Tvöföld kosningabarátta: ESB-aðild og alþingi

Össur Skarphéðinsson ætlar sér að halda lífi nógu lengi í ríkisstjórninni til að geta háð tvíhliða kosningabaráttu, annars vegar til alþingis og hins vegar um aðild að Evrópusambandinu. Össur metur möguleika Samfylkingarinnar meiri í slíkum kosningum þar sem aðildarsinnar í Sjálfstæðisflokknum gætu hjálpað til líkt og við síðustu kosningar.

Kannanir sýna um 30 til 40 prósent fylgi við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Össur sér fyrir sér að nálgast þennan kjósendahóp sem næsti formaður Samfylkingarinnar.

Og já, það er vel við hæfi að Össur Skarphéðinsson verði síðasti formaður Samfylkingarinnar.


mbl.is Söguleg stund fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í dag hefjast aðildaviðræður Íslands við Evrópusambandið formlega og af því tilefni ætla Evrópusinnar að fagna saman í kvöld.

Fögnuðurinn hefst kl 20.30 á B5 sem er á Bankastræti 5 í Reykjavík - og munu Mið- Ísland bræðurnir Bergur Ebbi og Dóri DNA segja örfá orð.  Sérstakt tilboð verður svo á barnum. 

Er ekki bara málið að andstæðingar aðildar mæti líka og láti í sér heyra?

Geir (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 16:59

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað getum við svo sem gert við fögnuði Íslandshatara. Við hin svíkjum ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2011 kl. 18:59

3 identicon

Staðarvalið er gott, B5 er lítill staður, þeir áttu semsagt ekki von á mörgum.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband