Miðvikudagur, 29. júní 2011
Ísland fær tilboð um að verða hjálenda
Í danska ríkinu var Ísland ekki nýlenda heldur hjálenda sem átti allt sitt undir kanselíinu í Kaupmannahöfn. Stjórnarherrarnir voru misgóðir eins og gengur en þó aldrei betri en svo að þeir þekktu fjarska lítið til aðstæðna á Íslandi.
Evrópusambandið býður upp á misgott yfirvald. Gagnvart Íslandi eru yfirvaldið í Brussel undir sömu sök selt og það danska. Aðstæður á Íslandi eru Brusselvaldinu framandi.
Íslendingar vita þetta og afgerandi meirihluti þjóðarinnar hafnar tilboði um að gerast hjálenda á ný. Evrópuvaktin vekur athygli á því að sumir sjái það helst landinu til framfara að verða hjálenda.
Þjóðin veit betur og vaxandi þungi er að baki kröfunni um að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu tilbaka.
Athugasemdir
"Nú er það lífsmál fyrir vort land, að það hafi alla stjórnarathöfn sem næsta sér og hagkvæmasta, og þá stjórn, sem getur svo að kalla séð með eigin augum það sem hún á að ráða yfir, en ekki í speigli og ráðgátu, eða með annara augum, í 300 mílna fjarska. Þetta er krafa, sem oss virðist ekki maður geti sleppt, nema með því að óska sér að leggjast í dauðasvefn að nýju ...“
– Úr ritgerð Jóns Sigurðssonar, Um stjórnarmál Íslands, Ný félagsrit, XXII. árg. (1862), bls. 5. Sjá nánar H É R !
Jón Valur Jensson, 29.6.2011 kl. 11:59
Samfélagið er helsjúkt.
Almenningur getur ekki hrist af sér óværuna, spillta og óhæfa stjórnmálamenn, klíkur þeirra og valdahópa.
Reynslan af sjálfstæði er ekki góð.
Karl (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 13:54
Lengi getur vont versnad Karl.
Ekki eru felagarnir Barroso og Rumpoy skarri kostur. Almenningur borgar vist tvær einkatotur undir hvorn rass tar sem teir rifast um hvor radi meiru.
getur almenningur kosid ta burt?
(Eda Evropska bankamafian sem grædir enn tratt fyrir oabyrga lanastefnu fyrri ara).
jonasgeir (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 16:04
Nei, Jonasgeir, Barroso, Rumpurinn og allir hinir eru ekki álitlegur kostur, ég er sammála því.
En þetta samfélag er helsjúkt.
Hér vaða uppi siðleysingjar og ofstækismenn.
Nú er Gunnar Smári búinn að taka að sér að frelsa Íslendinga!
Með boðum og bönnum auðvitað.
Sennilega er landflótti eini kosturinn.
Karl (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.