmlega fyrirtækinu sem misgert var við í málinu.

Dómsformaðurinn sannfærir hinn nýlega útskrifaða lögfræðing um að hann sé ekki vanhæfur auk þess að sannfæra hann um að hinir meintu brotamenn séu saklausir.

Með þeirri röksemdafærslu að þeir hafi að vísu misnotað aðstöðu sína en ekki ætlað sér að baka tjón.

Þetta er einmitt skólabókardæmi um óbeinan ásetning þar sem menn vita að þeir eru að brjóta af sér en vona að allt fari vel.

Viggó Jörgensson, 1.7.2011 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband