Þorsteinn Pálsson skjallar Össur

Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar vikulega pistla í Baugsútgáfuna sem trúlega þarf að endurskíra og kalla hérakver Jóns Ásgeirs. Í pistli dagsins segir Þorsteinni í löngu máli og myrku að annað tveggja verður að gefa eftir á stjórnarheimilinu, Evrópustefnan eða sjávarútvegsstefnan.

Flestir læsir á stjórnmál eru laungu búnir að sjá að hvorutveggja umsóknin og kvótafrumvörpin eru dauð mál.

Tíðindin úr pistli Þorsteins er að skjallið sem hann hleður á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherra stýrir viðræðunum listilega

segir fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins. Össur er um þessar mundir að safna liði til að taka við af Jóhönnu Sigurðardóttur sem formaður Samfylkingarinnar. Liðsauki Þorsteins Pálssonar er eflaust vel þeginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. þetta leikrit Össurar og annara svikapostula er dauðadæmt. Það sjá og skilja allir sem ekki láta heilaþvo sig af svikafréttamiðlum eins og Fréttablaðinu.

Össur blessaður er í mjög vafasamri stöðu, þegar kemur að réttlæti gagnvart ESB-umsókn og almenningi á Íslandi.

Almenningur á Íslandi vill nefnilega ekki fara í ESB-klíkuna.

Össur klikkaði alveg á þessu grundvallar-prinsippi þjóðarinnar!

Það er mjög alvarlegt mál fyrir Össur blessaðan, að hafa svikið almenning á Íslandi í þessu gífurlega mikilvæga og pólitíska ESB-máli!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 21:47

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Var ekki Jórunn Frímansdóttir að bætast í ESB hópinn??

Vilhjálmur Stefánsson, 25.6.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband