ESB krefst aðlögunar,Össur vill kíkja í pakkann

Evrópusambandið gerir  kröfur um aðlögun þeirra ríkja sem sækja um aðild að sambandinu. Í aðlögun felst að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum.

Samkvæmt útgáfu Evrópusambandsins er um að ræða um 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglum sem ætlast er til að umsóknarríki innleiði í sín lög.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist aðeins vilja kíkja í pakkann til að sjá hvaða Evrópusambandið býður. 

Í pakkanum er aðeins þetta: aðlögun að Evrópusambandinu.


mbl.is Meira en einfaldar viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   ,,Return to sender,, aflögun frá ESB. M.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2011 kl. 12:19

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við erum búinn að gera það sem samþykkt var fyrir þegar þann 19 júlí en þá var samþykkt ólögmæt aðildarumsókn. Stöndum vörð um landið okkar og ekkert meira ESB tal né hjal.

Valdimar Samúelsson, 25.6.2011 kl. 12:39

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Á milli ESB og Össurar er þrælagjá sem við föllum öll í, ef við förum ekki að hugsa sjálfstætt og ábyrgt.

Össur blessaður hefur ekki neina innsýn, eða skynbragð á, hvað er að gerast í raun, í þessum svikula heimi. Það er ógnvekjandi staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 14:34

4 identicon

Þó ég sé mótfallinn inngöngu finnst mér ansi illa farið með sannleikann hjá þér. Ísland er búið að innleiða meirihluta þessara laga og reglna. Ef þetta er 90 þús. síður fyrir utan það sem búið er að innleiða verður það þá að koma fram.

Upphrópanir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum hjálpa ekki, sama hversu góður málstaðurinn er.

Nonni (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 14:59

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það ætti í rauninni ekki að skipta máli hvort laga- og reglugerðarpakki ESB telji alls 90.000 blaðsíður eða hvort hann sé einungis til viðbótar öllu því fargani sem fyrir er.

Það sem skiptir máli er auðvitað hvort almenningur hafi tök á því að þekkja þær reglugerðir sem eiga að stjórna lífi hans.

Vissulega voru hlutirnir einfaldir hér forðum þegar lýðnum var gefinn 10 lögmál sem rúmuðust á einni töflu/blaðsíðu og mátti eflaust bæta við þó nokkrum. En fyrr má nú vera ofvöxturinn!

Kolbrún Hilmars, 25.6.2011 kl. 15:59

6 identicon

Nonni: Öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi eru órafjarri því að fylla 90.000 blaðsíður. Ég þori ekki að fara með það nákvæmlega en 10.000 er nærri lagi. Ergo: Fullyrðingar þess efnis að við höfum beinlínis tekið upp 70-90% af regluverki ESB fást ómögulega staðist.

Fyrir mitt leiti hef ég ekki nema einu sinni fengið rökstuðning á bak við prósentureikning af þessum toga útskýrðan. Þá var bent á að við uppfyllum fyrir mestan part kröfur ESB í 22 af 35 lagaköflum sambandsins, þ.e höfum innleitt þá löggjöf sem er relevant hér á Íslandi (en ekki reglur um járnbrautir eða ólífurækt, t.d).

Það er svo spurning hvað prósentureikningur af þessu tagi merkir. Eftir allt saman eru kaflarnir sem eftir sitja m.a kaflarnir um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, peningamál, orkumál, ytri tollamál, dómsmál og löggæslu og utanríkis-, öryggis- og varnarmál.

Fyrir mína parta þykir mér eitthvað dálítið bogið við það að gefa samræmingu í t.d mennta- og menningarmálum, þar sem ESB hefur ekkert eiginlegt löggjafarvald heldur samhæfingarhlutverk, sama vægi og samræmingu í sjávarútvegsmálum þar sem ESB löggjöf ESB er ríkjandi (en löggjöf aðildarríkis víkur ef þær greinir á).

Rauna þykir mér prósentureikningur með lög svona almennt séð ansi heimskuleg iðja.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 16:55

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Til gamans má geta þess að heildarlöggjöf Evrópusambandsins, svonefnt "acquis communautaire" sem okkur ber að innleiða hér samhliða inngöngu í sambandið, telur tæplega 100.000 lagagerðir. Heildarlöggjöf í gildi á Íslandi í dag er 5.000 lagagerðir.

En það er auðvitað hárrétt hjá Hans, svona talning á lögum segir ekki mikið. En það er hins vegar engar líkur á því í þessu ljósi að meirihluti löggjöfar Evrópusambandsins gildi þegar hér á landi sama við hvað er miðað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.6.2011 kl. 19:49

8 identicon

Össur er föðurlandssvikari (Quislingur) af síðustu sort og það ber að refsa honum í samræmi við það.

Við eigum strax að byrja að undirbúa landsdóm fyrir afstyrmið

Skjöldur (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 20:42

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bull og búið opinberlega að stimpla það sem bull.

Hinsvegar var eg sá eini sem sá í gegnum propagandabullið frá day one.

Eg sagði á day one:  Þetta er bull frá a-ö.  Og útskýrði eðli og efni máls i stuttu formi.  það var vegna þess að eg er einn af sárafáum aðilum á íslandi sem kynni mér mál uppá eigin spýtur.

En fjöldi fólks tók mark á þessu ruglumbulli og aðalega vegna endurtekningarfatorsins  (regla númer 1 í propaganda 101: endurtaka nógu oft bullið)  og einhverjir taka mark á þessu enn - svo skiljalegt að menn vilji halda þessum sem gleypa propagandaþvælu á önglinum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband