Mánudagur, 20. júní 2011
Greenspan: grískt gjaldþrot nær öruggt
Alan Greespan fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir nær öruggt að Grikkland verði gjaldþrota. Yfirmaður Pimco, stærsta verðbréfasjóðs veraldar, segir að Evrópusambandið verði að breyta um stefnu gagnvart Grikklandi og stöðva tilgangslaust fjárstreymi evrópskra skattborgara í gríska ríkissjóðinn.
Seðlabanki Evrópu segir að falli Grikkland þá fellur evran.
Hvað gerir Samfylkingin? Jú, hún biður um deyjandi evru í stað lifandi og spriklandi krónu.
Söluþrýstingur á grísk ríkisskuldabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.