Mánudagur, 20. júní 2011
Sérstakur saksóknari í höfuðstöðvar Vinstri grænna
Byr-málið með fjölskyldu og vinatengslum inn í forystu Vinstri grænna heldur á fram að vinda upp á sig. Fréttablaðið segir frá því í dag að góðkunningjar sérstaks saksóknara eru í vinnu fyrir fjölskyldufyrirtækið Arctica sem fær sérstaka blessun Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að hirða 70 til 140 milljónir fyrir að selja banka sem ætti að vera búið að loka fyrir löngu.
Fyrir næstu kosningar, einmitt þegar stjórnmálaflokkar eru hvað mest fjárþurfi, þarf sérstakur saksóknari að gera húsleit hjá Vinstri grænum og kanna og kanna fjárframlög Byr-fólksins til flokksins.
Nýspillingu Vinstri grænna þarf að uppræta.
Athugasemdir
Óþarfi að bíða til 2013. Spillingin er öllum augljós nú þegar.
Ragnhildur Kolka, 20.6.2011 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.