Lénsveldi ráðherra og ósýnilegu völdin

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru lénsherrar ráðuneytanna sem þeir fara með. Þeir fara sínu fram án tillits til ríkisstjórnarinnar sem hvorki er fugl né fiskur eftir marga ósigra síðustu misserin og tæpan meirihluta frá í vor.

Forsætisráðherra er búinn að gefast upp á verkefninu að vera í fyrirsvari fyrir stjórnarráðið, setur enga dagskrá og hefur ekkert fram að færa. Jú, annars, Jóhanna lagði til á síðusta flokksráðsfundi að Samfylkingin yrði lögð niður.

Lénsvaldi ráðherranna eru þó takmörk sett. Þeir eiga erfitt með að fitja upp á nýmælum sem eitthvað kveður að og vitanlega eru þeir bundnir lögum og reglum. Samanlagt mynda lénsveldi ráðherranna ígildi starfsstjórnar. 

Pólitísk völd eru aðeins að hluta sýnileg, s.s. í formi reglugerðavalds og skipunarvalds í embætti og þess háttar. 

Ósýnilegu völdin eru þau sem halda samsteypustjórnum saman. Ósýnilegu völdin eru nauðsynleg til að skapa ríkisstjórnum tiltrú hjá almenningi og hagsmunasamtökum.

Ósýnilegu völdin minnka ýmist eða aukast eftir því hvernig ríkisstjórn tekst að sannfæra þjóðina um að ríkisstjórnarstefnunni miði áfram.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. tapar jafnt og þétt ósýnilegu völdunum. Þótt enginn viti hvenær botninum er náð verður ekki snúið af þessari einstefnugötu: eftir þurrð ósýnilegu valdanna tapar ríkisstjórnin formlegu völdunum. Það verður ekki degi of seint.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eitt varð þó sýnilegt eftir byltingar-valdatöku hennar. Hún er stútfull af óvild og hefnigirni,út í pólitíska andstæðinga. Markmiðin  eru sýnileg,nefnilega að þurrka lýðræðisríkið Ísland út.            Svo fjarlæg eru þessir alltof þaulsetnu þingmenn hennar, svo fjarlæg að hinn almenni borgari er þeim ósýnilegur. Missi hún bara sín völd í kvöld.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Gunnar Waage

Vel athugað Helga, þessi stjórn rðist knúin áfram af hatri og þörf til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar.

Gunnar Waage, 24.6.2011 kl. 00:38

3 identicon

Einmitt  - hatrið er drifkraftur stjórnarinnar.

Hatur í garð pólitískra andstæðinga en ekki síður ákveðinna þjóðfélagshópa t.d. útgerðarmanna, veitingamanna og lækna sem nú eru hraktir skipulega úr landi vegna þess að hæfileikalaus og veruleikafirrtur forsætisráðherra telur að enginn eigi að hafa hærri laun en hún.

Pólitískir öfgar og hatur eru hættuleg blanda.

Hér er vont fólk komið til valda.

Samfélagið er Landakotsskóli fyrri tíma.

Rósa (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband