Grunngerð samfélagsins virkar, stjórnvöld ekki

Íslendingar meta efnahagsástandið skárra en horfur dökkar. Viðhorf og væntingar fara  eftir raunstöðu efnahagsþátta s.s. kaupmætti og atvinnuleysi annars vegar og hins vegar hvernig stefnir.

Efnahagskerfið er um það bil að skila sínu þótt hægt fari. Höfuðatvinnuvegir eins og sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru á blússandi ferð. Neytendamarkaður slítur með óvissu á eignarhaldi um leið og hann reynir að aðlaga sig breyttri neyslu eftir hrun.

Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er aftur á móti dragbítur og skapar tortryggni um framhaldið. Pólitíska kerfið er ekki nema að litlu leyti endurnýjað frá hruni og ríkisstjórnin bæðí veikluð og stríðir við innbyrðis deilur.

 


mbl.is Íslendingar svartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar bankarnir velta fyrir sér útliti og horfum ættu þeir að byrja á því að líta í eigin barm. Þeir eru æxlið í þjóðfélaginu og munu ganga frá því.

http://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/nr/1780

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 08:52

2 identicon

Ég er mjög sammála ELÍNU.

Ofurgróði bankanna segir allt um hve þetta þjóðfélagt er sjúkt.

Bankarnir njóta verndar spilltra og óhæfra stjórnmálamanna.

Ég tel líklegt að þeir muni kalla annað hrun yfir Íslendinga.

Spilltir og óhæfir stjórnmálamenn verða þessari dýrir.

En dýrastur verður aumingjaskapur Íslendinga sem láta bjóða sér allt.

Rósa (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband