Miðvikudagur, 22. júní 2011
Benedikt Jóhannesson og valkvæð heimska
Aðildarsinnar herja á landshlutablöðin með greinar um ást sína á Evrópusambandinu, sennilega til að draga úr líkum á ósannindi þeirra verði hrakin. Benedikt Jóhannesson, formaður félags aðildarsinna sem einu sinni hét Sterkara Ísland en núna Já Ísland, skrifar grein í Bæjarins besta um viðhorf ungs fólks til Evrópusambandsins.
Benedikt byrjar á þekktri staðreynd, að yfirgnæfandi meirihluti ungs fólks er á móti aðild Íslands að Evópusambandinu. Í framhaldi fabúlerar Benedikt að ungt fólk vilji ekki í ESB vegna væntumþykju gagnvart landbúnaði og sjávarútvegi.
Frá fabúleringunni stekkur formaðurinn út í móta og byrjar að tala um allt aðra könnun, sem sýnir að ungt fólk hafi áhuga að mennta sig í útlöndum og starfa þar. Í beinu framhaldi kemur yfirgengileg setning
Unga fólkið sem vorkennir bændum og útgerðarmönnum og vill leyfa þeim að halda sig utan Evrópusambandsins vill langflest sjálft ganga í þetta sama samband til lengri eða skemmri tíma.
Ef einhver vill sækja skóla eða starf í einhverju ESB-ríki þýðir það í munni Benedikts að viðkomandi vilji ganga í Evrópusambandið. Með leyfi: íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum, vilja þeir ,,ganga í Bandaríkin,"; vilja Íslendingar sem starfa í Noregi ,,ganga í Noreg."
Víðáttuvitleysan í málflutningi formanns aðildarsinna á Íslandi sýnir ótrúlega óskammfeilni við að afflytja umræðuna aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Benedikt nefnir grein sína ,,Orustan um Ísland." Benedikt og félagar hans eru fimmta herdeild Brusselvaldsins í þeirri orrustu og ætla sér ljúga og blekkja okkur til fylgis við Evruland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.