Fimmtudagur, 30. júní 2011
Ríkisstjórnin kann ekki og getur ekki
Icesave-málið var handvömm ríkisstjórnarinnar frá upphafi. Ríkisstjórnin gerði handónýtan samning, var tvisvar gerð afturreka í þjóðaratkvæðagreiðslu og tókst líka að klúðra lyktum málsins með því að gleyma að fella upphaflegu lögin úr gild.
Ríkisstjórnin gleymir að ógilda lög og gleymir líka að setja lög sem veita heimildir til greiðslu atvinnuleysisbóta og útgreiðslu séreignasparnaðar.
Hér er ekki um að ræða stök mál, heldur mynstur þar sem viðvaningsháttur og handvömm viðgengst.
Alþingi ætti að koma saman, samþykkja þau lög sem þarf og boða til kosninga í haust.
Þingið eyði óvissunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki fyrst og fremst á ábyrgð þingflokksformanna og sérstaklega þó forseta þingsins?
Forseti þingsins er nú annars sérstakt rannsóknarefni.
Mér er til efs að lélegri forseti hafi setið í sögu alþingis.
Karl (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 08:06
Stjórnleysi er fýsilegasti kosturinn. Stjórnkerfið er hannað utanum glæpamenn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 08:49
Varðandi Icesave þá vil ég bæta við að við fyrrir atkvæðagreiðsluna börðust stjórnarflokkarnir gegn því að fólk mætti á kjörstað sem er óþekkt í lýðræðisríki.
Aðeins um 10% treysta Jóhönnu og hún verður að segja af sér og sammála kosningar í haust - þetta gengur ekki svona lengur.
Óðinn Þórisson, 30.6.2011 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.