Jón Ásgeir útvistar ábyrgð

Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri segir hann og fjölskyldu sína ekki bera neina ábyrgð á því að stjórn Baugs, sem hann og fjölskyldan skipaði, ákvað að kaupa hlutabréf af Jóni Ásgeiri og fjölskyldu til að auðga fjölskylduna en láta tapið sitja á kennitölu Baugs.

Vitanlega ber Jón Ásgeir persónulega enga ábyrgð á ákvörðunum lögaðila eins og Baugs.

Útvistun ábyrgðar er sérgrein Jóns Ásgeirs. Eins og kom vel fram í réttarhöldum yfir Baugsstjóranum ber hann aðeins ábyrgð á þeim gjörðum sem eru réttu megin laganna - aðrir eru ábyrgir fyrir athöfnum sem brjóta í bága við lög og rétt.

Jón Ásgeir kom sér upp heilum stjórnmálaflokki til að halda fram sínum málstað á tímum útrásar. Hvers vegna þegir Samfylkingin núna?


mbl.is Stjórnin ábyrg, ekki fjölskyldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Hvers vegna þegir Samfylkingin núna?" spyrð þú. Getur það verið vegna þess að líkt og Jón Ásgeir ber Samfylkingin aldrei ábyrgð á neinu sem úrskeiðis fer.

Hér varð bankahrun sem Jón Ásgeir bar, að eigin sögn, enga ábyrgð á. Samfylkingin ekki heldur, þótt hún sæti í ríkisstjórn og hefði slökkt öll viðvörunarljós svo JÁ og félagar gætu athafnað sig að vild í myrkrinu.

Fjórir samfylkingarþingmenn sáu til þess að einn maður á Íslandi ber nú syndir heimsins á herðum sér.

Hann heitir Geir H Haarde.

Ragnhildur Kolka, 26.6.2011 kl. 07:54

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við berum öll ábyrgð á að láta blekkjast af heimsmafíunni, sem er með ítök í ESB-svikaklúbbnum "vinsæla", sem er búinn að kaupa Jón Ásgeir og fleiri valdapostula á Íslandi.

Og réttlætinu verður aldrei náð með því að taka fyrir einn mann, sem heitir Geir H. Haarde. Og þeir sem tóku sér dómaravaldið í þeim málum eru samsekir? Hvernig getur það talist réttlátt? Ég óska eftir réttlátum rökstuðningi fyrir þessu einelti á Geir H. Haarde? Það voru nefnilega miklu fleiri sem áttu að vera í sökudólga-sætinu heldur en Geir!

Ég þekki Geir ekkert persónulega, en réttlætiskennd minni er misboðið, vegna þess hvernig þessi mál hafa þróast. Ef hópur nauðgara er samstíga um nauðgunar-glæp, á ekki bara að dæma einn af þeim! Skilur fólk þessa samlíkingu?

Við erum öll sek, vegna vanrækslu okkar á gagnrýnis-vaktinni. Heimurinn verður ekki betri en við gerum hann sjálf. Það eru ekki "þeir" heldur við, sem stjórnum heiminum, með okkar þátttöku og skoðana-afstöðu til stóru málanna í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2011 kl. 09:11

3 identicon

Ber Sjálfstæðisflokkurinn enga ábyrgð, bara Samfylkingin, Ragnhildur?

Skúli (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 14:20

4 identicon

Ein heimalöguð samsæriskenning...

Geir er einum fórnað til að hann fái réttmæt samúðarstig.

Málið verður á endanum látið niður falla sökum þess hve hrikalega óréttlátt það er í kjarna sínum.

Flestu fólki finnst þetta mál óréttlátt og því verða engir eftirmálar þegar Geir yfirgefur sviðið með hreint mannorð..réttlætinu var "fullnægt" óréttlætið kveðið í kútinn.

Geir, Ingibjörg, Björgvin, Árni og þeir sem málinu tengjast ríða saman inn í sólarlagið, kveikja sér í vindli..job well done ..

runar (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband