Föstudagur, 24. júní 2011
Kristni, Evrópa og sjónarhorn íslenskt
Á miðöldum var landsvæði það sem nú kallast Evrópa iðulega nefnt hinn kristni heimur. Alþjóðlega viðurkenndir íslenskir höfundur, til dæmis Snorri Sturluson, skrifuðu frá sjónarhorni sem var á mörkum tveggja heima, þess kristna og hins heiðna. Í Ynglingasögu Heimskringlu segir Snorri
Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin. Ganga höf stór úr útsjánum inn í jörðina. Er það kunnigt að haf gengur frá Nörvasundum og allt út til Jórsalalands. Af hafinu gengur langur hafsbotn til landnorðurs er heitir Svartahaf. Sá skilur heimsþriðjungana. Heitir fyrir austan Asía en fyrir vestan kalla sumir Evrópu en sumir Eneu.
Séð frá Íslandi er Evrópa, hvort heldur kristin eða heiðin, aðeins hluti heimsins. Sígild sannindi frá dögum Snorra.
Athugasemdir
Evrópa er hluti heimsins. Það er bara gott að minna á það. Evrópa er næstminnsta heimsálfan að flatarmáli, en hún er um 10.390.000 ferkílómetrar, eða 2,0 % af yfirborði jarðarinnar. Hvað varðar íbúafjölda, er Evrópa þriðja fjölmennasta heimsálfan, á eftir Asíu og Afríku. Í henni búa fleiri en 710.000.000 manna. Það eru 12 % af íbúafjölda heimsins....
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 09:02
Kristindómur var hún kölluð, það er ekki fyrr en eftir landafundi og landnám í vestri, sem almenn ástæða verður til þess að kalla útnes þessi sérstöku nafni.
Andrés Magnússon, 24.6.2011 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.