Laugardagur, 18. júní 2011
Kolbeinn, dæmigerður aðildarsinni
Blaðamaður, sem tekur viðtal við flokksformann hvers flokkur er klofinn vegna illdeilna um afstöðuna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, hann spyr flokksformanninn auðvitað um Evrópumálin. Nei, ekki ef blaðamaðurinn er Kolbeinn Óttarson Proppé og flokksformaðurinn er Steingrímur J. Sigfússon.
Kolbeini tókst þann 11. júní að skrifa heilsíðuviðtal við formann Vinstri grænna án þess að minnast aukateknu orði á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Tveir þingmenn hafa nýlega yfirgefið fámennan þingflokk Vinstri grænna vegna Evrópumála en það kemur ekki spurning um málið frá manni sem er nógu drýldinn að kalla sig blaðamann.
Blaðamaðurinn Kolbeinn er aftur á ferðinni 18. júní að væla um bága stöðu umsóknarinnar í safnaðarriti aðildarsinna, Fréttablaðinu.
Kolbeinn Óttarsson Proppé er dæmigerður aðildarsinni, hann þaggar veruleikann en sér Evruland í hillingum.
Athugasemdir
Hann notar orðin rembingur og þjóðrembingur og öfgar eins og út í loftið og um það sem er enginn rembingur eða öfgar. Geta EU-sinnar alls ekki skilið að andstaða við að gefa fullveldi landsins stórríki í Evrópu, kemur ekkert rembu eða öfgum við? Og kemur ekkert hatri á Evrópumönnum við? Og að Evrópulönd eru alls ekki Evrópusambandið, heldur er Evrópusambandið bákn miðstýringar og yfirráða yfir sambandsríkjunum? Stór þorri þeirra barðist líka harkalega og með falsi og lygum og ótrúlegri EU-rembu og yfirgangi og öfgum við að koma kúgunarsamningnum ICESAVE yfir okkur, miðanum inn í miðstýringarbáknið Evrópusambandið. Kúgun er ofbeldi og öfgar og þeir eru sjálfir ÖFGAMENNIRNIR.
Elle_, 19.6.2011 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.