Lög á frekjuflugmenn

Framkvæmdastjóri flugmanna Icelandair neitaði að upplýsa um kröfur flugmanna í yfirstandandi kjaradeilu sem leitt hefur til skæruverkfalla. Flugmenn eru með milljón krónur og þar yfir á mánuði og eru þar af leiðandi sæmilega haldnir.

Launþegar almennt og yfirleitt hafa samið um launahækkanir í skugga hruns. Þær launahækkanir standa flugmönnum til boða en þeir vilja meira.

Frekjuflugmönnum Icelandair á að mæta með hörku og setja á þá lög.

 


mbl.is Lagasetning möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef einhvern veginn á tilfinningunni að til þess sé leikurinn gerður hjá Icelandair með þessum niðurfellingum á flugi á sunnudaginn.  Vegna yfirvinnubanns?

Hef sosum samúð með Icelandair og ekki síður íslenskum ferðamannaiðnaði.  En vildi gjarna að fyrir svona dóma skoðaðir þú og fleiri kostnað við flugmannsnám án námslána og þ.h. fyrir sumarvinnu.  Páll, þetta er ekki tóm frekja - það er á hreinu.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:11

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sigrún, ef það er svo að flugmenn eigi réttmæta kröfu um hækkun launa vegna þess að flugnámið er dýrt ættu þeir að leggja fram þá kröfu á opinberum vettvangi. Það gera þeir ekki heldur segja launakröfur sínar einkamál flugmanna. Þetta er afar ósannfærandi málflutningur, svo ekki sé meira sagt.

Páll Vilhjálmsson, 24.6.2011 kl. 20:16

3 identicon

Mikið til í þessu hjá þér Páll en svona mál er stærra en að hægt sé að afgreiða það sem frekju.  Þarna erum við að tala um fjölda fjölskyldna sem eru launalausar vetur eftir vetur eftir duttlungum Icelandair.

Fyrir utan þennan harða dóm þinn á flugmenn/konur er ég oftast sammála þínum skrifum.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:21

4 identicon

Auðvitað er ólöglegt að setja lög á flugmenn. Þess heldur að þeir eru ekki í verkfalli, aðeins yfirvinnubanni. Engir almannahagsmunir í húfi, bara væl frá samtökum ferðaþjónustunnar. Engin ástæða er fyrir stjórnvöld að hlaupa eftir slíku væli. ferðaþjónustan ætti bara aðeins að skoða sjálfa sig. Þeir hafa offjárfest í sinni atvinnugrein, og að auki verðlagt sig út af markaðinum með óheyrilega háu verði á gistingu og mat, svo venjulegir íslendingar hafa ekki efni á að ferðast um landið sitt. Svo ætlar þessi atvinnugrein bara að stóla á útlendinga! gáfulegt eða hitt þó heldur! Það þarf ekki nema eitthvert smáatriði til þess að ferðir útlendinga til Íslands detti niður. Ferðaþjónustunni væri nær að vinna íslenska markaðinn, t.d. með því að lækka verð fyrir íslendinga á gistingu og mat, c.a. niður í 50% lægra en útlendingar greiða. Slíkt væri sanngjarnt, og þá færu íslendingar að nota þessa þjónustu. Og ferðaþjónustan væri ekki eingöngu að treysta á útlendinga. Tvöfalt verð, þ.e. ódýrt fyrir heimamenn og dýrara fyrir útlendinga er algangt amk. hjá fátækari þjóðum.

Óli (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:29

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl aftur Sigrún, mér fannst það virðingarvert þegar ég heyrði að flugmenn ætluðu að standa vörð um réttindi yngstu félagsmanna sinna. Eins og alþjóð veit ræður starfsaldur því hverjum er sagt upp hjá Icelandair,  þegar um flugmenn er að ræða. Þegar fækka þarf flugmönnum er þeim yngstu sagt upp.

Ef deilan snýst um þetta, þ.e. réttindi yngstu flugmannanna, hvers vegna segja talsmenn flugmanna það ekki? Kjör þeirra flugmanna sem nýbúnir eru að öðlast réttindi og sitja uppi með skuldir vegna flugnáms eru sanngirnismál.

Talsmaður flugmanna sagði á hinn bóginn í kvöldfréttum Sjónvarps að almenningi kæmi ekki við hverjar kröfur flugmanna væru. Sem vekur grunsemdir að kjaramál yngstu flugmannanna séu ekki það sem deilan stendur um.

Páll Vilhjálmsson, 24.6.2011 kl. 20:30

6 identicon

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er Árni Gunnarsson. Árni gegnir einnig starfi framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. Flugfélag Íslands tilheyrir Icelandair Group.

frankm (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:45

7 identicon

Oft hef ég nú lesið bloggin frá þér Páll, en nú finnst mér þú alveg skjóta yfir strikið. Ef þú heldur að laun allra hér á landi eigi að miðast við ómenntað, óhæft ábyrgðarlaust stjórnmálapakk, er ansi illa komið fyrir okkur hér á þessu skeri. Það vill  nú svo til, að samkvæmt lögum er egnvum heimilt að tjá sig um laun eða taxta meðan samningar eru á borði hjá sáttasemjara. Þetta átt þú að vita. Sem betur fer, er ennþá til fólk, sem hefur lagt sig í líma við það að ná þeirri menntun og hæfni sem þarf til betri launa,  án þess að stjórnmálamenn fari nú að ráðskast um hver laun þeirra eiga að vera. Það er nú bara þannig Páll, að þessi stétt, ásamt fleirum, þurfa að axla ábyrgð. Eitthvað sem stjórnmálmenn þurfa ekki að gera. Verði þeim á alvarleg mistök í starfi, bíður þeirra margra ára fangelsi......!!!!! Gott ef svo væri hjá pólítíkusum. Kannski þú viljr bara leggja niður þessa stétt og fá útvalda flokksgæðinga til að fljúga þessum þotum af því þeir hafa áhuga á því en enga menntun. Er ekki komin tími til að hætta þessu þrasi og átta okkur á því að það er ennþá til fólk á þessu landi sem á betra skilið heldur laun ómenntaðs fóks í pólítík. Ég ætla bara rétt að vona að hæfileikar íslendinga séu ekki bundnir við laun ráðherra, sem engva ábyrgð þurfa að bera á því sem þeir gera. Þá er ekki mikil von fyrir okkur að reyna halda í komandi kynslóðir.

Kveðja Sigurðu.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:45

8 identicon

Allveg ósammála síðasta ræðumanni, Sigurði. Jóhanna var ráðinn sem forsætisráðherra vegna menntunar sinnar og sama má segja um jarðfræðinginn. Bæði mjög hæf í starfi sínu og fá auðvitað laun samkvæmt því, lessan og stórlygarinn.

Öddi (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 21:18

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viltu ekki bara láta afnema verkfallsréttinn Páll?  Vistarböndin gömlu hugnast þér væntanlega betur því þú hefur vaðið fram með stórmennsku og hroka gegn öllum þreyfingum verkafólks um bætt kjör og leiðréttinu launa. Þetta er ekki fyrsti pistill þinn í þessa veru og þú ættir að skammast þín og hafa vit á að halda þessum fasisma fyrir þig sjálfan.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.6.2011 kl. 21:27

10 identicon

Takk fyrir svarið Páll.

Ég var búin að lesa það á einhverjum fréttamiðlinum í dag að þessi kjarabarátta/yfirvinnubann flugmanna Icelandair snerist um starfsöryggi.  Eins og þér þá finnst mér það virðingarvert og stórt mál þar sem þetta snýst um réttindi yngstu starfsmanna - sem fara reyndar að verða þokkalega við aldur miðað við aðrar starfsstéttir.

Ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að Katrín Júlíusdóttir setji lög á heiðarlegt fólk sem hefur barist til mennta án nokkurrar aðstoðar til að fá eina stjörnu frá þeim sem aldrei hafa axlað ábyrgð. 

Svo hjartanlega sammála Óla og Sigurði Hjaltested hér fyrir ofan. Sú græðgi sem virðist hafa gripið ferðamannaiðnaðinn hér á landi miðar öll verð við útlendinga og gerir okkur íslendingum ókleyft að ferðast um eigið land. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 21:32

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst að ummælum eins og "oddi" er með hér að ofan eigi að henda út. Rétt kannski að benda þessum "odda" á það að Jóhanna og Steingrímur voru ekki ráðin í eitt eða neitt starf heldur voru þau kosin til þess. Þ.e. að meirihluti þeirra sem neyttu kosningaréttar síns 2009 kusu þau og þeirra flokka. Og að Jóhanna hefur verið kosin á þing í mörg kjörtímabil fyrir Alþýðuflokk Þjóðvaka og svo Samfylkingu.

Fólk getur verið ósammála henni og Steingrími en svona málflutningur þar sem kynhneigð Jóhönnu er dregin inn í umræðuna er náttúruleg óþolandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.6.2011 kl. 21:58

12 identicon

Hátekjumenn sem geta ekki tekið skerðingu eftir hrun eins og aðrir í þjóðfélaginu eiga enga samúð hjá mér.

Helgi (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 22:35

13 identicon

Magnús það er nú meira hvað þú ert samviskusamur og góður að sleikja rassgatið á jóhönnu eins og þú gerir í öllum þínum ummælum, ef þessu hefði beint að hægri sinnuðum stjórnmálamanni hefði þér sko aldeilis verið slétt sama um það sem öddi sagði.

Annars finnst mér bara nákvæmlega ekkert að því að flugmenn hafi há laun og hagi sínum launadeilum eftir því.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 22:41

14 identicon

 Varla hefur verkfallsrétturinn verið hugsaður verið ætlaður ofurlaunahópum og sérhagsmunum fárra manna sem ekki hika við að taka þjóðina í gíslingu ef þei bíður svo við að horfa..

Trausti Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 22:42

15 identicon

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti." segir allt sem segja þarf um þessi annars barnalegu komment varðandi það að taka verkfallsréttinn af flugmönnum.

Arnar (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 23:30

16 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þess ber að geta að flugnám er ekki lánshæft nema að litlu leyti miðað við það nám sem þeir þurfa að kosta til áður en þeir komast í starfsþjálfun hjá flugfélagi. Það gildir líka um ýmsar aðrar fagstéttir hér á landi, s.s. vörubílstjóra, en flugnámið er stjarnfræðilega dýrt.

Erlendis eru það yfirleitt bara einstaklingar úr flugher eða af efnuðum ættum sem ná í atvinnuflugið. Það eru þó til undantekningar sem betur fer

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2011 kl. 23:39

17 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Flugmenn eru ekki í neinu verkfalli þeir vinna bara ekki yfirvinnu en yfirvinnu er enginn skildugur að vinna og eru flugmenn því í fullum rétti til að sinna henni ekki.

Þórólfur Ingvarsson, 25.6.2011 kl. 00:04

18 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst það nú síður en  svo málefnaleg umræða að heimta bara lög á flugmenn.  Það er mín afstaða að það eigi ALDREI að þurfa að setja lög á kjaradeilur það gefur skera deiluaðila bara úr snörunni og virkar bara letjandi á þá og þeir sjá enga ástæðu til að semja.  T.d er orðið nokkuð langt síðan sjómenn hafa samið en það leiðir til mikillar launalækkunar í greininn og að endingu verður það til þess að erfiðlega gengur að manna flotann.....

Jóhann Elíasson, 25.6.2011 kl. 00:11

19 identicon

Ég held að flugmenn gætu verið að skjóta sig í fótin með svona aðgerðum.

veltum því upp hvað flugfélagið getur gert síðar meir til þess að koma í veg fyrir svona uppákomur.

Geta þeir til dæmis ráðið til sín erlendar áhafnir í gegnum starfsmannaleigur?

hey (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 00:25

20 identicon

Verkfallsrétturinn er óumdeilanlegur. Hinsvegar má spyrja sjálfan sig hvers vegna flugmenn heimta hærri laun! Það er hægt að vera með einkaflugmannspróf 17 ára og atvinnuréttindi rúmu ári seinna ef svo ber undir. Jú, þjálfunin sjálf getur kostað hátt í þrjár milljónir ( enginn borgar sjálfur fyrir þjálfun á tegund fjölhreyfla véla að því ég hafi heyrt um), en samt sem áður er dýrara að klára menntaskóla + hvaða háskólapróf sem er ef miðað er við tímalengd.

Ok, gefum okkur að hugsunin sé áhætta. Þó er hættulegra að vera vörubílstjóri eða starfsamaður á hakkavél í fiskvinnslunni osfv. Það má að lokum nefna að það eru ekki allir flugmenn með milljón á mánuði eins og margir halda. Flugmenn hjá Icelandair eru með góða samninga en sama er ekki hægt að segja um flugmenn almennt. Sumir eru með laun á við strætóbílstjóra eftir dýra þjálfun. Svoleiðis er nú það.

Að lokum, lokum. Hvernig væri að efla samkeppni í flugi svo við værum ekki svona háð dyntum ofurlaunaðra. Eða bara flytja öll til Noregs. Þaðan er hægt að sigla hvert sem er!!!

Dagga (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 00:42

21 identicon

Sæll Páll.

Þú segir að flugmenn egi að upplýsa kröfur sínar á opinberum vetvangi.

Þu kannski vilt sýna gott fordæami og upplýsa okkur um hvað þú ert með í laun og hvaða kröfur þú gerðir síðast?

Eða gildir upplýsingin bara um suma?

Benni (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 00:54

22 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hey (25.6.2011 kl. 00:25), ertu að meina eins og Eimskip og Samskip gera nú í dag? Viljum við sama fyrirkomulag? Eigum við ekki líka bara að leggja niður allt vinnuafl á Íslandi og ráða til okkar erlenda verktaka? Við erum býsna langt komin í þeim efnum...  

Sumarliði Einar Daðason, 25.6.2011 kl. 01:04

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski að Páll sé meiri Evrópubadalagsinni en hann vill vera láta Sumarliði. Frjáls flutningur vinnuafls og fjölþóðamenningarhugsjónin er jú hluti hins meinta fjór"frelsis". Fyrst og fremst hannað einmitt til að gera út af við verkfallsvopnið og kýla niður laun í sambandinu. Við erum jú hluti af því samstarfi og svínaríi.

Pólska flugmenn á þoturnar í hvelli. Er það ekki málið? Þeir taka svo sennilega ekki meira en 5000 kall á dag. Lifi fjórfrelsið! Sieg heil!

Jón Steinar Ragnarsson, 25.6.2011 kl. 02:02

24 identicon

Hvað er flugmannsnámið langt ?

Grunnnám háskóla samanstendur af 4 árum í stúdent + 3 árum fyrir bachelor gráðuna, 7 ár samtals.

Háskólanám er oftar en ekki ódýrt í okkar heimshluta, en tíminn, maður minn, tíminn kostar peninga.

Ég þekki ekki hvað þarf til til að innbyrgða flugmannsréttindi, en ef námið er stutt þá vegur tíminn harkalega á móti innritunargjöldunum.

Áður en ég fór í háskóla þá, ef ég man rétt, var undantekning ef ekki voru sett lög á mína starfstétt ef við dirfðumst að þenja okkur.

Ég er ekki hrifinn af lagasetningum gegn verkfallsrétti en ganga þarf hægt um kjaraleiðréttingadyrnar á vondum tímum líkt og við upplifum núna.

runar (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 14:09

25 identicon

Þar sem ég er sjálfur að læra atvinnuflug vill ég benda á að námið mitt er að kosta um það bil 12 milljónir, ekki 3 milljónir

Aron (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 14:21

26 identicon

Sæll Aron

Það er stórt hoggið í veskið þegar menn vilja mennta sig upp frá dekkinu.

Eru 12 milljónirnar námskostnaður fyrir allt námið ?

Ég var að klára Bs í verkfræði og námslánin fyrir 3 ár eru ca 15 milljónir.

Ég er farinn að trúa því að það hafi verið stór mistök að fara til náms á mínum aldri, ég mun aldrei vinna þetta upp..

runar (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 15:18

27 identicon

Svo er reyndar, fullt af aukakostnaði sem ég er hættur að hafa tölu á, en eina sem ég hef áhyggjur af er starfsóöryggið, Icelandair notar flugmennina yfir háannatímann og setur svo megnið í biðstöðu, ég held ég endi á því að vinna erlendis.

Aron (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 16:01

28 identicon

Sæll Aron

Það er ömurlegt að borga haug af peningum fyrir nám sem gefur manni ekki einu sinni starfsöryggi.

Það er af tímabilið þegar flugmenn voru líkt og rokkstjörnur.

En það koma betri tímar,það koma alltaf berti tímar.

Það er ekkert annað í stöðunni en að halda út..

Það er seigt Íslenska blóðið !

runar (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 16:44

29 identicon

Hvað er að því að einkahlutafélög, eins og Icelandair, sem ganga virkilega vel, veiti starfsfólki sínu mannsæmandi hækkanir. Eiga allir að vera steyptir í sama 12% mótið eins og mafían SA vill? Það er ekki allt að ganga illa hérlendis, sem betur fer. Ég er klár á því að ef flugmenn fá meiri hækkun en þessi "hefðbundna" hækkun er þá mun það skila sér til þeirra sem á eftir koma, allavega að einhverju leyti. Mun betra fyrir okkur launþega að þeir nái betri árangri heldur en að allur þessi hagnaður fari bara í hluthafa. Erum við ekki búin að læra nóg af þessum hluthafa-kapítalisma?

Ég segi ÁFRAM FLUGMENN - það erum við starfsmenn þjóðarinnar sem sköpum verðmætin, ekki hluthafarnir !!!

Sigurður (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 23:09

30 Smámynd: Vendetta

Ég hef ekkert á móti því, að stéttir sem bera mikla beina ábyrgð á mannslífum fái hærri laun en aðrir, flugmenn, flugvirkjar, flugumferðarstjórar, skurðlæknar og sömuleiðis þeir sem bera mikla ábyrgð á öryggi mannvirkja, t.d. verkfræðingar.

Margar aðrar stéttir hafa langa háskólagöngu að baki, en bera enga ábyrgð á neinu eins og t.d. hagfræðingar og bókmenntafræðingar, enn aðrar stéttir axla aldrei ábyrgð, eins og embættismenn og ráðherrar. Þessar stéttir og tugir annarra sem eru gagnslausar, en hálaunaðar. Mín vegna mætti lækka ráðherralaunin niður í 200 þús. á mánuði, eins gjörsamlega gagnslausir og þeir eru, sama hvaða háskólamenntun ráðherrarnir hafa. Eða enn betra, að vera án ríkisstjórnar, eins og Belgar hafa verið sl. sex mánuði. Það hefur aldrei verið eins mikill friður og ánægja í Belgíu og á þessum sex mánuðum.

Icelandair hefur alveg ráð á því að borga flugmönnum sínum sómasamleg laun eins hátt og miðaverðið er. Ég hef nákvæmlega enga samúð með Icelandair. Lággjaldaflugfélög eru kannski ver stödd fjárhagslega, en þau verða að muna, að án velþjálfaðra flugmanna verður ekkert flug og þess vegna verður að griða þeim meira en mannsæmandi laun.

Það er hægt að fljúga án flugfreyjanna, en ekki án flugmannanna. Og þótt nýjustu vélarnar geti næstum flogið sér sjálfar, þá bjarga rétt viðbrögð flugmanna mannslífum, þegar bilun kemur upp.

Ef ég væri flugmaður sem hefði einhvern metnað í starfi, þá myndi ég ekki láta mér nægja eina milljón á mánuði. Og sem flugfarþegi sæi ég ekki eftir fargjaldinu ef það færi í laun til flugmannanna frekar en arðgreiðslur. Ekki vil ég fljúga í vél, þar sem flugmennirnir eru í vondu skapi vegna of lágra launa. 

Vendetta, 26.6.2011 kl. 03:06

31 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sigurður (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 23:09

"Mun betra fyrir okkur launþega að þeir nái betri árangri heldur en að allur þessi hagnaður fari bara í hluthafa. Erum við ekki búin að læra nóg af þessum hluthafa-kapítalisma?"

Í þessu samhengi langar mig að benda á að Icelandair er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða landsins. Jafnvel eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna á hlut í félaginu. Gangi flugfélaginu illa þá rýrnar fé lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðirnir eru samofnir verklalýðsfélögunum. Þannig að það er ákveðið dilemma í gangi.

Sumarliði Einar Daðason, 26.6.2011 kl. 11:02

32 identicon

Icelandair á að segja öllum þessum flugmönnum upp, og bjóða þeim vinnu í gegnum íslenska áhafnaleygu, því tímasetning, að ætla að stórskaða ferðaþjónustuna yfir hábjargræðistímann, eftir mesta efnahagshrun, og atvinnuleysi, sem þjóðin hefur orðið fyrir, er ekki bjóðandi við þessar aðstæður, sýnir bara að þessir menn víla ekkert fyrir sér, þetta er hæst launaða stétt landsins.

Icelandair verður ekki samkeppnishæft nema ráða þessa menn í gegnum áhafnaleygu.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 18:35

33 identicon

Hvaða verkfall?? Ef á að setja lög á flugmenn fyrir að vilja ekki vinna yfirvinnu þá er eitthvað að þjóðfélaginu á Íslandi. Ekki yrðu sett lög á fiskvinnslufólk ef það ákveddi að vinna sinn 8 til 5 dag en ekki lengur. Hvaða öfund er í gangi hér á landi. Hvaða ábyrgð þurfa flugmenn að sýna, yfir lífi um 200 manns hvern einasta dag sem þeir mæta í vinnuna. Ábyrgð sem komið flugstjóranum í fangelsi ef hann tekur ranga ákvörðun. Þeir sem vera saman störf flugmanna og ráðherra eru á villigötum!

Guðjón (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 21:26

34 Smámynd: Vendetta

Guðjón, það er einmitt það sem ég og fleiri erum að skrifa, að flugmenn ættu að fá hærri laun en ráðherrar, ekki aðeins vegna þess að flugnámið er dýrt, langt og erfitt heldur vegna vegna þess að flugmenn bera ábyrgð á fleiri hundruð mannslífum dag hvern, en ráðherrar bera enga ábyrgð í raun á neinu sem þeir gera. Auk þess getur hvaða fífl sem er orðið ráðherra.

Vendetta, 27.6.2011 kl. 02:40

35 identicon

Ekkert neyðarástand er að skapast í samgöngumálum, aðeins óverulegur flöskuháls, og ríkið á ekki að skipta sér af því, sem því kemur ekki við. Engin lög á flugmenn! Fyrirtæki, sem ýmist segir flugmönnum upp eða lætur þá vinna myrkranna á milli, eftir því á hvoru það græðir mest, nýtur lítillar samúðar hjá mér. Og flestum kemur ekkert við, hvað mikið er látið í launaumslög flugmanna, því að þeir eru ekki opinberir starfsmenn.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 07:34

36 identicon

Get ekki verið meira sammála Vendetta. Forsætisráðherra, flugfreyja, fjármálaráðherra, vörubílstjóri, utnaríksiráðherra, urriðasérfæðinugur fyrir Þingvallavatn, fyrrv.samgönguráðherra, íþróttafræðingur og svo má lengi telja. Er þetta menntunin og hæfnin sem þarf til að stýra heilli þjóð..? Ég bara spyr...!

 Kveðja Sigurður

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband