Tvær grímur renna á Egil Helgason

Egill Helgason er aðildarsinni og hefur gert sitt til að lyfta málstað þeirra sem vilja Ísland í Evrópusambandið. Þegar rýnivinnu er lokið og ,,alvöru" samningaviðræður hefjast milli Íslands og Evrópusambandsins vottar fyrir efasemdum hjá Agli. Hann skrifar

[Evrópusambandið] gæti tekið talsverðum breytingum – evran útheimtir í raun samræmdari fjármálastjórn í ríkjum sambandsins, en í raun stefnir í aðra átt – ríkin eru að fjarlægjast hvort annað. Kannski færðist Evrópusambandið of mikið í fang með hinni sameiginlegu mynt og mikilli fjölgun aðildarríkja – og kannski var ekki heldur almennilegur lýðræðislegur vilji meðal þjóðanna fyrir þessu? Það má svo deila um hvort þetta sé góð eða vond þróun – en framhjá henni verður ekki litið.
 
Vandinn er sá að flestir aðildarsinnar líta einmitt framhjá þeim stórfelldu breytingum sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir.
 
Evrópusambandið sem Samfylkingin vélaði nokkra þingmenn Vinstri græna að sækja um sumarið 2009 er að taka stakkaskiptum. Íslandi ætti að draga umsóknina tilbaka og endurmet stöðuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

VG-liðar á alþingi voru kúgaðir til að samþykkja aðildarumsókn að ESB árið 2009. Því gleymi ég aldrei. Lýðræðið var ekki virt, ekki einu sinni á alþingi!

Þannig virkar ESB-veldið. Það kúgar fólk til að vera sammála öllu sem ofurveldið ESB krefst. Þetta var upphafið að endinum á ESB-aðild Íslands, vegna kúgunar-vinnubragða ESB-hertekins Samfylkingar-flokks. Þarna afhjúpaði ESB-veldið sitt innra eðli í gegnum formann Samfylkingar, Jóhönnu Sigurðardóttur blessaðrar, sem var blekkt til að trúa því að að réttlætinu yrði framfylgt með kúgunum og hótunum.

Þetta er sorgleg staðreynd, sem við verðum öll að horfast í augu við, og læra af. Ekki með reiði eða hatri út í þá sem voru blekktir, heldur með auðmýkt, umburðarlyndi, skilningi og hyggjuviti, og viðurkenningu á staðreyndum, og skilja að sameinuð stöndum við og sundruð föllum við. Það gildir ekki bara um íslendinga, heldur almenning heimsins, sem hefur verið blekktur á sama hátt.

Við verðum að skilja að þetta snýst um mannréttindi fólks í heiminum (þar með taldir íslendingar), en ekki þjóðernishyggju, eins og sumir kúgaðir áróðursmeistarar ESB reyna að halda fram.

Ég styð almenning í ESB heilshugar, ásamt almenningi annarsstaðar í heiminum, og þjóðernishyggjan svokallaða nær ekki inn að mínum hjartarótum, á svikulum forsendum, heldur á þeim forsendum að mannréttindi og réttlæti allra þjóða sé virt. Bæði innan og utan ESB-veldisins.

Víðsýn heimssýn er farsælust fyrir almenning heimsins!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.6.2011 kl. 18:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ekki er ég svona ærleg,segi bara við Barusso blákalt;Ég er hætt með,ðér.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2011 kl. 18:29

3 identicon

Egill Helgason hefur engin prinsipp og lagar sig alltaf að aðstæðum.

Hentistefna íslensku kjaftakerlingarinnar.

Karl (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband