Hver bjargar ESB af fúsum og frjálsum vilja?

Merkel kanslari Þýskalands vill að einkaframtakið bjargi efnahag Grikklands og þar með evrunni og Evópusambandinu. Einkaframtakið (les bankar og lífeyrissjóðir) mun ekki sjá neinn hag í því að bjarga Grikklandi vegna þess að fái Grikkir afslátt á skuldum sínum verður enginn endir á kröfugerðinni, hvorki hjá Grikkjum, Írum, Portúgölum, Spánverjum né Itölum sem allir eru til í að láta aðra borga fyrir sig.

Telegraph segir að Ítalia falli mögulega um flokk hjá Moody's sem þýðir hærri lántökukostnaður og að markaðurinn fari að veðja gegn greiðslugetu ríkissjóðs Ítala.

Fréttir af Evrulandi verða ljótar í báða enda um langa hríð.

 


mbl.is Hvetur banka til að styðja Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer að verða ansi áleitin spurning hvað þurfi eiginlega til að ESB vofurnar fari að átta sig og kanski læra.

Það er ekki gott fyrir nokkra þjóð að koma nálægt þessum ósköpum.

Evrulandið er vonlaust.

Þegar og ef prívatið verður þvingað til að taka þátt í afskriftum, hlýtur það að koma inn í vaxtakröfurnar sem fara upp úr öllu valdi.  ...Og þá verður afgangurin af Evruþrælunum enn fljótari að fara á höfuðið. 

(Annars hefur víst peningamafían í Evrópu líklega fengið mikið fé út úr prentvélum Bernanke segja einhverjir.  Það er víst erfiðara að prenta í Evrulandi).

Nú ef þetta gerist ekki, tja þá borgar víst skattborgarin áfram undir peningamafíunni sem með réttu á að vera farin fyrir löngu á höfuðið fyrir græðgi sína og óstjórn.  ...Og almenningur undir Brusselvaldinu fer að fá nóg af því.

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 20:22

2 identicon

Það verður mjög athyglisvert eftir helgina, að fylgjast með þróun á ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum Írlands, Portúgal, Spánar, Ítalíu, Belgíu.....

Baldur (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband