Sunnudagur, 26. júní 2011
Egill Helga spyr um þjóðleg gildi
Egill Helgason spyr um með nokkrum þjósti hver séu þau þjóðlegu gildi sem Evrópuvaktin segir að séu í sókn. Þjóðlegu gildin voru ágætlega rökstudd fyrir nokkru þegar útlendur konungur ásældist eyju norður af Íslandi.
Höfðingjasleikjurnar vildu gjarnan gefa konungi eyjuna. Það þótti útgjaldalaust að gefa eyju sem var almenningur og svo var hitt að frægð og fremd beið þeirra sem komust í hirð konungs.
Alþýðumaður á Íslandi, tengdur einum stórhöfðingjanum, sagði sitt álit á ósk Ólafs Haraldssonar hins digra Noregskonungs
En þótt konungur sjá sé góður maður, sem eg trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til þá er konungaskipti verður að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast.
Einar Þveræingur heldur fram í Heimskringlu Snorra Sturlusonar sígildum rökum fyrir þjóðlegum gildum og sjálfstæði þjóðarinnar. Útlenda yfirvaldið er misgott. Til að halda frelsi þurfa landsmenn að gæta sín gagnvart útlendu yfirvaldi sem þykist kunna og vita betur hvernig Ísland skuli byggt en þjóðin sem setið hefur landið frá landnámi.
Athugasemdir
Ógnin kemur innan frá.
Meinsemdin er hér.
Ekki þar.
Karl (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 16:00
Einar var náttúrlega ekki ,,alþýðumaður". Hvernig getur bróðir Guðmundar ríka Eyjólfssonar Goðorðsmanns fyrir Norðan verið alþýðumaður. Var hann kannski Alþýðuflokksmaður?
Guðmundur ríki var svo ríkur að hann hafði 100 vinnuhjú (þræla) og 100 kýr.
þar fyrir utan er þetta hreinn skádskapur hjá Snorra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2011 kl. 17:08
Egill eins og aðrir Íslendingahatarar eru náttúrlega að mæla fyrir hinni endanlegu lausn (final solution)
Það finnst hvergi jafn vitfirrt þjóðernishyggja en hin yfirþjóðlega þjóðernishyggja Egils og co. Eitt ríki, eitt fólk, ein stefna, ein skoðun eitt yfirvald. Ég er steinhissa á að Egill þessi greindi maður, skuli ekki sjá hvað hann er að boða hér.
Kannski er hann bara svona barnalegur að halda að kvosin verði alþjóðlegri og menningarlegri og að Parísarkaffihúsin og veðurfarið muni verða ríkjandi í hlandfor miðbæjarins. Ruhrhéröðin fyrir austan fjall með öguðum og stæltum verkalýð, Gondólarnir á tjörninni...
Öll menning er flottari og betri og klassískari en hin hallærislega Íslenska menninng sem krefur hann um að klæðast roði og búa í torfkofa. Skítt að hann skuli hafa verið svo ógæfusamur að fæðast hér, en vera ekki að ræða Proust og Decartes við Eirík Bergmann yfir latte á Saint Germain des Pres.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2011 kl. 18:51
Fast borð á Les Deux Magots væri við hæfi fyrir þessa miskildu snillinga. Þeir gætu jafnvel kynt undir órunum með staupi af Absinth svona við og við. Það væri sko kúltúr...og þeir náttúrlega orðnir ódauðlegir óverðugir.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2011 kl. 19:03
Ég vissi ekki að maður yrði sjálfkrafa ríkur af því að eiga ríkan bróður. En hvort sem menn telja að um skáldskap sé að ræða eða ekki þá gildir það einu í þessu sambandi. Orð Einars þveræings kallast á góðri íslenzku einfaldlega heilbrigð skynsemi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 26.6.2011 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.