Kein Reich, kein Fürher, nür Euro

Evran þarf Evruland með ríkisstjórn, þjóðhöfðingja, ríkissjóði og hvaðeina sem prýða á stórveldi, segir George Soros braskari er gat sér til fræðgðar að fella breska pundið fyrir 30 árum. Evrulandið er ekki orðið að veruleika nema hjá belgíska aðalritara leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hinum mikilúðlega og eitursnjalla van Rompuy.

Götuvígi verða ekki reist í nafni Evrulands. Enginn mun leggja sig í lífshættu til að Evruland munu eiga sér framtíð. 

Evruland er aðeins merkimiði um klofning í Evrópusambandinu. Til Evrulands teljast aðeins þau ríki sem hafa evruna að lögeyri og þau eru 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins.

Í ljós hefur komið að evran var sett á laggirnar með tvíþættu markmiði. Stórríkin Frakkland og Þýskaland sóttust eftir evrusvæði til að þjóða markmiðum sínum um þýskt-franskt stórveldi í Evrópu. Þurfalingsríki í suðurhluta álfunnar sáu sér leik á borði og hugðust láta ríku þjóðirnar í norðri niðurgreiða lífskjör í suðri. Á meðan allt var í lukkunnar velstandi gekk evru-verkefnið.

Þegar að kreppir afhjúpast blekkingin um Evrulandið. Ríku Norður-Evrópubúarnir hafa engan áhuga á að niðurgreiða lífskjör í suðri. Og Suður-Evrópa hyggst ekki taka upp siði og háttu þeirra í norðri í umgengni við ríkisfjármál.

Dauðastríð Evrulands er fróðlegt athugunarefni í samhengi við pólitíska þróun álfunnar.  

 


mbl.is Segir evrusvæðið gallað í grundvallaratriðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er einhver munur á "Ein reich, ein fuhrer" eda thessu bölvada brambolti med evruna? Daudadaemdur gjaldmidill í daudadaemdri evrópusamvinnu. Eigum vid ad raeda thetta eitthvad frekar? össur, jóhanna og man ekki lengur hvad hann heitir thessi sem er "velferdarrádherra. Held samt hann sé einhversson. Kommarnir koma sídan í bunum á eftir, Jónasson fyrstur thó.

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2011 kl. 07:26

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jónasson á eftir ThistilfjardarkÚvendingnum, Sigfússyni.

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2011 kl. 07:27

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er nú allur Evru-stöðugleikinn, sem á að redda öllu á Íslandi, en getur ekki einu sinni reddað þeim sem nú þegar eru með Evru, vegna galla sambandsins, enda ekki fullhannað ennþá.

Þetta var nú alltaf vitað, en sumir neita að trúa sannleikanum. Það er heldur ekki sama hver segir sannleikann. Afneitunin er algjör hjá þeim sem ætla að koma Íslandi í tilvonandi ESB-stórveldið, sem mun þurfa að verjast með hernaði. 

Í hernaðaruppbygginguna er aðildargjald þjóðanna notað, og engar smáupphæðir þar um að ræða. Það er engin miskunn né mannúðar-vinnubrögð í hernaðaráætlunum. Reikningar ESB hafa ekki verið endurskoðaðir í meir en áratug, svo mikil leynd er yfir myrkraverkum ESB-höfuðstöðvanna. Skjótt getur skipast veður í lofti, í Evrulandi, þegar ástandið er viðkvæmt og litað af bankasvindls-braski, sem fékk að viðgangast þar.

Eitt er víst, og það er, að ESB-samkundan í Brussel, eru engin góðgerðarsamtök, og hvers vegna ætti þau svosem að vera það? Það á í raun hver þjóð að hjálpa sér sjálf, og taka ábyrgð á sínum málum, undir öllum eðlilegum kringumstæðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.6.2011 kl. 08:32

4 identicon

Páll vilt þú ekki útskýra hvað td. Grikkland græðir á að ganga úr Evrusamstarfinu? Einnig af hverju fellur ekki gengi Evru ef hún er dauðadæmd?

jkr (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 10:12

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þó svo að spurningunni hafi verið beint til Páls, þá ætla ég að svara:  T.d með því að ganga úr ESB og taka aftur upp eigin gjaldmiðil, sem stjórnast af efnahag landsins, eru allar líkur á því að landið geti unnið sig út úr þeim efnahagsþrengingum sem það er í en verði það áfram í ESB og með evru er vonin um að þeir vinni sig út úr þessu ENGIN....................

Jóhann Elíasson, 27.6.2011 kl. 11:45

6 identicon

jkr.

Það eru margir fróðir sem hafa útskýrt þetta vel og skilmerkilega.  

Grikkland hefði grætt mest að að aldrei ganga í Evrusamstarfið.

En nú er Grikkland fast í kongulóarvefnum.  Þá er það spurning um að slíta af sér lappirnar til að lifa af.

Af hverju var gengi krónunnar íslensku svona hátt áður en það svo hrundi?  Markaðir eru ekki alltaf rökréttir.  En lækkun gengis Evru liggur í loftinu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 13:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

jkr..Lest þú ekki blöð? Evran er búin að vera að falla undanfarna þrjá mánuði eins og enginn væri morgundagurinn, þrátt fyrir örvæntingafullar manipúlasjónir seðlabankans. Dollarinn er í frjálsu falli, en samt er Evran að hrynja miðað við hann. Hmmm? Hvað skyldi valda þessu?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 19:20

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú getur vafalaust fundið einhverja örmynt sem fellur ekki jafn hratt og notað hana sem viðmið. Það er jú allt leyfilegt í spunanum er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 19:22

9 identicon

Jón

EUR/USD var 01/04 2011 = 1.42

EUR/USD er núna 1.43

EUR/NOK var 01/04 2011 = um 7.81 og er það sama núna

EUR/CHF Var 01/04 2011 = um 1.32 er núna 1.20

Evran hefur fallið gagnvart Svissneskum Franka enda hefur frankin verið að styrkja sig gagnvart flestum gjaldmiðlum.

Að öðru leiti hefur Evran verið mjög stöðug gagnvart flestum gjaldmiðlum.

Þú getur náð þér í Forex Trader á netinu (td. hér: http://www.avafx.com/) og veðjað á fall Evrunar td. með hlutfallinu 1/100 og orðið forríkur ef þú ert svona viss um að evran falli og falli. Ég mundi ekki veðja á fall.

jkr (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband