Vont fólk er ekki endilega sjúkt

Í henni veröld er til vont fólk sem kemur illa fram við aðra, meiðir og særir menn og málleysingja. Í stað þess að lifa með þeirri hversdagslegu staðreynd að vont fólk fyrirfinnst er reynt að sjúkdómsvæða illmennskuna, samanber umræðuna um kvikindshátt kaþólsku skötuhjúanna í Landakoti.

Sjúkdómsvæðingin leiðir til þeirrar rökréttu en efnislega röngu niðurstöðu að vont fólk beri ekki ábyrgð á gjörðum sínum - það er jú sjúkt.

Illskan verður að heita réttu nafni til að hægt sé að varast hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr.

Sjúkdómsvæðing alls er liður í því að þurrka út einstaklinginn og ábyrgð hans.

Rósa (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 14:45

2 identicon

Vont eða sjúkt. Læt það liggja milli hluta. Egill henti hins vegar út ummælum um þingmenn að misnota börn. Það virðist í lagi að tala um kennara og presta.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Algerlega sammála og hef lengi andæft því að setja samasemmerki á milli illsku og sjúkleika.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2011 kl. 16:53

4 identicon

Sammála, það á að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Téð hjón hafa greinilega verið hrein og klár illmenni.

Baldur (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband