Þriðjudagur, 21. júní 2011
Samfélagsábyrgð andspænis pólitískri upplausn
Ríkisstjórnin er lifandi dauð og aðeins hluti stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokkurinn, er með lífsmarki. Stjórnmálakerfið þarf uppstokkun en það verður ekki gert nema aðrir þættir samfélagsins séu til friðs, vinnumarkaðurinn sérstaklega.
Núna þegar Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin sýnir ábyrgð með gerð þriggja ára launasamninga er búið í haginn fyrir uppgjör á vettvangi stjórnmálanna.
Allt er til reiðu fyrir kosningar í haust.
Hefði sett allt upp í loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...já en það á að leggja vegi...Verst að æ færrri hafa efni á að keyra þá vegna bensínverðs og fyrirhugaðra vegtolla...og svo þurfa sífellt færri að nota þá þegar stórfækkar á landsbyggðinni vegna kvótabrasks og tilræða stjórnvalda við ferðaþjónustu, ásamt fjandskap við erlenda fjárfesta. Hvaða arðsemi eiga þessir vegir að skila þegar engin fjárfesting er í gangi, sem þyrfti á greiðum samgöngum að halda? Hvað á að gera þega búið er að leggja þessa vegi? Þessi leikþáttur er harmleikur. Írónískur leikur Jógrímu blekkir ekki öreigana, sem brýna fallöxina sem aldrei fyrr.
Almenningur (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 18:05
Hverja á að kjósa í haust? Forusta Sjálfstæðisflokksins eins og hún er, er ekki á vetur setjandi nema nýir menn taki við foristu..
Vilhjálmur Stefánsson, 21.6.2011 kl. 19:52
Hvarsérðu lífsmark með Framsókn Páll. Þú hlýtur að fara með sens.
Ábygðarlaus er ríkistjórnin er hálfu verri er stjórnarandstaðan. Fyrir vikið ríki pólitískt vacum á Íslandi þar sem enga handfestu er að finna fyrir kjósendur. Engir kostir. Ekki einu sinni meira af því sama.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.6.2011 kl. 20:24
Aldrei fyrr hafa aðrir eins drullusokkar og liðleskjur farið fyrir stjórnarandstöðu og aðhaldi hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.6.2011 kl. 20:26
Laukrétt hjá Vilhjálmi, og ekkert bendir til, að Sjálfstæðisflokkurinn fái nýja forystu fyrr en ef til vill á landsfundi 17.-20. nóvember.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 20:35
Sammála Jóni Steinari og því vil ég bæta við að einu stjórnmálamennirnir sem vilja og eru líklegir til að breyta kvótafyrirkomulaginu eru þeir sem eru í stjórn núna. Sjálfstæðismenn berjast um á hæl og hnakka fyrir því að komast aftur í ríkisstjórn til að trygga það að sjávarútvegurinn verði áfram í höndum fjárglæframanna, sem öllum á að vera orðið ljóst að eru snýkjudýr á samfélaginu. Þeim verður því miður vel ágengt að fá almenning í lið með sér.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.